Síða 1 af 1

CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 15:54
af Jgs12345
Hæhó fagfólk! Ég veit ekkert um tölvur, literally ekkert. Spila enga tölvuleiki, nema CS:GO. Á mjög basic gamla tölvu sem er eingöngu notuð til að spila CS. Fæ sirka 120-180 fps á 1280x720, og mjög óstöðugt.

Þetta er í tölvunni:
Intel core i7 3770 @3,40 ghz.
16gb ddr3 RAM 798,7mhz.
Hewlett Packard 3396 móðurborð.
Nvidia Geforce GTX 1050ti CPU.

Spurningin er þessi: Hvað þarf ég að kaupa til að geta spilað á 1280x720 upplausn með nokkuð steady 250fps eða meira? Þarf ég að uppfæra gjörsamlega allt? As in ný tölva, eða get ég keypt nokkra íhluti til þess að þetta rætist?

Með fyrirfram þökk, - Jói.

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 16:53
af Sam
Hérna sérðu hvað þinn örgjörfi er að gera með GTX 1060 3GB í 1080P https://www.youtube.com/watch?v=dHdH_avZ_hY

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 17:02
af Gunnar
hvernig aflgjafa ertu með?
með i7 örgjörfa og nóg minni svo eina sem þú þarft er öflugra skjákort.
myndi mæla með 1080 eða öflugra

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 17:11
af MuGGz
Getur náð 300 fps með 1060 kort og almennilegan örgjörva

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 20:47
af Jgs12345
Takk fyrir skjót svör! Hef heyrt að CS stóli mikið á örgjörvan, meira en skjákortið, er það rétt?

Gunnar: Hvar get ég séð hvaða aflgjafa ég er með? :D - er algjörlega clueless haha!

1060,70 eða 80, þau eru öll betri en mitt 1050ti ekki satt? Myndi ég komast upp með að uppfæra einungis annaðhvort örgjörva eða skjákort? Eða þarf ég að uppfæra bæði?

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Fös 28. Feb 2020 22:19
af vikingbay
Jgs12345 skrifaði:Takk fyrir skjót svör! Hef heyrt að CS stóli mikið á örgjörvan, meira en skjákortið, er það rétt?
Það er alveg hárrétt.

En mér líður eins og þú ættir að ná aðeins meira performance með þessu riggi sem þú ert með eins og er..
Er öll grafík í high hjá þér eða?
Ef þú setur allt í lægsta, og á þessari lágu upplausn finnst mér eins og þú ættir að ná að dæla út fleiri römmum.
Prófaðu að athuga með það, svo getum við farið að spá í uppfærslum.

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Lau 29. Feb 2020 07:25
af tryggvhe
Þetta skjákort er alveg fínt fyrir csgo.
Fann ekki hvaða örgjörva móðurborðið þitt supportar en ef það leyfir 4th gen intel örgjörva eins og i7-4790k eða i7-4690k væri alveg þess virði að skoða það. Ættir bæði að geta fundið örgjörvana hér á góðu verði með/án ddr3 móðurborði+ram ef þitt styður þá ekki.

Líka alltaf spurning hvort þetta hafi með settings að gera, gæti alveg trúað að setupið þitt geti skilað þér 250+ fps.

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Lau 29. Feb 2020 21:44
af Jgs12345
Sorri með seint svar!

Vingbay - Er með allt í lægstu mögulegu stillingum, shader-a og allt það, hef alltaf spilað þannig, og þegar ég var að tala við félaga á sínum tíma höfðu þeir það sama að segja, þ.e. að ég ætti að geta fengið aðeins fleiri ramma úr þessu... huh!?:D Annars sé ég töluna stundum alveg fara í 200+, en strax og það eru komin nokkur player model á skjáinn í einu og kannski 1-2 smókar líka er sú tala fljót að lækka haha... væri bara svo næs að geta haft þetta meira stabílt og yfir 200-250, þá væri ég mjög sáttur...

Tryggvi - Þannig móðurborð plús örgjörvi væri kannski besta bettið? Þetta móðurborð er alveg hundgamalt eins og næstum öll tölvan í raun... fékk hana gefins fyrir 2 árum sirka og eina sem ég lét setja í var skjákortið. Annað var bara einhver samtíningur frá félaga mínum. Ef ég myndi uppfæra örgjörva og móðurborð, og þá kannski RAMið í ddr4 líka, ætti ég þá ekki að geta séð betra performance?

Takk annars fyrir svörin!:)

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Lau 29. Feb 2020 23:34
af Gunnar
Jgs12345 skrifaði:Takk fyrir skjót svör! Hef heyrt að CS stóli mikið á örgjörvan, meira en skjákortið, er það rétt?

Gunnar: Hvar get ég séð hvaða aflgjafa ég er með? :D - er algjörlega clueless haha!

1060,70 eða 80, þau eru öll betri en mitt 1050ti ekki satt? Myndi ég komast upp með að uppfæra einungis annaðhvort örgjörva eða skjákort? Eða þarf ég að uppfæra bæði?
þarft að opna tölvukassann og lesa á miðann á aflgjafanum.
En eftir smá google leit væri kannski sniðugra að fara í nýrri örgjörva, móðurborð, minni og skjákort.

https://www.userbenchmark.com/PCGame/FP ... 4.95.0.0.0

getur svo valið annan örgjörva eða/og annað skjákort og séð hvað fólk er að fá sirka úti í heimi i fps i cs:go

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Sun 01. Mar 2020 05:03
af tryggvhe
Jgs12345 skrifaði:
Tryggvi - Þannig móðurborð plús örgjörvi væri kannski besta bettið? Þetta móðurborð er alveg hundgamalt eins og næstum öll tölvan í raun... fékk hana gefins fyrir 2 árum sirka og eina sem ég lét setja í var skjákortið. Annað var bara einhver samtíningur frá félaga mínum. Ef ég myndi uppfæra örgjörva og móðurborð, og þá kannski RAMið í ddr4 líka, ætti ég þá ekki að geta séð betra performance?
Ekkert sem stoppar þig frá því að fara í ddr4. Örgjörvarnir sem ég nefndi voru bara miðaðir útfrá því að þú villt ná góðu performance í csgo fyrir minnsta peninginn. Góður díll á ágætu moðurborði eins og z97 + 16gb 1333hz ddr3 ram og 4790k/4690k er eflaust á bilinu 25-30þ.

Sjálfur keyrði ég csgo með ofantalið setup + gtx970 í 4:3 bæði 1280x960 og 1440x1080. Með OC í 4.5ghz var ég með langt yfir 300fps. Þetta var ca. 2014-16 þannig það er kannski ekki alveg að marka þar sem leikurinn hefur eflaust breyst mikið síðan þá sem hefur sín áhrif á performance.
Jgs12345 skrifaði: Takk annars fyrir svörin!:)
Ekki málið vinur

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Mán 02. Mar 2020 13:43
af Dr3dinn
Csgo er örgjörva heavy leikur.

Er með heilu excel skjöl fyrir fps test með 8700k hjá mér og áhugaverða var að 1080ti og 2070 voru bara að skora 10-20% betur en 1060.
(fór líka svolítið eftir OC)

8700k 5.0 ghz.
32gb minni 3000hz
sabrent 1tb m.2 vs samsung evo og samsung ssd
240hz benQ
Benca 410-495 fps í standard testum í csgo.
-getur leikið þér með upplausn og gæti til að finna sweet spot en þetta er meira spurning um hvað menn eru að reyna ná úr þessum auka römmum.
-skjákorts stillingar hins vegar hafa mjög mikið að segja sem og stillingar í bios.
-ég get benchað hátt en vel á endanum steady upplausan /stillingar sem flökkta ekki jafn mikið, þ.e. droppa ekki jafn mikið mid game.

Annars skorra mjög margir örgjörvar 240-300fps í csgo.. (líka bara græðgi, að spila steady 350-400fps eða hærra... sem margir gera þ.m.t. ég)
-það er öðruvisi game experiance að spila hærra fps, þarf samt ekkert að gera þig að betri spilara. Stór hluti allra pro spilara spila bara max fps 300 og eru ca 200-240fps steady max.

Á endanum er þetta náttúrulega líka spurning um æfingu, 2x2080ti og 100k örri hjálpa þér ekkert mikið... (hæ Elli MERC)

Sweet spot örgjörvinn hefur verið 8700k og 9700k / 9900k... annars er amd 3700x og 3800x að koma rosalega vel út frá single core performance í benchi.
-þarft ekki marga kjarna
-klukkuhraði skiptir meira máli (hærri tíðni 4.5 ghz etc)
-hypertreading hjálpar csgo bara ekki neitt.

Ef það er eitthvað skiptir orðið meira mál er það skjárinn, margir að klikka á að vera með hræódýra 144hz skjái eða verri (60hz / 5ms skjái)

Engin heilagur sannleikur en ég hef örugglega eytt 200klst+ í fín stillingar á þessum hlutum :S
//má alveg vera ósammála bois.//


Niðurstaða: 1) Getur uppfært moðurborð+örgjörva og komist upp með mikið, fer bara eftir budgeti.
2) Getur reynt að klukka örrann aðeins upp áður eða þú getur eytt tíma að fara yfir allar stillingar sem mælt er með á youtube / etc áður en þú ferð að eyða money.... eða fikta í OC.

Re: CS:GO - Steady 250fps+ hvað skal kaupa?

Sent: Þri 03. Mar 2020 09:20
af dISPo
Tek undir með Dr3dinn. Fyrir CS:GO virðist mikilvægast að leggja áherslu á örgjörvann og þar skiptir klukkutíðni og single core performance miklu. Ekki misskilja þó, skjákortið skiptir alveg jafn miklu máli en CS:GO virðist reiða sig meira á CPU en nýjir leikir í dag. 1070 / 2060 super virðist vera sweet spottið í skjákortum og 9600k / Ryzen 5 3600 í örgjörvum.

Þá virðast sex kjarnar, ekkert hyperthread, skila mestu fyrir CS:GO en það þýðir þó ekki að HT sé alltaf verra. 4/8 skilar sér sem dæmi betur en fjórir kjarnar þótt munurinn sé kannski ekki mjög mikill. Sjá https://www.youtube.com/watch?v=fj9cuHuTNVU

Ég stórefa að þú getir náð 250+ steady fps með þessum örgjörva og skjákort, sama hvað þú tweakar mikið (fyrir utan að það er hundleiðinlegt að vera alltaf að tweaka til að vera sáttur með fps). Held þú sért nokkurn veginn að fá það performance út úr þessu því sem þú ættir að ná þótt þú gætir ef til vill fengið nokkra auka ramma í viðbót.

Stundum er betra að bíða, safna og kaupa eitthvað sem maður er alveg sáttur við heldur en að eyða minni pening í eitthvað sem maður er ekki alveg sáttur með.