Síða 1 af 1

Val á öryggismyndavél?

Sent: Mán 24. Feb 2020 21:39
af Njall_L
Sælir vaktarar

Ég er með herbergi sem er 2,3m á lengd og 1,5m á breidd sem mig langar að koma öryggismyndavél í. Óskin er að setja myndavélina upp í eitthvað af hornunum og að hún nái að mynda allt rýmið svo linsan þarf að vera frekar gleið.

Myndavélin þyrfti að vera nettengd, WiFi eða beintenging koma bæði til greina, og ég myndi vilja geta komist inn á hana hvaðan sem er með appi til dæmis. Það kemur einungis til greina að hún taki upp á SD kort eða á annan geymslumiðil sem er á sama neti og vélin sjálf, hef ekki áhuga á neinni skýjalausn. Kostur væri ef hún væri með hreyfi og/eða hljóð-trigger til að hún byrji einungis að taka upp við einhverja viðburði.

Er búinn að leita að myndavél í þetta verkefni en finn ekkert sem mér lýst vel á, einhverjar ábendingar?

Re: Val á öryggismyndavél?

Sent: Þri 25. Feb 2020 01:04
af DJOli
Varstu búinn að skoða Unifi vélarnar?
https://www.ui.com/unifi-video/unifi-vi ... -g3-micro/ kemur t.d. sniðuglega út, og hún á víst að vera með wide-angle linsu svo hún ætti að dekka ágætlega.

Re: Val á öryggismyndavél?

Sent: Þri 25. Feb 2020 10:28
af Njall_L
DJOli skrifaði:Varstu búinn að skoða Unifi vélarnar?
https://www.ui.com/unifi-video/unifi-vi ... -g3-micro/ kemur t.d. sniðuglega út, og hún á víst að vera með wide-angle linsu svo hún ætti að dekka ágætlega.
Já, var búinn að kíkja á þær en það er kannski vert að taka fram að ég er ekki að leita að lausn í þessum verðflokki. Myndi vilja að heildarpakinn, myndavél, geymslumiðill og slíkt, fari ekki yfir 30k sirka.

Var búinn að detta niður á þessa sem mér líst ágætlega á, væri gott að heyra ef einhver hefur reynslu af henni: https://elko.is/myndavelar/oryggismynda ... -hd-camera

Re: Val á öryggismyndavél?

Sent: Þri 25. Feb 2020 10:45
af Hjaltiatla
Persónulega myndi ég taka annaðhvort Unifi eða Axis myndavél,sérstaklega ef þú ert að opna kerfið út á netið þá vill maður öruggt kerfi, Hef sjálfur ekki mikla reynslu af D-link þannig að ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrirtæki
Ef ég þyrfti að spara myndi ég einfaldlega setja upp RPI-4 og setja upp Openmediavault og tengja external HDD við græjuna og þá væri maður kominn með ódýran NAS (Einfaldast að kaupa synology box eða NVR hardware, maður borgar hins vegar premium fyrir það).

Re: Val á öryggismyndavél?

Sent: Mið 04. Mar 2020 21:37
af Njall_L
Eftir að hafa lagst yfir þetta endaði ég á að kaupa Unifi G3 Flex myndavél og Unifi Cloud Key Gen 2 Plus sem sér um upptöku og keyrslu á controller fyrir myndavélina.

Kemur vel út við fyrstu skoðun. Mjög fín mynd í þessari G3 Flex vél þrátt fyrir að hún sé ódýrust í Unifi línunni.