Síða 1 af 1

Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 15:42
af Hjaltiatla
South Korea switching their 3.3 million PCs to Linux:
https://www.fosslinux.com/29117/south-k ... -linux.htm

Hafið þið einhverja skoðanir á því hvað litla Ísland ætti að gera í þessum málum (horft til framtíðar) ?

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 16:30
af Sallarólegur
Mjög jákvætt.

Kominn tími til að krafsa í einokunina.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 16:59
af rapport
Þetta er flott framtak en þeir gleyma að það þarf að uppfæra og endurmennta alla notendurna líka, vonandi er það inn í budgetinu.

Hvernig er það annars, er auðvelt að stjórna miðlægt réttindum notenda í kerfum og á búnaði sbr. AD?

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 17:11
af Hjaltiatla
rapport skrifaði: Hvernig er það annars, er auðvelt að stjórna miðlægt réttindum notenda í kerfum og á búnaði sbr. AD?
Miðað við það sem ég hef kynnt mér þá virðist Ansible vera mjög öflugt í að automate-a t.d allar uppsetningar (einnig usera,réttindi og þess háttar) þá er búið til Playbooks með öllum helstu gildum fyrir uppsetningar og það er hægt að grúppa upp t.d eftir stofnunum,deildum etc... . Hef ekki kynnt mér almennilega helstu identity þjónustur næginlega vel en reikna með að bæði Cannonical eða Red hat myndu bjóða fram sína aðstoð ef það yrði ákveðið að kaupa support samning (mögulega einhver rest api eða LDAP þjónusta sem gæti leyst það).
Verður brilliant þegar t.d Raspberry pi er orðið næginlega öflugt til að geta höndlað alla helstu desktop vinnslu og jú aðal plúsinn er auðvitað að minnka flækjustig á leyfum á útstöðvum þegar verið er að sjálfvirknisvæða uppsetningar.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 18:38
af Bourne
Mjög jákvætt. Ég er búinn að reyna að skipta í þrígang yfir í Linux yfir árin en hef alltaf þurft að fara strax aftur í W.
Maður vonar að svona framtak bæti stuðning við allan fjandann.

Windows er að breytast í subscription módel, kemur með hellings bloatware og er í 100% samstarfi við PRSIM þannig að öllum líkindum getur hver sem er hjá NSA séð hvað sem er í tölvunni þinni (mjög líkalega ástæða þess að ríkisstjórnir um allan heim vilji skipta).

Mér finnst þetta ekki bara spurning um að vera einfalt í uppsetningu heldur verða hlutirnir að virka líka. Dealbreaker-inn síðast var touchpad-ið í XPS 15 hjá mér var glitchy og bluetooth heyrnartólin mín, bæði sony og apple virkuðu mjög illa. Screen scaling virkaði ekki baun þannig að ef þú ert með lítinn high res skjá er þetta frekar glatað... etc... Eins og staðan er núna sé ég Linux bara fyrir skrifstofuvinnu og gagna/server-vinnslu.... og yfirleitt þarftu eitthvað legacy hardware með heila klabinu.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 19:51
af Stuffz
"The ministry first plans to test the waters with a pilot test to explore and expose any potential compatibility and security issues."

eru þeir ekki bara að fiska eftir betri díl eins og alltaf í þessum pólitíska efnahagspóker.

enda ekki eins auðvelt og að segja það að gera 3.3 milljón opinbera starfsmenn fullfæra á annað stýrikerfi einn tveir og þrír.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 20:14
af Hjaltiatla
Stuffz skrifaði:"The ministry first plans to test the waters with a pilot test to explore and expose any potential compatibility and security issues."

eru þeir ekki bara að fiska eftir betri díl eins og alltaf í þessum pólitíska efnahagspóker.

enda ekki eins auðvelt og að segja það að gera 3.3 milljón opinbera starfsmenn fullfæra á annað stýrikerfi einn tveir og þrír.
Eru Pottþétt að spila einhvern póker, þetta verður aldrei gert á einu bretti. Hins vegar er landslagið að breytast mjög hratt og ef S-Kórea telur sig betur borgið með Open source lausnir vs closed source þá getur það spilað stórt hlutverk. En peningar eru alltaf faktor í svona stórum ákvörðunum að halda annað er barnaskapur. Ísland ætti að gera það sama til að skapa sér betri samningstöðu.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Mán 17. Feb 2020 23:21
af worghal
vonandi fer þetta betur enn í Munich :lol:

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Þri 18. Feb 2020 09:59
af Hjaltiatla
worghal skrifaði:vonandi fer þetta betur enn í Munich :lol:
Já vonandi :D
Mín skoðun er samt sem áður að Þjóðverjar sitja ennþá á reynslu við að taka Test-pilot við að innleiða Linux inní sitt umhverfi og geta vegið og metið stöðuna hvað hentar hverju sinni.
Mín persónulega skoðun er að það væri mun farsælla að kaupa support samning við eitthvað mainstream distro frekar en að forka (þó það sé alltaf gott að hafa þann valmöguleika á borðinu).

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Þri 18. Feb 2020 12:18
af Hauxon
Til að Linux fari að vera raunverulegur valkostur þá verða helstu forrit að keyra native á Linux. Ég setti Ubuntu desktop á vinnutölvuna mína fyrir nokkrum árum en gafst upp á endanum þar sem ég var alltaf í veseni þar sem Adobe sér ekki ástæðu til að bjóða upp á Linux útgáfur af sínum hugbúnaði. Það er því miður himinn og hafsjór á milli Gimp og Photoshop.

Re: Suður kórea að skipta 3.3 milj pc úr Windows yfir í Linux?

Sent: Þri 18. Feb 2020 12:39
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Til að Linux fari að vera raunverulegur valkostur þá verða helstu forrit að keyra native á Linux. Ég setti Ubuntu desktop á vinnutölvuna mína fyrir nokkrum árum en gafst upp á endanum þar sem ég var alltaf í veseni þar sem Adobe sér ekki ástæðu til að bjóða upp á Linux útgáfur af sínum hugbúnaði. Það er því miður himinn og hafsjór á milli Gimp og Photoshop.
Það gerist hægt og rólega að Mainstream forrit detti inn t.d seinast Microsoft Teams,Evernote, Edge browserinn etc.
Aðal hausverkurinn er að mínu mati það vantar native Onedrive client,Google drive client (gerði það að verkum að ég vinn meira í browsernum).
Ég er t.d að nota Web based office application(office365) og nota Freeoffice native á Ubuntu og nota Rclone til að synca gögnum yfir í Onedrive.

Það er alltaf hægt að leysa jaðartilfelli með Citrix virtual apps, VDI eða einhverju álíka (Windows 10 er einnig í boði í Azure).
Held samt að þróunin sé á þann veg að Web application eða öpp á snjalltækjum ráði alfarið ferðinni í dag ( þó það sé alltaf eitthvað af forritum sem betra er að keyra native-ly).