Síða 1 af 1

Uppfæra SSD

Sent: Sun 09. Feb 2020 23:08
af falcon1
Góðan daginn,

mig langar til þess að uppfæra SSD drifið sem er í tölvunni minni sem er nú orðin dáldið gömul (keypt 2012). Hún er með Asus P8z77-v lx móðurborð þannig að ég veit ekkert hvað af þessum SSD drifum passar fyrir það. Það er SSD drif í tölvunni núna sem ég nota undir stýrikerfið og forrit en það er bara orðið alltof lítið - er bara 120gb. Held að það sé first generation af þessum SSD drifum.

Hvað mynduð þið mæla með? Kannski borgar sig bara að fara í nýja tölvu?

Tek það fram að tölvan virkar alveg þokkalega fyrir utan plássleysi á stýrikerfisdrifinu.

Re: Uppfæra SSD

Sent: Sun 09. Feb 2020 23:54
af andriki
Getur notað alla standard 2.5 ssd diska, en ekki m.2 diska. annars er það bara persónulegt hvort þér finnst þú þurfa fara í nýja vél eða bara eth upgrade á þessari fer bara eftir því hvað þú þarft að nota tölvunna þína í.

Re: Uppfæra SSD

Sent: Mán 10. Feb 2020 01:13
af Baldurmar
Það eru 6Gbps SATA tengi á þessu móðurborði.
Nýr 2.5” SSD væri því bestu kaupin fyrir þig. Ég myndi kaupa 512gb disk.
Ef að þú ert að pæla að fara uppfæra á “næstunni”, þá gætir þú sett 256gb M.2 sem stýrikerfis í þann pakka og notað 2.5” diskinn sem gagna/install disk

Re: Uppfæra SSD

Sent: Fös 06. Mar 2020 23:15
af falcon1
Ok, búinn að kaupa SSD drif til að koma í staðinn fyrir núverandi SSD stýrikerfis- og forritadrif. Þá er vandamálið að koma því í tölvuna og rústa ekki stýrikerfinu og einhverju fleiru í leiðinni. :D Hvernig er best að gera þetta?

Re: Uppfæra SSD

Sent: Fös 06. Mar 2020 23:42
af pepsico
Einfaldast væri að nota hann bara sem gagnadisk og kalla það gott, best að mínu mati væri að taka hinn úr sambandi meðan þú setur upp ferska uppsetningu af stýrikerfinu á nýja, setja öll forrit og slíkt upp aftur, tengja gamla aftur og færa bara gögnin sem þú vilt geyma af gamla drifinu inn á nýja drifið, en það tekur tíma, og þú getur líka notað eitthvað forrit til að klóna gömlu uppsetninguna yfir á nýja drifið. En það er alveg hægt að klúðra þessu síðasta og þ.a.l. erfiðara að mæla með því fyrir óreynda.