Síða 1 af 1

LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Þri 07. Jan 2020 22:30
af cure
Góða kvöldið \:D/ ég var að kaupa 3xLL120 viftur í viðbót til þess að setja framan á kassann hinar 3 sem voru þar fyrir snéri eg við og ætla að láta þær blása útúr kassanum að ofan og aftan.. það koma 2 snúrur úr hverri viftu önnur þeirra fer í RGB fan hub sum fylgdi með þeim, en hin á að fara í móðurborðið í SYS_FAN en þær eru 6 total ](*,)
og ekki svona mörg SYS_FAN plug á móðurborðinu
hvernig væri best fyrir mig að tækla þetta
Kv. einn sem verður væntanlega með nokkrar spurningar á næstunni þvi eg er að setja saman vél :baby

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 08:06
af halipuz1
Ég myndi fá þér commander pro frá corsair.

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 08:31
af Frussi
Keyptiru pakka með þremur? Ef svo er, fylgdi ekki með hub fyrir 6 viftur?

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 08:33
af addon
halipuz1 skrifaði:Ég myndi fá þér commander pro frá corsair.
já þetta... commander pro er basically hannaður nákvæmlega fyrir þetta en það mætti halda að þetta litla basic bitch circuit board hafi verið 10 ár í hönnun m.v. verðið á þessu.
annars er hægt að kaupa fan splittera á klink utan úr heimi, gæti jafnvel fengist í einhverri búð hérna heima en nenni ekki að leita.
mig minnir að það sé ekki mælt með að keyra fleyri en 2-3 viftur af einu mobo tengi samt, og ef þetta eru PWM viftur eins og mig minnir þarf bara "signal" fá einni viftu þannig að ekki láta þér bregða þótt splitterinn hafi bara 3 víra í seinni vifturnar

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 08:34
af Alfa
Ódýrasta lausnin er sennilega að kaupa Y splitter, t.d. er TL með svoleiðis á 695 kr, þá ertu allavega komin með 2 viftur á einn Sys Fan header. Ef þú ert með 3 headera og kaupir 3 splittera ertu safe. Eða Commander Pro eins og nefndur er hér fyrir ofan. Persónulega pantaði ég á Ebay 3 in 1 (4 pin)splitter, því engin búð virtist geta dottið í hug að eiga það á sínum tíma hérna á klakanum.

https://www.tl.is/product/viftudeilir-f ... m-y-kapall

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 09:21
af halipuz1
addon skrifaði:
halipuz1 skrifaði:Ég myndi fá þér commander pro frá corsair.
já þetta... commander pro er basically hannaður nákvæmlega fyrir þetta en það mætti halda að þetta litla basic bitch circuit board hafi verið 10 ár í hönnun m.v. verðið á þessu.
annars er hægt að kaupa fan splittera á klink utan úr heimi, gæti jafnvel fengist í einhverri búð hérna heima en nenni ekki að leita.
mig minnir að það sé ekki mælt með að keyra fleyri en 2-3 viftur af einu mobo tengi samt, og ef þetta eru PWM viftur eins og mig minnir þarf bara "signal" fá einni viftu þannig að ekki láta þér bregða þótt splitterinn hafi bara 3 víra í seinni vifturnar
Rétt, verðið er frekar dýrt, corsair eru dýrir, þannig þá eru þeir extra dýrir hér heima líka.

En ég sé allavega ekki eftir kaupunum! Er með svona og finnst þetta snilld. :happy :hjarta

Re: LL120 RGB viftu tengingar hjálp

Sent: Mið 08. Jan 2020 10:24
af cure
jú þessi hub sem fylgdi viftunum er bara fyrir RGB lýsinguna ætla að græja þetta með svona Y splitter \:D/ takk kærlega fyrir hjálpina :megasmile