Síða 1 af 1

Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Þri 07. Jan 2020 20:19
af Cozmic
Fór aðeins að forvitnast hvað þessar dollur eru að kosta úti og brá ansi við verðálaginu hér heima og fór að pæla hvernig reglurnar í kringum þetta væri.

Man nú í denn að eg keypti vape djús með nikotíni erlendis noproblem svo lengi sem það stóðst við " mánaðalegan skammt fyrir einstakling " eða eitthvað álíka sem var minnir mig 100mg af x miklu nikotíni eða whatever. Hefur eitthver hér prófað að panta skruf eða lyft af netinu með eitthverjum árangri ?

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Þri 07. Jan 2020 20:27
af HalistaX
Myndi imo nota bara Snus.is, verðin þeirra eru mjög decent.

https://snus.is/collections/pakkatilbod ... akkatilbod

11 dollur á 11k? Það hljómar bara mjög vel ef þú spyrð mig! :D

Annars er stykkið á 1200kr, eða svo sýnist mér. Getur örugglega fengið stykkið niður í 600-800kr ef þú flytur þetta inn sjálfur, en ég meina, er það ekki bara tómt vesen? :P

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Þri 07. Jan 2020 20:36
af Cozmic
HalistaX skrifaði:Myndi imo nota bara Snus.is, verðin þeirra eru mjög decent.

https://snus.is/collections/pakkatilbod ... akkatilbod

11 dollur á 11k? Það hljómar bara mjög vel ef þú spyrð mig! :D

Annars er stykkið á 1200kr, eða svo sýnist mér. Getur örugglega fengið stykkið niður í 600-800kr ef þú flytur þetta inn sjálfur, en ég meina, er það ekki bara tómt vesen? :P
Hljómar ekki slæmt fyrr en maður sér sömu týpuna á 4200kr 10 stykki úti í Swe :popeyed

En hef ekki grænan um skatt og tollinn á þessu eða hvort 10 stykki i einu sé leyfilegt en ef svo væri og maður tæki dæmi að heildarverð væri rúmur 7000 kall þá væri þetta ríflega 60þúsund i sparnað á ári sem hljómar ekki leiðinlega.

En alltí allt eru þetta bara pælingar og freistingin um meira úrval haha =P~

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Þri 07. Jan 2020 22:52
af Lexxinn
Lyft getur þú pantað á snusdirect.eu eða queenofsnus.com - komið heim til landsins með öllum tollum og gjöldum á 700-800kr dollan, ekkert vesen.

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Mið 10. Mar 2021 09:22
af david.arnarson
Held að verðið hérna heima sé bara orðið nokkuð gott samanborðið við erlendar síður.

Verðið á snusdirect.eu
Mynd

Færð þessi brönd, LYFT, LOOP, Scruf, White Fox, öll á betra verði (700-800 kr.) í flestum snus búðum hérna heima.
Samkeppnin klárlega að keyra verðið vel niður :megasmile

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Mið 10. Mar 2021 10:03
af Haraldur25
Ég kaupi í gamla Snæland. Allar dollur á 800 kr og sumar á 500 kr eins og paz

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Mið 10. Mar 2021 12:18
af MeanGreen
Nota ekki nikotínpúða en veit um suma sem kaupa héðan: https://piknik.is/collections/fimman

Re: Kaupa nikotínpúða erlendis ?

Sent: Mið 10. Mar 2021 16:12
af BudIcer
Þykir líklegt að https://nikita.is/ séu með bestu verðin, fæ hvergi annarsstaðar bláan fox á 599kr.