Síða 1 af 1

Loksins loksins :)

Sent: Lau 30. Apr 2005 00:32
af Snorrmund
Jæja gamla settið ætlar að uppfæra vélina og er mjög mikið að spá í superturni frá tölvulistanum á 39þúsund.. En ég sagði þeim að þetta skjákort er alveg jafn gott(slæmt) og þeirra kort sem er FX5200 og ég sagði að það gæti vel verið að það væri svipað dýrt að raða saman sjálfur..
það sem ég er að leita eftir er:
Móðurborð,
bara eitthvað sem virkar og er hraðvirkt..

harður diskur
Einhver ágætlega stór(helst 100gb+) og á ekkert eftir að bregaðst eins og 40gb ibm deathstar

örgjörvi
AMD64? Intel 478? skiptir litlu þarsem þessi tölva verður lítið notuð í leiki heldur aðalega í skoða hitt og skoða þetta.. En hún þarf samt helst að ráða við svona ágætlega þunga vinnslu eins og Photohop(eigum mikið af gömlum myndum sem pabbi er oft að reyna að "snyrta")

minni
Eitthvað hraðvirkt.. Ekkert xtra low timing 1000mhz minni á 500þúsund :) bara eitthvað 400mhz DDr dóterí

turnkassi
Einhver lítill og fallegur með aflgjafa og er ekki verra þó hann sé svolítið dökkur..

Sent: Lau 30. Apr 2005 11:18
af kristjanm
Hvað má þetta kosta?

Re: Loksins loksins :)

Sent: Lau 30. Apr 2005 11:52
af gnarr
kristjanm:
Snorrmund skrifaði:...er mjög mikið að spá í superturni frá tölvulistanum á 39þúsund.. ...ég sagði að það gæti vel verið að það væri svipað dýrt að raða saman sjálfur..
Snorrmund skrifaði: ...En ég sagði þeim að þetta skjákort er alveg jafn gott(slæmt) og þeirra kort sem er FX5200...

örgjörvi
AMD64? Intel 478? skiptir litlu þarsem þessi tölva verður lítið notuð í leiki heldur aðalega í skoða hitt og skoða þetta.. En hún þarf samt helst að ráða við svona ágætlega þunga vinnslu eins og Photohop(eigum mikið af gömlum myndum sem pabbi er oft að reyna að "snyrta")
þú ert að hugsa þetta alveg kolvitlaust. Það er einmit örgjörfinn sem skiptir mestu máli í "ekki leikjatölvum". Það sem að skiptir ekki mali er einmit skjákortið.

Það sem þú vilt gera til að búa til góða og ódýra desktop vél er að taka góðann örgjörfa, mikið minni og helst innbyggt skjákort eða mjög ódýrt skjákort.

hugmynd:

örgjörfi AMD64 3000+ retail - 15.624kr
MSI RS480M2-IL ATI XPRESS200 með onboard hljóð og video - 13.775
2 * 512MB DDR400 noname minni - 7.384kr
Target Artemis Series kassi með 300w aflgjafa - 3.510kr

= 40.293kr hjá computer.is
og svo finna notaðann harðann disk fyrir 3000kall á partalistanum.

ég myndi segja að þetta væri MIKLU betra en súper turninn hjá tölvulistanum.
súper turn skrifaði:Örgjörvi - 2500+ AMD Sempron með 384k flýtiminni og Hyper Transport
Örgjörvavifta - Mjög hljóðlát og góð 2500 snúninga örgjörva kælivifta
Móðurborð - MSI K7N2GM2-LSR 400FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x
Vinnsluminni - 512MB DDR 400MHz hágæða minni frá Corsair með lífstíðarábyrgð
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR33, AGP8x og TV-út tengi
Harðdiskur - 160 GB 7200rpm "Special Edition" með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, ýmis hugbúnaður og fleira gott

Sent: Lau 30. Apr 2005 12:22
af wICE_man
Setti þetta saman hjá @tt:

1 x MSI K8NM NEO FISRB - AMD64, M-ATX, nForce3
2xDDR400, SATA Raid, Gb. Lan, 8xUSB2, 7.1 hljóðk., S754
1 x Amd Athlon 64 3000+ (2.0GHz)
Socket754, 640K cache, HyperTransport, 1600FSB, Retail
1 x Minni, 512MB DDR400
184pin, PC3200, 400mhz. Sérpanta
1 x 160 GB, Hitachi
8mb buffer, 7200rpm
1 x Microstar ATI Radeon RX9250
128MB DDR, TV-Out AGP
1 x Artemis SA556
Middle Tower turnkassi 300W, 2xUSB2 við framhlið

Samtals 42.400.-

Sent: Lau 30. Apr 2005 12:56
af gnarr
fín tölva fyrir þennann pening :)

annars er þessi sem ég setti saman s939. svo það er séns að uppfæra han í dual-core seinna, og hún er líka með dual channel minnisstýringu.

wICE: settiru 1GB af minni eða 512MB ?

Sent: Lau 30. Apr 2005 16:30
af wICE_man
512MB ættu að vera nóg í bili, ég vildi halda mig eins nálægt 40000 kallinum og mögulegt var fyrir allt nýtt

Það er alveg spurning um að skipta út móbói, örgjörva og skjákorti fyrir móbóið og örran sem þú varst með í huga og bæta við 512MB af minni án þess að fara upp fyrir 50.000

Það væri e.t.v gáfulegra til lengri tíma litið. Svo er ekkert sem bannar að keyra S939 móðurborð á 1X512 MB kubb til að byrja með og bæta síðan við öðrum þegar menn vilja meiri hraða.

Sent: Sun 01. Maí 2005 12:01
af Snorrmund
Gnarr og wICE_man: Ég er með 512mb af minni sem er andskoti nóg fyrir mig og þá á það að vera andskoti nóg fyrir þau.. Þau nota eins og ég sagði firefox outlook og pabbi notar smá photoshop og er stundum eitthvað að kortast með einhverjum landakortaforritum.. En ananrs, þá vantar ekki skjákort.. Ætla bara nota FX5200, En eitt annnað ég heyrði alltaf að intel væru góðir fyrir vinnu og amd64 fyrir leiki.. Þið völduð báðir Amd64 afhverju? er það kannski bara því að hann er ódýrari en intell..
En annars þá ætti flest allt að duga þeim þarsem að þeim finnst núverandi tölva svo æðisleg, AMDk6-2 450mhz, 512mb af sdr minni og FX5200, Þeim langar helst í tölvu sem þau þurfa ekki að uppfæra mikið næstu árin :)

Sent: Sun 01. Maí 2005 12:19
af wICE_man
Intel eru góðir fyrir hljóðvinnslu og myndvinnslu, þó fer það alltaf eftir forritum t.d. virkar LAME hraðar á Athlon64 örgjörvum. En í skrifstofuvinnslu þá er Athloninn betri að flestu leyti nema að foreldrar þínir séu eitthvað að multitaska. Síðast en ekki síst er Athloninn betri fyrir budduna.

Sent: Mán 02. Maí 2005 14:30
af Snorrmund
160 GB, Western Digital "Special Edition"
ATA100, 8mb buffer, 7200rpm, Fluid bearing hvernig er þessi hdd?

wICE_man skrifaði:Intel eru góðir fyrir hljóðvinnslu og myndvinnslu, þó fer það alltaf eftir forritum t.d. virkar LAME hraðar á Athlon64 örgjörvum. En í skrifstofuvinnslu þá er Athloninn betri að flestu leyti nema að foreldrar þínir séu eitthvað að multitaska. Síðast en ekki síst er Athloninn betri fyrir budduna.
Ef að ég myndi spyrja pabba hvað multi task er þá myndi hann svara mér með einhverju svona "er það þegar ég er með mörg töb opin í firefox " :D Annars kann hann svona ágætlega mikið á tölvur miðað við mann á fimmtugsaldrinum.. En annars þá ákvað ég að kaupa þetta sem gnarr benti á nema bara frá att.is þarsem mér sýnist þeir vera með svipuð verð..

AMD Athlon 64 3000+, 1,8GHz
Socket 939, 640KB cache, Retail
15.450.-

MSI RS480M2-IL - RS480, M-ATX
DDR400, Radeon Xpress 200, SATA Raid, hljóðk.,netk., PCI-Ex16, S939
13.950.-

Artemis SA556
Middle Tower turnkassi 300W, 2xUSB2 við framhlið
3.950.-

Corsair ValueSelect 512MB DDR400
184pin, PC3200, 400MHz, CL3, Lífstíðarábyrgð
5.450.-
Alls. 38.800.-

Mér sýnist þetta bara vera krónubaráttan.. En annars, þá keypti ég 512mb af minni frá corsair sem er vonandi betra en 2x 512 noname.. Og þá er það bara pæling með harðan disk..