Vildi láta ykkur vita af því að það er hægt að setja upp Windows server hjá hetzner á VPS-unum þeirra.
Var að prófa á 6 evru og 11 evru VPS-unum og það svínvirkar með þessari aðferð.
Eflaust fínt fyrir forritara sem eru mikið að vinna í Windows umhverfi (kemur með óvirkjuðu Windows server leyfi).
Re: Ódýr Windows server vps hjá Hetzner
Sent: Fim 19. Des 2019 22:06
af AntiTrust
Ég er búinn að vera að keyra tugi root (e. physical) Windows servera síðustu ár og hef ekkert nema góða hluti um þá að segja, góð verð, hröð þjónusta og solid hraði til Íslands, bæði frá gagnaverunum þeirra í Finnlandi og Þýskalandi.
Re: Ódýr Windows server vps hjá Hetzner
Sent: Fim 19. Des 2019 22:11
af Hjaltiatla
AntiTrust skrifaði:Ég er búinn að vera að keyra tugi root (e. physical) Windows servera síðustu ár og hef ekkert nema góða hluti um þá að segja, góð verð, hröð þjónusta og solid hraði til Íslands, bæði frá gagnaverunum þeirra í Finnlandi og Þýskalandi.
Gott mál, er búinn að vera skoða þessa dedicated servera og þeir líta vel út. Gæti tekið uppá því að setja upp proxmox á eina dollu.
Þarf samt eitthvað að kynna mér networking málin hjá þeim , var að skoða t.d á vps-unum að bæta við internal routing milli tveggja véla og það er/var smá maus en reikna með að það skýrist. Finnst soldið overkill að þurfa að búa til overlay network hjá sama provider https://github.com/slackhq/nebula
Re: Ódýr Windows server vps hjá Hetzner
Sent: Fim 19. Des 2019 23:28
af AntiTrust
Þú getur búið til vSwitch í viðmótinu þeirra og sett root vélar á VLAN - hef ekki prufað það ennþá en ætti að vera þokkalega straightforward.
Re: Ódýr Windows server vps hjá Hetzner
Sent: Fim 19. Des 2019 23:38
af Hjaltiatla
AntiTrust skrifaði:Þú getur búið til vSwitch í viðmótinu þeirra og sett root vélar á VLAN - hef ekki prufað það ennþá en ætti að vera þokkalega straightforward.
Jamm tók eftir því á feature listanum, væri til í að reyna að halda mér vps meginn ef ég kemst upp með það, það er minni kostnaður og þess háttar. Sýnist að þetta internal routing er í einhverri beta útgáfu á vps-unum hjá þeim:
Reyndar hægt að setja upp pfsense sem router/firewall, gæti mögulega prófað það.(en þá er reyndar alveg jafn einfalt að setja upp Overlay network og standa í smá certificate vinnu). https://community.hetzner.com/tutorials ... hcnetworks
Re: Ódýr Windows server vps hjá Hetzner
Sent: Sun 05. Jan 2020 20:03
af Hjaltiatla
Allavegana, er búinn að vera að keyra 2 linux vps-a þarna inni hjá Hetzner.
Færði Wordpress serverinn minn frá Digital Ocean sem kostaði 5$ á mánuði og borga núna 2.49 evrur fyrir betur speccaða vél.
Setti upp Gitlab server (fyrir mitt prívat stöff) og borga 4.90 evrur á mánuði. Ég prófaði að keyra Gitlab á 2.49 evru vps-inum en það var einfaldlega ekki hægt að vinna á henni þannig (svipuð vél á Digital ocean kostar 20$ á mánuði þá reyndar með stærri ssd disk).
So far so good