Síða 1 af 1

GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 12:36
af OliSkarp
vantar smá fróðleik um skjákort, var að skoða verðskránna og sé að það er lítið sem ekkert um GTX 1080 eða 1070 skjákortin
þar inná, eru þau hætt?? ef svo er hvað væri gott skjákort sem myndi ráða við nýjustu leiki með 16 GB (2x8 GB) 1600 MHz minni (DDR3)
hvaða skjákort mynduð þið mæla með? er ég að fara í 2060 eða? einnig væri sniðugt að fara í 16gb ddr4 minni víst maður er að upgradea
turnin hjá sér??

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 12:52
af SolidFeather
Já þau eru væntanlega hætt í framleiðslu með tilkomu 2xxx seríunnar.

Ég myndi mæla með þessu korti:

https://www.tl.is/product/rog-strix-rtx ... ara-abyrgd

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 13:17
af Dr3dinn
Fer svolítið eftir leikjum.

Margir leikir GPU heavy aðrir CPU heavy. Dæmi. FPS leikir margir runna mest megnis á CPU meðan aðrir reyna bara í GPU.

16gb minni er orðið min requirement i dag myndi eg segja. Enda kostar minni lítið í dag.

Að velja skjákort án þess að vita notkun er svolítið sérstakt nema budgetið bara leyfi dýrasta dótið :)

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 14:48
af OliSkarp
Þannig mynduð þið mæla með 32gb minni?? Ég er alls ekki fróður um þessa hluti og er að reyna gera þetta með hjálp. Langar bara ekki að fara útí eitthvað bull og kaupa lélegt en of dýrt kort. Ég spila líka aðallega first person leiki. Er með gtx 760 kort núna og 8gb minni og löngu komin tími á að skipta því út.

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 14:54
af Njall_L
Til að byrja með væri mjög gott að vita hvaða örgjörva, móðurborð og aflgjafa þú ert með í tölvunni núna. Einnig væri gott að fá einhverja titla yfir leiki sem þú ert að spila eða langar til að spila frekar heldur en bara "first person leiki" eins og hefur komið fram.

Annars er ekki hægt að uppfæra DDR3 í DDR4 eins og þú talar um sem hugmynd að uppfærlslu, ekki nema þú uppfærir móðurborð og örgjörva líka þar að segja. 16GB af vinnsluminni er feikinóg fyrir leiki eins og staðan er í dag, allt yfir því væri ekki að fara að gefa þér nein auka afköst í leikjum svo þú þarft ekki að setja þennan mikla fókus á að uppfæra minnið hjá þér.

EDIT: Væri líka gott að vita hvaða upplausn þig langar að spila í og í hversu mörgum FPS

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 16:17
af OliSkarp
ég er með Intel(R) Core(TM) i-7-4790 CPU @ 3,60GHz örgjörva og Z97M-D3H móðurborð og 700W CN-700 NS 85+ (NltroX nobility series ) aflgjafa,

og leikir eru allt frá Apax, PUBG yfir í FarCray,doom og wolfenstein. mest í þessum online shooters.

eins og ég var að hugsa 16 GB (2x8 GB) 1600 MHz minni og kannski GeForce RTX 2070 8 GB ?? (hver er samt munur á RTX 2070 8 GB og RTX 2070 8 GB super?)

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Þri 17. Des 2019 18:13
af Baddz
Farðu í 2070 super. Hvað sem þú gerir, ekki fara í 2080 TI eða annað slíkt, skil ekki hvernig heilvita maður geti mælt með slíku nema fyrir fólk sem er algjörlega sama um peninga. Vonlaust value í þeim kortum.

Re: GeForce GTX 1080 farið???

Sent: Mið 18. Des 2019 21:23
af OliSkarp
Baddz skrifaði:Farðu í 2070 super. Hvað sem þú gerir, ekki fara í 2080 TI eða annað slíkt, skil ekki hvernig heilvita maður geti mælt með slíku nema fyrir fólk sem er algjörlega sama um peninga. Vonlaust value í þeim kortum.

ahh gott að vita.. takk fyrir það