Síða 1 af 1

Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 18:32
af rapport
Er þetta raunin hjá fleirum?

Neðst er innanlands, svo Dublin, Tromso og að lokum Færeyjar efst.

Er hjá Hringiðunni.
Capture.JPG
Capture.JPG (50.22 KiB) Skoðað 823 sinnum

Re: Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 21:01
af dori
Fínt hérna... Ekkert frábært en ég held að þetta sé bara venjulegt.

Re: Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 21:52
af Nitruz
Veit ekki hvort að það tengist veðri en það er búið að vera slakur hraði, flöktandi ping og jitter hjá mér.
Get ekkert spilað, hoppar upp og niður 70-150ms :thumbsd Síminn ljósleiðari

Re: Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 23:26
af kizi86
er líka búinn að vera að taka eftir frekar óstabílli tengingu til útlanda í kvöld, twitch höktir á svona 5-10 mín fresti í 480p allt betra en það er algerlega óáhorfanlegt, youtube nær ekki að halda í við böfferinn (1080p) og fleira, facebook vidjó loadast seint eða bara alls ekki, og margar erlendar síður áttu í erfiðleikum með að hlaða sig upp í tölvunni hjá mér. er líka hjá hringiðunni

Re: Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 23:29
af rapport
Þetta hefur ekkert breyst hér á bæ...
Capture.JPG
Capture.JPG (28.39 KiB) Skoðað 646 sinnum

Re: Nettenging við útlönd í vonda veðrinu

Sent: Þri 10. Des 2019 23:47
af netkaffi
Rafmagnið búið að fara oft og lengi af við Selfoss en 4 G netið virkar bara eins og ekkert hafi úr skorið. Maður er bara í símanum á netinu í baði enda kalt í húsinu.