Síða 1 af 1

VHS yfir á stafrænt

Sent: Þri 03. Des 2019 17:50
af simmisj
Sæl/l.
Ég hef fundið nokrar VHS spólur heima og langar endilega til að koma þessu á stafrænt form. Ein spólan er til dæmis frá 2001 þegar að ég og bróðir minn förum í kúlu sem skýst uppí loftið. Massa gaman. :)
Allaveganna, þessar þjónustur sem bjóða uppá þetta rukka mikinn pening fyrir þetta og maður fer til þeirra ef ekkert annað er í boði. Þannig að ég er að vellta því fyrir mér hvort einhver eigi svona VHS usb dongle sem tekur analog merkið frá VHS spilara og tengir það við tölvu sem ég mætti hugsanlega fá lánað frítt eða gegn vægu gjaldi í nokkra daga. Það væri æðislegt!

Einn vongóður

Re: VHS yfir á stafrænt

Sent: Mið 04. Des 2019 01:37
af Sam
Spólan frá 2001 er þá 18 ára gömul. Ég tók þetta af síðu fotomax.is.

"Myndbönd eyðast með tímanum og í hvert sinn sem horft er á þau. Þau geta farið að skemmast eftir aðeins 10 ár! Það þýðir að myndirnar sem við tókum af börnunum okkar fara að láta á sjá þegar þau eru að byrja í framhaldsskóla! Ekki aðeins myndin heldur einnig hljóðið gefur sig með tímanum. Stundum hverfur hljóðið alveg"

http://fotomax.is/scanning-service/vide ... frænt-form

Skoðaðu verðin sem þeir eru að bjóða.

Hérna er svo USB dongle sem kostar það sama og að fá yfirfært 240 mínutur af efni hjá fotomax https://www.computer.is/is/products/klippikort-usb

Þetta tæki https://att.is/product/manhattan-audio-video-grabber kostar svo á við 300 mínutna færslu hjá fotomax

Re: VHS yfir á stafrænt

Sent: Mið 04. Des 2019 08:17
af g0tlife
Fór um daginn í Bergvík með litla spólu sem var tekin upp árið 1988. Græjuðu þetta á DVD og usb lykil fyrir mig á nokkrum dögum. Frábært hljóð og myndgæði.

https://bergvik.is/?page_id=243

Re: VHS yfir á stafrænt

Sent: Mið 04. Des 2019 08:36
af Benzmann
ég er að færa svona yfir þessa dagana.
faðir minn var mjög mikið með myndavélina á fyrri árum.
öll afmæli frá 1 árs til 15 ára, fermingar, öll jól, öll sumarfrí á þessu tímabili einnig.

Ég er að nota Elgato HD60 Pro til að færa þetta yfir.
er með VHS tæki með scart, sem ég tengi við merkjabreytu, sem breytr SCART yfir í HDMI, sem ég tengi svo inn á elgato kortið mitt.
Virkar smoothless.

Þessi merkjabreyta sem ég er með upscalar efninu einnig í 1080 50fps, þannig að efnið er alveg vel áhorfanlegt í 4k sjónvarpi.

Re: VHS yfir á stafrænt

Sent: Lau 07. Des 2019 14:06
af simmisj
Ég endaði á því að kaupa mér usb tæki sem yfirfærir þetta á 6þús krónur og kapla á 1þús. Fann VHS tæki í góða hirðinum á 500 kall. 7500 krónur fyrir rúmlega 6 tíma af efni og smá vinna. Held að ég slapp nokkuð vel þar :) Hefði kostað tæplega 20k ef ég hefði keypt mér hjá einhverjum "professional" aðila. Svo get ég notað þetta á fleirri VHS spólur í framtíðinni. Er nokkuð viss um að fjölskylda og vinir vilji fá VHS yfirfært.

Gæðin eru bara fín. Þetta voru spólur í fullkomnu ásigkomulagi. Semsagt, það hafði bara verið tekið uppá þær einusinni, aldrei spilað tilbaka, geymt í boxi í skáp í upprunnalegu hulstri. Eins fullkomið og getur gerst.

Ef einhverjum vantar að setja VHS yfir á stafrænt þá má allveg reyna að hafa samband hérna og við gætum komist að einhverju samkomulagi á að fá búnaðinn lánaðann eða eitthvað.

Kveðja

Re: VHS yfir á stafrænt

Sent: Fim 12. Des 2019 15:19
af kusi
Vitið þið hvar hægt væri að verða sér úti um "mini VHS" eða VHS-C í VHS breyti?

Sé þetta t.d. á amazon en var að hugsa hvort það væru einhverjar búðir með þetta hér.
Mynd