Mig langaði til að nota póstbox en skilmálarnir voru í rugli hjá Póstinum, sbr. neðangreind samskipti við þjónustufulltrúa Póstsins, ég gafst upp eftir síðasta póstinn sem sjá má hér að neðan. Ég treysti Póstinum ekki til að fara ekki að opna póstinn minn og skanna hann inn, enda þarf maður að samþykkja skilmála um að þeir megi það.
Vek athygli á næst neðsta póstinum í þessum samskiptum, varðandi að maður þarf að samþykkja skilmála fyrir óskylda þjónustu til geta notað póstbox, en samkvæmt þjónstufulltrúanum gilda þeir skilmálar samt ekki.
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <
postur@postur.is>
Subject: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég var að hugsa um að sækja um aðgang að póstboxi.
Ég vil vekja athygli ykkar á að þið eruð að sýna ranga skilmálasíðu þegar maður sækir um aðgang að póstboxi, það koma upp skilmálar fyrir einhverja þjónustu fyrir skjalavistun og allur textinn snýst um rafræna geymslu á skjölum sbr.
1. Almennt um Möppuna
Mappan er tölvukerfi sem er tengt Netinu til að gera kaupendum kleift að setja gögn inn í kerfið og birta þau fyrir viðskiptavinum sínum í pósthólfum þeirra á Vefnum (Veraldarvefnum).
Ég geri ekki ráð fyrir að þið séuð að senda pakka inn í rafræn pósthólf.
Í skilmálunum er ekki að finna orðið „póstbox“ þannig að þið hljótið að hafa sett inn ranga skilmála. Ef þið nennið megið þið senda mér tölvupóst þegar þið eruð búin að laga þetta.
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:
postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Í möppuna er líka hægt að fá póstinn sinn skannaðan inn. Þess vegna eru þessar upplýsingar þarna.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <
postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
En ég vil ekkert fá póstinn minn skannaðan. Það er líka allt önnur þjónusta en póstbox og ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert samhengi á milli þessara þjónusta. Er ekki hægt að sækja bara um póstbox?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:
postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þú þarft ekki að velja þá þjónustu, ég var bara að útskýra að mappan er fyrir það líka þess vegna eru þessar upplýsingar þarna inná.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <
postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ok. Getur þú leiðbeint með hvernig ég fer að því að sleppa því að samþykkja þessa þjónustu? Ég sé í fljótu bragði ekki hvernig ég kemst áfram án þess að samþykkja þessa skilmála.
Kveðja.
***
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn [mailto:
postur@postur.is]
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll
Þarft ekki að afþakka neitt, það þarf að sækja sérstaklega um að póstur sé skannaður en ef þú vilt skrá þig í póstbox þá gerir þú það þarna inná síðunni.
Með kveðju
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
-------------------------------------------------------------------------------------------------
From: ***
Sent: xxx
To: Internet Pósturinn <
postur@postur.is>
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæl.
Ég skil þetta þá svona:
1) Ég þarf að samþykkja skilmála fyrir þjónustu sem er kölluð Mappan, til að geta skráð mig í þjónustuna Póstbox.
2) Mappan er þó ekkert notuð í tengslum við Póstbox.
3) Það að samþykkja skilmála Möppunnar og skrá sig í hana gefur mér ekki aðgang að þjónustu hennar, heldur aðgang að þjónustunni Póstbox.
4) Ef ég myndi vilja nota þjónustu Möppunnar síðar þarf ég að sækja sérstaklega um það.
Er ofangreint rétt?
Kveðja.
***
------------------------------------------------------------------------------------------------
From: Internet Pósturinn <
postur@postur.is>
Sent: xxx
To: ***
Subject: RE: Bilun í skráningu fyrir Póstbox
Sæll ***,
Mappan og Póstbox vinna saman.
Það þarf að skrá sig í Möppuna til að skrá sig í póstbox. Í möppunni koma þá fram sendingar sem eru stílaðar á þína kennitölu og einnig eru tollskildar sendingar sem stílaðar eru í pósbox greiddar í möppunni.
Bestu kveðjur
***
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI
------------------------------------------------------------------------------------------------