Hvaða mobile (Android/iOS) leikjum mæliði með?
Sent: Mán 02. Des 2019 01:56
Bleller feller,
Hvaða mobile leikjum mæliði með á annað hvort Android eða iOS?
Eitthvað svona smá til þess að drepa tímann, you know?
Er sjálfur með AFK Arena, Harvest Land, Pewdiepie's Pixelings og PDP's Tuber Simulator.
Sko... Byrjaði fyrst bara með Tuber Simulator en í honum þarf maður, eins og í öllum mobile leikjum, að eiga svona premium currency og var tilboð einu sinni að ef maður myndi vinna level 47 í AFK Arena þá fengi maður nokkra BUX, eins og það kallast í Pewdiepie leikjunum. Það var allt gott og blessað þannig að ég sótti AFK Arena, en komst fljótt að því að það er ekkert level 47 í AFK Arena en það var um seinann, ég var orðinn hooked á þeim leik og ákvað að henda honum ekki í ruslið útaf því.
Svo stóð í PDP's Pixelings að ef ég næði level 15 í Harvest Land þá fengi ég ca. 300 BUX í Pixelings. Ég veit, ég veit, ég hef brennt mig á þessu áður, en ég hef svo sem ekkert betra með tímann minn að gera þannig að ég ætla að sjá hvort það sé eitthvað að marka þetta í þetta skiptið....
Mæli með AFK Arena samt, getur skipt um server og gert nýjann aðgang þar ef þú fokkar öllu upp á þeim síðasta... ...er sjálfur núna kominn með tvo aðganga og er að spá í þeim þriðja...
OG JÁ, þessir mobile leikir verða stórkostleg fíkn með tímanum og dagurinn ónýtur ef þú nærð ekki að logga þig inn amk einu sinni á dag og ná í Daily Login reward'ið...
Ef þú, kæri lesandi, ætlar þér útí mobile leikina, þá mæli ég með því að tékka á AFK Arena en ef þú ert svona að spá í því að fara útí mobile leikina þá mæli ég með því að þú hættir þeirri hugsun STRAX, setjir símann þinn í Airplane-Mode og vonir innilega að enginn þurfi að ná í þig símleiðis það sem eftir er því þessi fíkn mín í þessa mobile leiki er orðinn að svo miklu skrímsli að ég get ekki með nokkru móti mælt með því að menn hætti sér útí þennan pakka!
Ég hef eytt peningum í þessa leiki en hef þá reglu að eyða aldrei meira en 1000kr í hvern leik á mánaðar fresti.
Endilega komið með tillögur og segið okkur hinum hvað þið eruð að spila á símunum ykkar!
Hvaða mobile leikjum mæliði með á annað hvort Android eða iOS?
Eitthvað svona smá til þess að drepa tímann, you know?
Er sjálfur með AFK Arena, Harvest Land, Pewdiepie's Pixelings og PDP's Tuber Simulator.
Sko... Byrjaði fyrst bara með Tuber Simulator en í honum þarf maður, eins og í öllum mobile leikjum, að eiga svona premium currency og var tilboð einu sinni að ef maður myndi vinna level 47 í AFK Arena þá fengi maður nokkra BUX, eins og það kallast í Pewdiepie leikjunum. Það var allt gott og blessað þannig að ég sótti AFK Arena, en komst fljótt að því að það er ekkert level 47 í AFK Arena en það var um seinann, ég var orðinn hooked á þeim leik og ákvað að henda honum ekki í ruslið útaf því.
Svo stóð í PDP's Pixelings að ef ég næði level 15 í Harvest Land þá fengi ég ca. 300 BUX í Pixelings. Ég veit, ég veit, ég hef brennt mig á þessu áður, en ég hef svo sem ekkert betra með tímann minn að gera þannig að ég ætla að sjá hvort það sé eitthvað að marka þetta í þetta skiptið....
Mæli með AFK Arena samt, getur skipt um server og gert nýjann aðgang þar ef þú fokkar öllu upp á þeim síðasta... ...er sjálfur núna kominn með tvo aðganga og er að spá í þeim þriðja...
OG JÁ, þessir mobile leikir verða stórkostleg fíkn með tímanum og dagurinn ónýtur ef þú nærð ekki að logga þig inn amk einu sinni á dag og ná í Daily Login reward'ið...
Ef þú, kæri lesandi, ætlar þér útí mobile leikina, þá mæli ég með því að tékka á AFK Arena en ef þú ert svona að spá í því að fara útí mobile leikina þá mæli ég með því að þú hættir þeirri hugsun STRAX, setjir símann þinn í Airplane-Mode og vonir innilega að enginn þurfi að ná í þig símleiðis það sem eftir er því þessi fíkn mín í þessa mobile leiki er orðinn að svo miklu skrímsli að ég get ekki með nokkru móti mælt með því að menn hætti sér útí þennan pakka!
Ég hef eytt peningum í þessa leiki en hef þá reglu að eyða aldrei meira en 1000kr í hvern leik á mánaðar fresti.
Endilega komið með tillögur og segið okkur hinum hvað þið eruð að spila á símunum ykkar!