Síða 1 af 1

Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 10:47
af Butcer
Ég sé t.d á tolvutek.is afslátt af skjákortum er valra nema 10% og flest allt "uppselt" eins og t.d https://tolvutek.is/vara/zotac-gaming-g ... -6gb-gddr6

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 10:51
af Butcer
Sjá þessi "massa" tilboð https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gefor ... -2gb-gddr5
1500 króna afsláttur af 16þús króna vöru
Omg what a steal
https://tolvutek.is/vara/gigabyte-gefor ... -8gb-gddr6
140k kort lækkað í 125.991og nátturlega "uppselt" þar að auki

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 10:57
af Butcer
ÞAð stendur að það eigi að vera 90% afsláttur af einhverjum vörum, en þær eru ekki listaðar. Hvað er á 90% afslátti? Snúrur?

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 11:02
af Njall_L
Butcer skrifaði:ÞAð stendur að það eigi að vera 90% afsláttur af einhverjum vörum, en þær eru ekki listaðar. Hvað er á 90% afslátti? Snúrur?
T.D. hérna https://tolvutek.is/vara/acer-14-sleeve ... 3883415934
2.990kr á fullu verði, nú á 299kr. Bara af því að það er ekki 90% afsláttur af því sem þig langar í þýðir ekki að hann sé ekki til staðar :hmm

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 11:13
af GuðjónR
Eins og langamma sagði alltaf ... if you don't like it don't buy it!

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 11:16
af Butcer
GuðjónR skrifaði:Eins og langamma sagði alltaf ... if you don't like it don't buy it!
Amm en það pirrar mig þegar að það stendur að sé einhver major útsala og eina sem er með alvöru afslátti er dót sem selst ekki.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 11:37
af GuðjónR
Butcer skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Eins og langamma sagði alltaf ... if you don't like it don't buy it!
Amm en það pirrar mig þegar að það stendur að sé einhver major útsala og eina sem er með alvöru afslátti er dót sem selst ekki.
Ég skil þig vel, er að mörgu leiti sammála líka. Það leynist þó eitt og eitt innanum.
Íslendingar eru ekki alveg búnir að átta sig út á hvað þetta gengur, ég var t.d. að panta mér armband að utan með 40% afslætti.
Ég nenni ekki að hlaupa til fyrir 5-15% nema ég hafi á annað borð ætlað að kaupa vöruna eða varan þeimum dýrari.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 11:43
af Sporður
Það er ekki tekið út með sældinni að vera af PC master race.

Rúllandi fín tilboð á PS4 allsstaðar.

Get ekki ímyndað mér af hverju.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 12:19
af gnarr
"Léleg tilboð" þýðir bara að það er lág álagning hjá versluninni.
Ef búð getur haft vörur með 90% afslætti, þá er það vegna þess að það er nálægt 1000% álag á hlutnum til að byrja með.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 13:11
af Labtec
Lélegt tilboð angra mig alls ekki, eðlilegt að flest allt verður á 10-25% max, þetta er nu Ísland

aftur á móti stórar auglýsingar eins og "allt að 70% afsláttur á vörum" svo er bara einn ómerkileg vara á 70% afslátti á meðan allt hitt á 10-20%, finnst mér frekar léleg auglysingabrella

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 13:11
af dori
gnarr skrifaði:"Léleg tilboð" þýðir bara að það er lág álagning hjá versluninni.
Ef búð getur haft vörur með 90% afslætti, þá er það vegna þess að það er nálægt 1000% álag á hlutnum til að byrja með.
Nákvæmlega þetta. Það eru alveg dæmi um að hlutir sem eru ekki "drasl sem selst ekki" séu seldar á fáránlegum afslætti á svona dögum en þá er það alltaf svona "1 stk á mann" eða "bara 20 í boði". Það er engin verslun að fara að kaupa inn stóran lager af vörum til að selja á undir kostnaðarverði þennan dag.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 13:19
af kristo_124
Að fráskildu öllu tölvudóti þá er alveg hægt að gera killer díla á stórum heimilstækjum, langbesti tími ársins í svoleiðis kaup.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 13:39
af Butcer
dori skrifaði:
gnarr skrifaði:"Léleg tilboð" þýðir bara að það er lág álagning hjá versluninni.
Ef búð getur haft vörur með 90% afslætti, þá er það vegna þess að það er nálægt 1000% álag á hlutnum til að byrja með.
Nákvæmlega þetta. Það eru alveg dæmi um að hlutir sem eru ekki "drasl sem selst ekki" séu seldar á fáránlegum afslætti á svona dögum en þá er það alltaf svona "1 stk á mann" eða "bara 20 í boði". Það er engin verslun að fara að kaupa inn stóran lager af vörum til að selja á undir kostnaðarverði þennan dag.
Bt voru einstaklega vondir í þessu einmitt. Auglýstu einhver major 90% tilboð á sjónvörpum og síðan voru kannski 10 til af þeim út á landi . Man eftir biðröðunum sem mynduðust hjá bt út af þessu

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 14:22
af Dropi
Sporður skrifaði:Það er ekki tekið út með sældinni að vera af PC master race.

Rúllandi fín tilboð á PS4 allsstaðar.

Get ekki ímyndað mér af hverju.
Vegna þess að PS4 verður orðin úrelt á sama tíma næsta ári. Verðin á PC íhlutum, aukahlutum ofl er mikið nær raunvirði heldur en það sem tengist leikjatölvum sem er til að byrja með á uppsprengdu verði.

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 16:54
af Dúlli
Var að vonast við að gera góð kaup í verkfærum en þessar helstu búðir eru með flopp verð, Eins og verkfærsalan, betri afsláttur hjá þeim þegar bíllinn kemur heldur en þetta, svipað með fossberg, sindra and so on.

Nældi mér reyndar í 1 Stk sjónvar, Hugsa að þetta hafi verið góð kaup. https://elko.is/lg-75-4k-led-75sm8610

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 22:00
af DJOli
Pirrandi að svo gott sem engar af verslununum hér séu til í að senda til Íslands/lokað á síðurnar fyrir Íslandi út af GDPR/eBay seljendur sem senda ekki hingað osfv.
https://www.reddit.com/r/buildapcsales/

Re: Drasl tilboð á black friday allstaðar?

Sent: Fös 29. Nóv 2019 23:13
af Black
Heyrði eina auglýsingu í dag, minnir að það hafi verið Rekkjan "Black friday tilboð á eldri týpum af rúmum" :hmm
Blackfriday á íslandi er bara rýmingarsala á gömlum hlutum sem seljast ekki, lítið um svaka díla á flotta dótinu.