Síða 1 af 1

Rafmagnshlaupahjól Xiaomi - inngjöf virkar ekki

Sent: Fös 29. Nóv 2019 08:38
af C3PO
Sælir vaktarar

Var að kaupa rafmagnshlaipahjól hjá Nova, Xiaomi handa stráknum í afmælisgjöf. https://www.nova.is/barinn/dotabud/rafmagnshlaupahjol
Við settum græjuna saman í morgun. Allt virðist hafa gengið vel. Virðist vera með einhverja hleðslu, það eru 3 ljós og fjórða blikkar.
Nema það að inngjöfin virkar ekki. Sem sagt það gerist ekki neitt þegar því er gefið inn.

Þarf að gera eitthvað sérstakt til að fá það í gang eða keytpi ég bilaða græju.??? Allt virðist virka nema inngjöfin.

Er að vona þetta sé bara einhver yfirsjón hjá mér.
Leiðinlegt að græjan virki ekki á afmælisdag snúllans. :?

Kannast einhver við svona dæmi??

Kv C

Re: Rafmagnshlaupahjól Xiaomi - inngjöf virkar ekki

Sent: Fös 29. Nóv 2019 08:41
af ColdIce
Allavega með Pro, þá þarf að fara upp í 5km hraða og svo gefa inn til að það fari í gang.
Ekki halda gjöfinni inni fyrr en eftir þann hraða.

Re: Rafmagnshlaupahjól Xiaomi - inngjöf virkar ekki

Sent: Fös 29. Nóv 2019 08:45
af C3PO
ColdIce skrifaði:Allavega með Pro, þá þarf að fara upp í 5km hraða og svo gefa inn til að það fari í gang.
Ekki halda gjöfinni inni fyrr en eftir þann hraða.
TAkk fyrir.
Það gæti verið málið.

Kv C

Re: Rafmagnshlaupahjól Xiaomi - inngjöf virkar ekki

Sent: Fös 29. Nóv 2019 09:51
af hagur
ColdIce skrifaði:Allavega með Pro, þá þarf að fara upp í 5km hraða og svo gefa inn til að það fari í gang.
Ekki halda gjöfinni inni fyrr en eftir þann hraða.
Sama á non-pro. Þú ýtir þér af stað og gefur svo inn :)