Síða 1 af 1
ÓE Ubiquiti access point
Sent: Mið 27. Nóv 2019 09:37
af Gormur11
Er nokkur að selja svona aðgangspunkt? Vantar slíkt ASAP.
Annars er ég á leiðinni til USA um helgina, er kannski málið að finna þetta þar og versla? Einhver með reynslu af því?
Re: ÓE Ubiquiti access point
Sent: Mið 27. Nóv 2019 11:07
af steiniofur
Ég mæli með
https://www.eurodk.com fyrir ubiquiti búnað.
Hef notað þá nokkrum sinnum og þeir eru rock solid.
Þetta er komið 1-2 virkum dögum eftir pöntun þegar þetta er sent með UPS og verðin þarna eru yfirleitt mikið betri en annarstaðar.
Re: ÓE Ubiquiti access point
Sent: Mið 27. Nóv 2019 11:13
af ZoRzEr
steiniofur skrifaði:Ég mæli með
https://www.eurodk.com fyrir ubiquiti búnað.
Hef notað þá nokkrum sinnum og þeir eru rock solid.
Þetta er komið 1-2 virkum dögum eftir pöntun þegar þetta er sent með UPS og verðin þarna eru yfirleitt mikið betri en annarstaðar.
Sammála fyrri ræðumanni.
Re: ÓE Ubiquiti access point
Sent: Mið 27. Nóv 2019 11:19
af Hjaltiatla
Gormur11 skrifaði:
Annars er ég á leiðinni til USA um helgina, er kannski málið að finna þetta þar og versla? Einhver með reynslu af því?
Ætti ekki að vera vandamál að panta af Amazon og t.d láta senda sér á hótelið (Gerði það þegar ég fór til USA fyrir ekki svo löngu síðan).
Ég sótti einfaldlega pakkana niðrí lobbyið (hótel eru orðin vön þessu og bjóða flest uppá þetta).
edit: Öruggast að senda tölvupóst á hótelið áður og fá staðfestingu að þetta sé hægt etc..
edit2: hef ekki kynnt mér hver er munurinn á U.S. Version af þessum access punktum sem ég tek eftir á Amazon kannski einhver hafi svarið við því öllu saman.
Re: ÓE Ubiquiti access point
Sent: Mið 27. Nóv 2019 16:06
af Gormur11
Takk fyrir svörin félagar. Ég pantaði mér eitt stykki sem ég fæ á hótelið til mín.
Skilst að það sé afar lítill munur á US version annað en plöggið á PoE injectorinum sem fylgir með.