Síða 1 af 1

"superturn"

Sent: Lau 23. Apr 2005 00:39
af w.rooney
jæja ég var að kaupa fyrir strák þessa vél hérna, þetta var súperturnstilboð.. en anyways hérna kemur það

...
Örgjörvi - 2500+ AMD Sempron með 384k flýtiminni og Hyper Transport

Örgjörvavifta - Mjög hljóðlát og góð 2500 snúninga örgjörva kælivifta

Móðurborð - MSI K7N2GM2-LSR 400FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x

Vinnsluminni - 512MB DDR 400MHz hágæða minni frá Corsair með lífstíðarábyrgð

Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR33, AGP8x og TV-út tengi

Harðdiskur - 160 GB 7200rpm "Special Edition" með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)

Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið

Annað - Innbyggt 10/100 netkort, ýmis hugbúnaður og fleira gott..

-----------------------

en svo þegar að vélin var komin í hús og maður setti sig í gírinn til að spila gta vice city, þá kom þessi "súpervél" með mendingu að vélin væri ekki með enough video memory... og kom þetta eins og skrattinn úr sauðalæknum... þannig að ég ætlaði að spyrja ykkur snillingana hvað þetta gæti verið..


svo var annað, btw með þessa sömu vél.. var með leik sem heitir alexander og hun sem sagt keyrði upp leikinn, en slökkti svo strax atfur á honum.. fór bara niður.. þá fór ég í device manager og tjekkaði hvað leikurinn væri að taka mikið af minnu og þá fór það upp í 200.000k sem mér þótti bara vera alveg slatti !

en allavega með von um góð og skjót svör. :D

Sent: Lau 23. Apr 2005 01:12
af Yank
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR33, AGP8x og TV-út tengi er innbyggt skjákort á móðurborði álíka gott í leiki og kynlíf með hundi er get ég ímyndað mér.

Sent: Lau 23. Apr 2005 07:04
af fallen
Yank skrifaði:Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR33, AGP8x og TV-út tengi er innbyggt skjákort á móðurborði álíka gott í leiki og kynlíf með hundi er get ég ímyndað mér.
Mynd

Sent: Lau 23. Apr 2005 08:18
af kristjanm
Athugaðu hvort að þú getir ekki breytt video memory í BIOSnum ef að þetta er innbyggt skjákort. Getur prófað að setja það í 128mb.

Annars ættirðu ekkert að búast við því að hún eigi eftir að ráða við nýjustu leikina með innbyggt skjákort.

Sent: Lau 23. Apr 2005 16:53
af wICE_man
Alltaf sorglegt að sjá saklausar óupplýstar sálir vera teknar í bakaríið af tölvubúðum :(

Það er að vísu ekki hægt að gera mikið fyrir 40.000 kall en samt, betur en þetta.

Keyptu þér nýtt skjákort, það er aðalhluturinn til að geta spilað leiki.

Sent: Lau 23. Apr 2005 21:28
af goldfinger
wICE_man skrifaði:Alltaf sorglegt að sjá saklausar óupplýstar sálir vera teknar í bakaríið af tölvubúðum :(
Jamm, mætti halda að það væri í tísku :oops:

Sent: Sun 24. Apr 2005 08:46
af einarsig
hey þetta er ´nú "súperTurn Tilboð" ;) þetta er vél sem ég hefði keypt handa ömmu minni frekar en fermingar drengi

Sent: Lau 14. Maí 2005 12:13
af Gestir
hvað greiddiru mikið fyrir þessá vél ?

þetta er vél sem var top of the line fyrir hátt í 2 árum samt... þannig að

dont get yer hopes up ..

Sent: Lau 14. Maí 2005 12:19
af Birkir
ÓmarSmith skrifaði:hvað greiddiru mikið fyrir þessá vél ?

þetta er vél sem var top of the line fyrir hátt í 2 árum samt... þannig að

dont get yer hopes up ..
Má ég benda þér á að Sempron var ekki komið á markaðinn þá?

P.S. ansi gamall póstur samt :wink: