Síða 1 af 1
Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Mið 23. Okt 2019 21:25
af appel
Jæja, það var kominn tími á að þrífa lyklaborðið mitt. Ryk, drulla, fita og allskonar viðbjóður búinn að safnast saman.
Algjör viðbjóður:
- 1.jpg (187.49 KiB) Skoðað 4638 sinnum
Enn meiri viðbjóður:
- 2.jpg (248.79 KiB) Skoðað 4638 sinnum
Setjið lyklana í skál (má vera stærri) og svo í heitt vatn og uppþvottalögur, látið sitja í nokkrar mínútur, hrærið í.
- 3.jpg (129.95 KiB) Skoðað 4638 sinnum
Þerrið á viskustykki í sólarhring:
- 4.jpg (374.48 KiB) Skoðað 4638 sinnum
Og loka útkoma
- 5.jpg (112.3 KiB) Skoðað 4638 sinnum
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Mið 23. Okt 2019 22:06
af Henjo
Þreif einmitt 11 ára gamla G15 lyklaborðið mitt um helgina (þríf það samt reglugega, síðast fyrir svona tveimur árum)
Hefði átt að taka myndir, Tók alla takkana af eins og þú gerir, þreif undir og svona. Alveg ótrúlegt hversu ógeðslegir hlutirnir geta orðið.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Mið 23. Okt 2019 22:28
af appel
Ég hafði reyndar verið að pússa sparsl og svona í íbúðinni.. þannig að það var mikið þannig ryk... lyklaborðið nær steingrátt.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Mið 23. Okt 2019 22:36
af GuðjónR
appel skrifaði:Ég hafði reyndar verið að pússa sparsl og svona í íbúðinni.. þannig að það var mikið þannig ryk... lyklaborðið nær steingrátt.
hahaha ég hélt þetta væri dautt skinn!
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Mið 23. Okt 2019 22:59
af appel
Ég er ekki úr steini
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 09:09
af GuðjónR
appel skrifaði:Ég er ekki úr steini
Ég veit, þú ert úr járni
Hann heitir Árni og segir doj-joj-joj-joj-joj.
Hann er úr járni, því heyrist doj-joj-joj-joj-joj.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 10:12
af rapport
Ég keypti UV vasaljós fyrir einhverju síðan til að herða resin, en þetta dregur fram alksonar vibba þegar maður lýsir.
- Capture.PNG (379.35 KiB) Skoðað 4377 sinnum
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 11:36
af Moldvarpan
Hhahahhah sælllllll
Þetta eru alvöru butter fingers sem þú ert með.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 14:26
af Runar
Haha.. awesome þrif Appel!
Rapport.. ég.. ég myndi ekki þora gera þetta hjá mér.. útaf.. ástæðum......
Annars keypti ég lyklaborð sem er flatt undir tökkunum.. og ekki svona hola/rými undir þeim.. eins og Appel er með.. til að hafa sem auðveldast að þrífa það og úr málmi og ekki plasti! Erfitt að útskýra þetta.. en linka lyklaborðið til að sjá betur.. vona að þetta skilst
https://www.corsair.com/ww/en/Categorie ... 9110010-KR
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 14:29
af Jón Ragnar
Runar skrifaði:Haha.. awesome þrif Appel!
Rapport.. ég.. ég myndi ekki þora gera þetta hjá mér.. útaf.. ástæðum......
Annars keypti ég lyklaborð sem er flatt undir tökkunum.. og ekki svona hola/rými undir þeim.. eins og Appel er með.. til að hafa sem auðveldast að þrífa það og úr málmi og ekki plasti! Erfitt að útskýra þetta.. en linka lyklaborðið til að sjá betur.. vona að þetta skilst
https://www.corsair.com/ww/en/Categorie ... 9110010-KR[/url]
Þessi linkur virkaði ekki en ég fékk besta 404 skjá ever
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 14:36
af Runar
Ahh.. my bad.. lagaði..
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 17:19
af Black
Ég gubba
Tek takkana af hjá mér reglulega og hendi í uppþvottavélina, hef gert það með öll lyklaborð hjá mér seinastliðin 10 ár
Best að nota svona þvottavéla taupoka svo þeir fari ekki útum allt.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 18:55
af appel
Black skrifaði:Ég gubba
Tek takkana af hjá mér reglulega og hendi í uppþvottavélina, hef gert það með öll lyklaborð hjá mér seinastliðin 10 ár
Best að nota svona þvottavéla taupoka svo þeir fari ekki útum allt.
hitinn í uppþvottavélum gæti verið of hár fyrir suma takka... hætta á að áletrun hverfi myndi ég halda...best að setja bara í volgt vatn með smá sápu.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 18:56
af appel
og já ... bæta við einu tips... takið mynd af lyklaborðinu ÁÐUR en þið takið takkana af... til að vita hvert á að setja þá aftur.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 22:15
af zedro
appel skrifaði:og já ... bæta við einu tips... takið mynd af lyklaborðinu ÁÐUR en þið takið takkana af... til að vita hvert á að setja þá aftur.
Uuuuu hver kann ekki lyklaborðið sitt utan að?
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fim 24. Okt 2019 22:38
af braudrist
appel skrifaði:Jæja, það var kominn tími á að þrífa lyklaborðið mitt. Ryk, drulla, fita og allskonar viðbjóður búinn að safnast saman.
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fös 25. Okt 2019 10:46
af agust1337
Gerði það í sumar, helti helvítis kaffi á lyklaborðið, það var ógeðslegt
Re: Þrífið lyklaborðin ykkar...
Sent: Fös 25. Okt 2019 11:02
af GullMoli
Pro Tip: Ef þið eruð að ryksuga og eigið ryksugustút með hárum á, þá er það algjör snilld til að ryksuga ryk af hlutum.. m.a. lyklaborðum! Muna bara að lækka í soginu áður