Síða 1 af 1

X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 11:06
af Hjaltiatla
Er Einhver á vaktinni búinn að reyna við X220/X230 FHD mod ?
https://nitrocaster.me/store/x220-x230-fhd-mod-kit.html

Er aðallega að velta fyrir mér hvort maður myndi geta bjargað sér (óvanur að sjóða en hef þó prófað í 2-3 skipti og það gekk ágætlega) .



Er búinn að Installa the modified BIOS version 1.46 til að unlocka advanced bios features og versla mér auka HDD caddy til að geta skipt auðveldlega milli Ubuntu og Windows10 Þannig að þetta er rökrétt næsta skref ef ég vill djúsa vélina eitthvað meira upp :)
http://x220.mcdonnelltech.com/resources/


Edit: Og til gamans þá eru hérna svindlmyndir sem ég notaði þegar ég var að setja nýtt Thermal paste á CPU (Teardown á x220 vélinni minni)
https://drive.google.com/drive/folders/ ... aua-NPYKeE

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 12:10
af Sporður
Ég myndi byrja á því að æfa mig duglega áður en ég réðist í þetta og ég myndi útvega mér virkilega góða lóðstöð til að tryggja að lóðunin gengi eins auðveldlega og mögulegt er.

Þetta virkar allt voða einfalt þegar maður horfir á einhvern fagmann lóða en svo kveikir maður á draslinu og nær í tinið og endar með sjóðandi heitan lóðbolta og tin allsstaðar nema þar sem maður vill hafa tinið.

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 12:15
af Hjaltiatla
Sporður skrifaði:Ég myndi byrja á því að æfa mig duglega áður en ég réðist í þetta og ég myndi útvega mér virkilega góða lóðstöð til að tryggja að lóðunin gengi eins auðveldlega og mögulegt er.

Þetta virkar allt voða einfalt þegar maður horfir á einhvern fagmann lóða en svo kveikir maður á draslinu og nær í tinið og endar með sjóðandi heitan lóðbolta og tin allsstaðar nema þar sem maður vill hafa tinið.
Var akkúrat að spá í þetta. Er reyndar með aðra x230 vél (sem mér þykir ekki eins vænt um) sem ég gæti notað í test áður. Mögulega kaupi ég tvö svona mod kits (just in case).
Ég pæli allavegana í þessu. En eru þið með einhverja lóðstöð sem þið mælið með að versla (hagkvæm fyrir hinn almenna fiktara).

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 14:07
af bits
Æfing Æfing Æfing Æfing. Getur t.d. keypt þér ódýr hobby kit í Íhlutum til að æfa þig í að lóða.

Svo er gott að huga að því að vera með gott flux líka.
Þetta er fínn byrjenda pakki:

https://www.amazon.com/Soldering-iron-F ... B075K456K4
- Fínn lóðbolti og aukahlutir

https://www.amazon.com/Soldering-Holder ... 40&sr=8-13
- Standur fyrir lóðboltann

https://www.amazon.com/AMTECH-NC-559-V2 ... 236&sr=8-6
- Mjög gott Flux

Ef þú ert með einvherjar spurningar sendu mér PM, hef lóðað ansi mikið gegnum ævina.

**fyrsti lóðboltinn sem ég linkaði á var 110v, er búinn að laga linkinn.

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 14:14
af bits
Gott aðvera líka með Wick til að fjarlægja tin https://www.amazon.com/CHEMTRONICS-80-3 ... 792&sr=8-5

Getur líka fengið það ódýrt í Íhlutum eða Radíóbæ

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 14:17
af Hjaltiatla
bits skrifaði:Æfing Æfing Æfing Æfing. Getur t.d. keypt þér ódýr hobby kit í Íhlutum til að æfa þig í að lóða.

Svo er gott að huga að því að vera með gott flux líka.
Þetta er fínn byrjenda pakki:

https://www.amazon.com/Soldering-iron-F ... B075K456K4
- Fínn lóðbolti og aukahlutir

https://www.amazon.com/Soldering-Tabige ... 275&sr=8-4
- Hausar á lóðboltann

https://www.amazon.com/Soldering-Holder ... 40&sr=8-13
- Standur fyrir lóðboltann

https://www.amazon.com/AMTECH-NC-559-V2 ... 236&sr=8-6
- Mjög gott Flux

Ef þú ert með einvherjar spurningar sendu mér PM, hef lóðað ansi mikið gegnum ævina.

**fyrsti lóðboltinn sem ég linkaði á var 110v, er búinn að laga linkinn.
Snilld, takk fyrir þetta

Þetta er einmitt hugsað sem ákveðin æfing, á þá líklega eftir að nýta lóðboltann og aukahluti í rpi og arduino verkefni í framtíðinni ef ég versla mér þessa hluti fyrir þetta verkefni.

Ég pinga þig ef ég lendi á einhverjum vegg :happy2

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 19:02
af Sporður
Ég hefði haldið að lóðstöð væri betri en lóðbolti.

Auk þess myndi ég athuga hvort boltinn sé ætlaður til lóðunar á pcb plötum eða bara til að lóða saman víra. Ég á einn 60W bolta og framleiðandinn segir að hann sé of heitur til að nota á pcb borð. Ekki sami og bits benti á og ekki stillanlegur en hafðu þetta allavega í huga.

Mig minnir endilega að fólk hafi bent á Yihua sem tiltölulega góðar fyrir peninginn. Á ekki slíka sjálfur en minnir endilega að Yihua sé klón af einhverju gæðamerki (hakko?).

Re: X220/X230 FHD mod

Sent: Sun 20. Okt 2019 21:14
af bits
Sporður skrifaði:Ég hefði haldið að lóðstöð væri betri en lóðbolti.

Auk þess myndi ég athuga hvort boltinn sé ætlaður til lóðunar á pcb plötum eða bara til að lóða saman víra. Ég á einn 60W bolta og framleiðandinn segir að hann sé of heitur til að nota á pcb borð. Ekki sami og bits benti á og ekki stillanlegur en hafðu þetta allavega í huga.

Mig minnir endilega að fólk hafi bent á Yihua sem tiltölulega góðar fyrir peninginn. Á ekki slíka sjálfur en minnir endilega að Yihua sé klón af einhverju gæðamerki (hakko?).
Lóðstöð er í raun bara lóðbolti með stillanlegum wöttum/hita. Lóðboltinn sem ég linkaði á er með stillanlegu thermal.
Það er rétt að þú mátt ekki keyra 60w+ á viðkvæma SMD hluti og því þessvegna betra að byrja á lágum hita og fikra sig upp þar til þú færð tinið til að flæða vel á því sem þú ert að lóða á. Hinsvegar hef ég notað 80w lóðbolta á SMD hluti því ekkert annað var við hendina á sunnudagskvöldi en þá snerti maður bara mjöööög stutt og það reddaðist.

Yihua eru fínir nema bara að elementin hjá þeim endast ansi stutt og maður þarf alltaf að vera skipta um þau, amk var það þannig á HotAir/Iron combo stöð frá þeim sem ég átti, kannski ekki lengur vandamál í dag.

Sjálfur er ég með Pace ADS200 https://www.amazon.com/PACE-ADS200-Accu ... B07DX7DGRL sem er besta lóðstöð sem ég hef nokkurntíma notað. Þessir direct drive lóðboltar eru snilld, tapa nánast engum hita þótt þú sért að lóða í Ground og hitna einn tveir og bingo og mjög nákvæmir í hita.

Og ef einhver er að spá í Hot air stöð þá get ég ekki mælt nógu mikið með Quick 861DW https://eleshop.eu/quick-861dw-hot-air-station.html búinn að eiga hana í 1,5 ár og hún er snilld, perfect hot air stöð.

Hakko var alveg málið lengi vel, bara svo hrikalega dýrir og komnar sambærilegar ef ekki mikið betri vörur í dag fyrir mun minni pening.