Síða 1 af 1
hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Þri 15. Okt 2019 14:46
af Jon1
Sælir,
ég er að reyna að velja mér hátalara eða soundbar til að nota við tölvu þegar ég nenni ekki að vera með headphones á mér.
Mig langaði að sjá hvort þið hafið einhverjar hugmyndir um hvað ég ætti að skoða .
Eins og er er ég með gamlan lg soundbar sem er byrjaður að suða alvarlega og þarf að skipta út.
ég tala um sound bara út af því að ég er með ultrawide 34" +27" og plássið undir þeim er limited.
usecase er svoldið allt bara. En áhersla á leiki.
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Þri 15. Okt 2019 16:39
af Hauxon
Ég er bara með græjuhátalara annað hvort bookshelf sitthvoru megin við skjáinn á skrifborðinu eða turna á sittthvorum endanum á skrifborðinu. Með smá þolinmæði getur maður fundið afbragðs hátalara og magnara t.d. í Góða Hirðinum. Fann t.d. Modaunt Short bookshelf hátalara á 1500 kr sem eru frábærir. Voru ferlega drullugir og ljótir en eru eins og nýjir eftir smá ást með rakri tusku. Magnarinn er 2x40W 90's Pioneer magnari sem kostaði 3500 kr. og þurfti smá rykhreinsun og kontakt sprey í takkana. Sándar geggjað vel og er einfaldlega OSOM tengt við sub.
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Þri 15. Okt 2019 16:46
af Jon1
það er svona augljósa lausnin að fara í flotta hillu hátalara bara. en ég kem engu mikið stærra en audioengine 2+ á þetta pláss :S ekki nema með miklum breytingum
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Þri 15. Okt 2019 22:47
af Gemini
Ég keypti Harman Kardon Soundsticks einhvern tímann fyrir löngu og hefur það staðið sig með príði fyrir akkúrat svona notkun. í raun það öflugt að það myndi duga líka til að halda partý í svona meðal stórri stofu.
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Mið 16. Okt 2019 11:39
af kusi
Þegar ég hafði pláss fyrir borðtölvu var ég með JBL Control One hátalara við tölvuna, magnarinn var gamall 2x100w RMS Sony. Mjög nettir og öflugir hátalarar en skortir dýpri tóna. Var því með bassabox við hliðina á skrifborðinu. Þetta var kannski svolítið overkill fyrir tölvuhátalara. Dró þetta upp úr kassa um daginn og fór með í partý í litlum sal sem var ekki með hljóðkerfi og verð að segja að þetta dugði vel.
Hef lengi velt því fyrir mér hvort ég ætti að selja þetta þar sem ég nota þetta ekkert og þetta tekur pláss í geymslunni en tími því varla og þar sem ég er hræddur um að fá lítið fyrir þetta.
https://eu.jbl.com/CONTROL+ONE.html
https://www.ebay.com/itm/Aiwa-TS-W60-Ac ... 2897500733
https://www.hifiengine.com/manual_libra ... e305.shtml
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Mið 16. Okt 2019 12:07
af Jon1
Harman stick er eitthvað til að skoða!
Ég á eitthvað af hátalara doti aukalega sem ég gæti skoðað.
Draumurinn væri að geta verið með surround en ég veit ekki með vesenið sem fylgir þvi.
Ein hugmynd var LG sl6y og bak hátalarar.
En ég er hræddur við near field performance a svona sound bars
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Mið 16. Okt 2019 12:45
af SolidFeather
Það er erfitt að stinga uppá einhverju án þess að vita nákvæmlega hvernig aðstaðan er. Ef ég kæmi ekki hátölurum fyrir á skrifborðinu mínu þá myndi ég fá mér hátalarastanda sitthvorumegin við það t.d.:
https://www.gear4music.com/Recording-an ... s-Pair/6PM
Re: hátalara setup fyrir Desktop
Sent: Mið 16. Okt 2019 15:49
af Jon1
á akkúrat þessa standa í geymslunni en ég ákvað að taka mynd til að sýna ykkur hvað ég er að eiga við
þið horfið fram hjá áfengis auglýsinguni og óþrifnaði
eins og kannski sést þá er ekki pláss hliðin á borðinu heldur
þetta eru sirka 22 cm undir skjáina
en mikið pláss hægri vinstri (þaðan kom þessi soundbar pæling)