Síða 1 af 1

"Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Sun 22. Sep 2019 21:32
af appel
Aðalleik­ar­arn­ir yngd­ir um ára­tugi
https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/09 ... m_aratugi/

Þetta var rosalegt. Robert de Niro og Al Pacino líta út einsog þeir voru c.a. 1990, þ.e. nærri 30 árum síðan!


Hérna er Robert de Niro (einsog hann er í dag 2019)
Mynd

og svona er hann í myndinni:
Mynd

Ætli þetta verði framtíðin, leikara-legend verði haldið útlítandi í myndum einsog þeir voru í "prime"? Kannski deyja þeir aldrei!

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Mán 23. Sep 2019 09:50
af kiddi
Já þetta mun verða gert mun oftar en það er ekki þar með sagt að við þurfum ekki á leikurunum að halda lengur, þeir sem er verið að yngja upp þurfa samt sem áður að skila sínum leik fyrir myndavélina, það er ólíklegt að tölvurnar muni nokkurntíman geta hermt eftir hegðun og atgervi leikaranna :)

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Mán 23. Sep 2019 10:05
af GuðjónR
kiddi skrifaði:Já þetta mun verða gert mun oftar en það er ekki þar með sagt að við þurfum ekki á leikurunum að halda lengur, þeir sem er verið að yngja upp þurfa samt sem áður að skila sínum leik fyrir myndavélina, það er ólíklegt að tölvurnar muni nokkurntíman geta hermt eftir hegðun og atgervi leikaranna :)
Ekki fyrr en tölvurnar fara að gera kvikmyndir fyrir aðrar tölvur og maðurinn verður útdauður.

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Mán 23. Sep 2019 13:30
af zedro
GuðjónR skrifaði:Ekki fyrr en tölvurnar fara að gera kvikmyndir fyrir aðrar tölvur og maðurinn verður útdauður.
dsBQ43X.gif
dsBQ43X.gif (369.9 KiB) Skoðað 956 sinnum

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Mán 23. Sep 2019 14:00
af Hjaltiatla
Þetta er víst trend í dag, photoshoppa myndir til að post-a á Instagram, fullt af Online streaming gengi í Kína notar App til að breyta útliti til að lýta betur út til að fá betri gjafir frá aðilum sem eru að fylgjast með þeim.
Jájá , ég er líka alltaf tvítugur sko :)

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Mán 23. Sep 2019 21:18
af GuðjónR
zedro skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ekki fyrr en tölvurnar fara að gera kvikmyndir fyrir aðrar tölvur og maðurinn verður útdauður.
dsBQ43X.gif

Re: "Forever Young" í kvikmyndum

Sent: Þri 24. Sep 2019 00:05
af appel
Þeir eru að nota þetta jafnvel á krakka, ekki bara gamla kalla.

Í "IT: Chapter Two" þá þurftu þeir að yngja upp krakkana því það voru jú 2 ár liðin frá fyrri myndinni í tökum, og krakkar breytast mikið á 2 árum.
https://www.slashfilm.com/it-chapter-2- ... l-effects/