Síða 1 af 1
Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Sun 01. Sep 2019 23:54
af jonfr1900
Ég var að komast að því að Belgía og Sviss eru búin að slökkva á DTT kerfunum hjá sér og nefna þar á meðal að lítil notkun sé ástæða þess að slökkt var á þessum kerfum. Mér þykir líklegt að þetta verði einnig raunin á Íslandi þar sem flest allir eru komnir með sjónvarp í gegnum ljósleiðara (IPTV) eða með öðrum leiðum (Android TV / Apple TV). Ég veit svo sem ekki hvenær þetta mundi gerast á Íslandi. Hugsanlega um miðjan næsta áratug (2025 eða þar um kring).
Switzerland to switch off DTT on June 3, 2019
Belgian pubcaster VRT terminates DTT broadcasts (18 Maí 2018)
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 00:12
af jonfr1900
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 00:48
af DJOli
Hugsa að margir yrðu pirraðir hér fyrir vestan, sérstaklega á þeim stöðum þar sem 3g/4g samband er í besta falli slitrótt, og svarar ekki kostnaði að betrumbæta.
Hugsa að það sama muni eiga við um ákveðin svæði um allt land. Efast því um að DTT kerfið verði lagt niður hér á landi fyrr en amk 2030 í fyrsta lagi.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 01:07
af jonfr1900
Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 05:12
af depill
Ef RÚV væri mjög forward thinking þá myndu þeir eflaust græða á því að hætta með útsendingar yfir DVB kerfi Vodafone þegar samningurinn rennur út og í staðinn hjá þeim aðilum ( hvort sem að ríkið eða RÚV komi með fjármagnið ) til að ná útsendingum yfir aðrar leiðir.+
Hins vegar er samningurinn við Vodafone til 2028, þannig nema að þessi samningur verði neikvæður fyrir Vodafone og þeir reyni að segja honum upp eru allar líkur að það verði DVB útsendingar á Íslandi til 2028, enn líka allar líkur á því að það muni leggjast niður þá í stað betri tækni sem er í boði í dag og verður líklegast enn betri 2028.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 14:45
af DJOli
jonfr1900 skrifaði:Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Eins nett og það væri, þá efa ég stórlega að það myndi koma nálægt því að standa undir kostnaði vegna lágs kúnnafjölda.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 15:05
af JReykdal
depill skrifaði:Ef RÚV væri mjög forward thinking þá myndu þeir eflaust græða á því að hætta með útsendingar yfir DVB kerfi Vodafone þegar samningurinn rennur út og í staðinn hjá þeim aðilum ( hvort sem að ríkið eða RÚV komi með fjármagnið ) til að ná útsendingum yfir aðrar leiðir.+
Hins vegar er samningurinn við Vodafone til 2028, þannig nema að þessi samningur verði neikvæður fyrir Vodafone og þeir reyni að segja honum upp eru allar líkur að það verði DVB útsendingar á Íslandi til 2028, enn líka allar líkur á því að það muni leggjast niður þá í stað betri tækni sem er í boði í dag og verður líklegast enn betri 2028.
Hvaða betri tækni er það sem uppfyllir öll skilyrði um aðgengi að efninu án aðkomu 3. aðila?
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 17:44
af jonfr1900
DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Eins nett og það væri, þá efa ég stórlega að það myndi koma nálægt því að standa undir kostnaði vegna lágs kúnnafjölda.
Mér sýnist að það eigi að ljósleiðaratengja öll lögheimili á Vestfjörðum.
Yfir 1700 staðir ljósleiðaravæddir næstu 3 ár (Rúv)
Það er sem dæmi búið að ljósleiðara eða verið að vinna í að tengja Drangsnes. Þarna er afskaplega lítil byggð.
Drangsnes ljóðleiðaravæðist
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 18:54
af DJOli
jonfr1900 skrifaði:DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Eins nett og það væri, þá efa ég stórlega að það myndi koma nálægt því að standa undir kostnaði vegna lágs kúnnafjölda.
Mér sýnist að það eigi að ljósleiðaratengja öll lögheimili á Vestfjörðum.
Yfir 1700 staðir ljósleiðaravæddir næstu 3 ár (Rúv)
Það er sem dæmi búið að ljósleiðara eða verið að vinna í að tengja Drangsnes. Þarna er afskaplega lítil byggð.
Drangsnes ljóðleiðaravæðist
Þarna er náttúrulega um að ræða heilsársbyggðir, ekki rétt?
Hvað með sumar og orlofsbyggðir þar sem fólk hefur kostað úr eigin vasa að fá DTT sjónvarpssamband?
Staðina þar sem er gífurlega óhagkvæmt að leggja ljósleiðara, jafnt sem kopar á?
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 19:03
af bigggan
það sem er vandamál með ljósleiðara kerfið er að þú kemst ekki inná það án þess að vera með eikvað sjónvarpbox hjá einhverjum af þeim dreifiaðilar, og lika sum staðar er nog að hafa simasamband og ekki borga tæp 3000 krónur fyrir linugjald, td sumarbúðstaðir.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 19:16
af urban
DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Eins nett og það væri, þá efa ég stórlega að það myndi koma nálægt því að standa undir kostnaði vegna lágs kúnnafjölda.
Mér sýnist að það eigi að ljósleiðaratengja öll lögheimili á Vestfjörðum.
Yfir 1700 staðir ljósleiðaravæddir næstu 3 ár (Rúv)
Það er sem dæmi búið að ljósleiðara eða verið að vinna í að tengja Drangsnes. Þarna er afskaplega lítil byggð.
Drangsnes ljóðleiðaravæðist
Þarna er náttúrulega um að ræða heilsársbyggðir, ekki rétt?
Hvað með sumar og orlofsbyggðir þar sem fólk hefur kostað úr eigin vasa að fá DTT sjónvarpssamband?
Staðina þar sem er gífurlega óhagkvæmt að leggja ljósleiðara, jafnt sem kopar á?
Helduru að það hafi verið rosalega hagkvæmt að leggja ljós á Drangsnes ?
Það búa 72 þar.
Ekki vera með svona rosalega svartsýna og úrelta hugsun.
Þú hljómar einsog kennarinn sem að sagði manni að maður kæmi aldrei til með að vera alltaf með vasareikni í vasanum.
Það er verið að tala um framtíðina hérna, ekki fortíðina sem að þú ert vanur.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 22:05
af jonfr1900
bigggan skrifaði:það sem er vandamál með ljósleiðara kerfið er að þú kemst ekki inná það án þess að vera með eikvað sjónvarpbox hjá einhverjum af þeim dreifiaðilar, og lika sum staðar er nog að hafa simasamband og ekki borga tæp 3000 krónur fyrir linugjald, td sumarbúðstaðir.
Það eru alveg til ljósleiðarabox sem dreifa merki á vhf/uhf bandi en þau eru ekki notuð á Íslandi. Ég veit ekki afhverju það er raunin. Þessi box eru notuð af Stofa í Danmörku og líklega víðar. Myndin er af Stofa ljósleiðaraboxi.
- Forbind-din-fiberboks-med-dit-udstyr.png (15.21 KiB) Skoðað 1611 sinnum
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Mán 02. Sep 2019 22:10
af jonfr1900
DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:DJOli skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Á ekki að leggja ljósleiðara á þau svæði á Vestfjörðum? Rúv sendir um gervihnött en ég veit ekki hversu vel það merki næst á Vestfjörðum.
Eins nett og það væri, þá efa ég stórlega að það myndi koma nálægt því að standa undir kostnaði vegna lágs kúnnafjölda.
Mér sýnist að það eigi að ljósleiðaratengja öll lögheimili á Vestfjörðum.
Yfir 1700 staðir ljósleiðaravæddir næstu 3 ár (Rúv)
Það er sem dæmi búið að ljósleiðara eða verið að vinna í að tengja Drangsnes. Þarna er afskaplega lítil byggð.
Drangsnes ljóðleiðaravæðist
Þarna er náttúrulega um að ræða heilsársbyggðir, ekki rétt?
Hvað með sumar og orlofsbyggðir þar sem fólk hefur kostað úr eigin vasa að fá DTT sjónvarpssamband?
Staðina þar sem er gífurlega óhagkvæmt að leggja ljósleiðara, jafnt sem kopar á?
Þetta nær bara til lögheimila. Sumarbústaðareigendur geta fengið streng lagðan til sín en það kostar örugglega mjög mikið og þeir verða að borga það allt sjálfir.
Fyrir svona svæði er notkun með 4G/5G og internet streymi örugglega besti kosturinn í framtíðinni.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Þri 03. Sep 2019 10:39
af depill
JReykdal skrifaði:
Hvaða betri tækni er það sem uppfyllir öll skilyrði um aðgengi að efninu án aðkomu 3. aðila?
Finnst reyndar alltaf skemmtilegt þegar fólk nálgast breytingar svona "svart hvítt". Ef til dæmis Internet er gert aðgengilegt öllum eru þá allir með aðgengi, myndlyklar / sjónvörp sem taka við DVB-2 er talin eðlilegur "barrier" ? Ég bý í Bavaria og þar er þegar verið að skoða aðrar leiðir til framtíðar.
Annars "betri" fer eftir hvað er verið að hugsa, eitt gæti verið betri nýting tíðniskipulags. Í dag er 470 - 686 Mhz tekið frá fyrir sjónvarpsþjónustu Vodafone. Í Bavaria er verkefni sem reyndar endar í lok Október sem heitir 5G today og notar 5G tækni fyrir dreifingu sjónvarpsefni og er þar sérstaklega horft í að auka útbreiðslu ólínulegsefnis á sem þæginlegastan máta ( hér er HbbTV frekar vinsælt til dreifingar, enn þarf Internet tengingu ). 5G today notar FeMBMS sem hefur líka verið notað á LTE netkerfum með ágætis árangri.
FeMBMS gæti verið án aðkomu 3 aðila með svipuðum samningi og er núna við Vodafone um dreifngu á þeirra DVB-T kerfi og fríað um tíðniheimildir sem fjarskiptafyrirtækin ættu öll að hafa mikinn áhuga á að nota. Hins vegar eins og fyrr segir þá er samningur við Vodafone í dag sem RÚV er bundið að.
Enn heimurinn þarf ekki að vera svarthvítur, það sem er staðreynd í gær, þarf ekki að vera staðreynd á morgun ( og núverandi útsendingar fyrirkomulag Ríkisútvarpsins er ekki undanskilið því )
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Þri 03. Sep 2019 14:48
af JReykdal
Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn.
Grunnurinn á bak við að nota 5G kerfi til dreifingar sjónvarpsefnis byggir á LTE-broadcast sem er optional atriði í staðlinum og ekkert gefið að símafyrirtækin taki það upp.
Að öðrum kosti ertu háður þjónustu þriðja aðila til að ná efninu sem er ekki hentugt fyrir almannaþjónustur.
Re: Sviss og Belgía slökktu á opnu DTT kerfunum
Sent: Þri 03. Sep 2019 14:53
af Spudi
Það er farmtíðin að nota internetið fyrir sjónvarpið en samnt frekar dýrt fyrir þá sem vilja ekki internet en bara fríjar rásir að þurfa að borga internet+línugjald og búnað til að tengja við sjónvarpið.