Síða 1 af 1
Pöntunar Kerfi
Sent: Lau 31. Ágú 2019 13:37
af GummiLeifs
Góðan Dag,
Ég er að sjá um búð sem er birgir fyrir aðrar búðir og koma allar pantanir frá öðrum búðum í gegnum email sem getur verið mjög ruglingslegt og getur maður oft gleymt hvað hefur verið afgreitt og hvað hefur ekki verið afgreitt, ég ætlaði að athuga hvort einhver hér hefur hugmynd um hvað væri hægt að nota eða gera til þess að einfalda svona pantanir svosem vefsíðu eða eitthvað forrit, fyrirfram þakkir
(Vonandi má þetta vera hérna)
Re: Pöntunar Kerfi
Sent: Lau 31. Ágú 2019 14:14
af Hjaltiatla
Held það skipti máli í þínu samhengi hvort það eru margir sem koma að afgreiðslu þessara beiðna í gegnum þennan tölvupóst.
En hérna eru nokkrar hugmyndir.
1) Nota "Label" til að merkja tölvupósta t.d "í Vinnslu" - "Nafn á starfsmanni sem er með beiðni" og búa til möppur sem meika sense þegar búið er að afgreiða mál.
2) Nota einfalt beiðnakerfi og tengja netfang við kerfið og mál stofnast sjálfkrafa þegar póstur er sendur á netfang. Þá þarf að loka málum og skrifa úrlausn við hvert mál og þess háttar (Hef prófað Freshdesk og það virkar ágætlega og er ekkert of dýrt og það er GDPR compliant skv vefsíðunni þeirra).
En það fer líka eftir því hvernig ferlar og regluverk eru í fyrirtækinu hvað meikar sense að gera.
Re: Pöntunar Kerfi
Sent: Lau 31. Ágú 2019 18:42
af Sallarólegur
Hvað eru margir að vinna við að afgreiða?
Einfaldast er að búa bara til möppu í tölvupóstinum sem heitir "Afgreitt" og færa þangað þegar pöntun er afgreidd.
Held það sé bara auka flækjustig að fara í eitthvað "kerfi" nema að það séu tugir manns og nokkrar "deildir" að vinna í hlutunum.
Re: Pöntunar Kerfi
Sent: Sun 01. Sep 2019 09:34
af brynjarbergs
Clean inbox er án vafa sú besta aðferðarfræði sem ég hef tileinkað mér í vinnu.
Svo bara "afgreitt", "í vinnslu" og "bakfært/hætt við" subfolders.
Re: Pöntunar Kerfi
Sent: Sun 01. Sep 2019 14:35
af GummiLeifs
Já þetta kerfi myndi virka en það er bara eitt fyrirtæki sem á það til að bæta alltaf í pantanir sínar í reply við emaili og ein pötnun fór í gegn þess vegna verður þetta allt svo ruglingslegt, en þetta er mögulega einfaldasta leiðin ef þetta fyrirtæki fer að senda hverja pöntun í stöku emaili
brynjarbergs skrifaði:Clean inbox er án vafa sú besta aðferðarfræði sem ég hef tileinkað mér í vinnu.
Svo bara "afgreitt", "í vinnslu" og "bakfært/hætt við" subfolders.