Reynsla af utanáliggjandi RAID boxum?
Sent: Fim 29. Ágú 2019 10:25
Heil og sæl,
Ég þarf að fara að versla mér RAID box. Þetta yrði vinnustæða en ekki backuplausn (allt bakkað upp annarstaðar) þannig að ég er annaðhvort að pæla í tveggja diska stæðu sem ég mundi keyra í RAID 0 eða 4 diska sem yrði keyrð í RAID 5. Það virðist ekki vera mjög margt í boði á Íslandi, án þess að þurfa að flytja inn. Computer.is selur stæður frá Icy Box, sem er merki sem ég veit ekkert um, en virðast vera á góðu verði með fínu feature setti. Svo hafði ég líka bara verið að skoða WD My Book Duo, sem er að fá mjög fína dóma og er integrated lausn með diskum sem fylgja, en ég hef ekki séð þau til sölu hérna heima.
Svo eru það NAS boxin. Það eru til allskonar lausnir í þeim frá QNAP, ASUSTOR og fleirum, en ég bara veit ekki hvort þau eru nógu hröð yfir net, jafnvel í RAID0 striping.
Hefur einhver reynslu af því að vinna semi þungt efni eins og vídjó af NAS boxum? Hefur einhver notað eitthvað frá Icy Box? Eru almennt einhverjar allt aðrar lausnir sem fólk mælir með?
Ég þarf að fara að versla mér RAID box. Þetta yrði vinnustæða en ekki backuplausn (allt bakkað upp annarstaðar) þannig að ég er annaðhvort að pæla í tveggja diska stæðu sem ég mundi keyra í RAID 0 eða 4 diska sem yrði keyrð í RAID 5. Það virðist ekki vera mjög margt í boði á Íslandi, án þess að þurfa að flytja inn. Computer.is selur stæður frá Icy Box, sem er merki sem ég veit ekkert um, en virðast vera á góðu verði með fínu feature setti. Svo hafði ég líka bara verið að skoða WD My Book Duo, sem er að fá mjög fína dóma og er integrated lausn með diskum sem fylgja, en ég hef ekki séð þau til sölu hérna heima.
Svo eru það NAS boxin. Það eru til allskonar lausnir í þeim frá QNAP, ASUSTOR og fleirum, en ég bara veit ekki hvort þau eru nógu hröð yfir net, jafnvel í RAID0 striping.
Hefur einhver reynslu af því að vinna semi þungt efni eins og vídjó af NAS boxum? Hefur einhver notað eitthvað frá Icy Box? Eru almennt einhverjar allt aðrar lausnir sem fólk mælir með?