Síða 1 af 1

Samsung Smarthings

Sent: Þri 27. Ágú 2019 12:43
af Gormur11
Vitið þið hvort, og þá hvar, er hægt að kaupa Samsung Smarthings hérna á Íslandi?

Ég er svo að leita mér að snjallás fyrir útidyrahurðina og er að velta fyrir mér hvort einhver sé með góðar ábendingar...

Re: Samsung Smarthings

Sent: Þri 27. Ágú 2019 13:37
af Magni81
Hefur þú farið í facebook hópinn snjallheimili ? hann er nokkuð virkur

Re: Samsung Smarthings

Sent: Þri 27. Ágú 2019 14:09
af wicket
Smarthings hefur aldrei verið í sölu á Íslandi en sá að hubbinn var kaupauki með Samsung Note10 í forsölu þannig að það er vonandi að breytast.

Ég keypti mína brú bara á breska Amazon fyrir löngu, aðrir sem ég þekki hafa keypt á ebay bara. Ég valdi að kaupa EU útgáfuna til að fá evrópskann Z-wave stuðning, zwave í USA notar aðra tíðni en í Evrópu.

Re: Samsung Smarthings

Sent: Þri 27. Ágú 2019 14:32
af Blues-
Veit ekki hvort Haraldur sé með þetta á lager en þú getur prófað að bjalla í hann
> https://smarthub.is/products/samsung-smarthub-v3

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 28. Ágú 2019 09:12
af kjartanbj
Mæli með Danalock snjallás og Danapad takkaborði , tengist við Smartthings líka

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 04. Sep 2019 13:14
af Gormur11
Sælir vaktarar,

Ég var að versla mér smarthings hub á amazon.co.uk og var síðan að lesa að hann gæti verið læstur bara fyrir UK

Einhver með reynslu sem getur svarað þessu asap þannig að ég geti afpantað hann áður en það verður of seint.

Takk takk

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 04. Sep 2019 13:48
af B0b4F3tt
Gormur11 skrifaði:Sælir vaktarar,

Ég var að versla mér smarthings hub á amazon.co.uk og var síðan að lesa að hann gæti verið læstur bara fyrir UK

Einhver með reynslu sem getur svarað þessu asap þannig að ég geti afpantað hann áður en það verður of seint.

Takk takk
Ég pantaði einmitt minn Smartthings frá Amazon.co.uk í fyrra. Ég lenti í smá basli með hann í upphafi. Það skiptir nefnilega máli hvar þú ert með Samsung account. Ég var með íslenskan Samsung account og gat því ekki bætt við neinum skynjurum. Skipti því yfir í USA Samsung account sem ég bjó til en þá lenti ég í því að einingakerfið frá skynjurunum var amerískt, semsagt fahrenheit. Það getur vel verið að það sé stillanlegt en ég endaði á því að búa til breskan Samsung account og þá fór þetta loksins að dansa saman :)

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 04. Sep 2019 14:09
af Gormur11
Semsagt ef ég bý mér til UK account þá á þetta að virka allt saman?

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 04. Sep 2019 14:32
af B0b4F3tt
Gormur11 skrifaði:Semsagt ef ég bý mér til UK account þá á þetta að virka allt saman?
Það er mín reynsla. Þarft mögulega að koma frá breskri ip tölu til þess að fá að stofna breskan account. Ég þurfti þess á sínum tíma. Fékk félaga minn sem bjó í Skotlandi til þess að græja account fyrir mig. Gætir líka gert þetta með einhverjum VPN göldrum.

Re: Samsung Smarthings

Sent: Mið 04. Sep 2019 23:22
af Blues-
Ég keypti 2 höbba hjá Curry's í UK og gaf svila mínum og einum félaga ..
Setti þá báða upp með nýja smartthings appinu .. ekkert vandamál eða region block.

Re: Samsung Smarthings

Sent: Fim 05. Sep 2019 00:03
af thorgeiro
Ég á ein auka, USA-útgáfa

Re: Samsung Smarthings

Sent: Fim 05. Sep 2019 09:52
af Gormur11
Takk fyrir svörin, læt reyna á þetta...

Kv,