Eins mikið og ég vildi release-a myndbandinu miklu fyrr að þá einfaldlega komu upp ýmsir hlutir, breyttar skoðanir eða ný reynsla sem ég vildi miðla. Einnig vildi ég ekki mæla með eða gegn hjólinu eftir að hafa hjólað aðeins í nokkrar vikur eða örfáa kílómetra.
Núna eftir tæpa 4 mánuði er þó myndbandið loksins tilbúið þannig þeir sem hafa áhuga á að vita meira um hjólið geta horft á myndbandið hérna fyrir neðan.
Ef þið hafið einhverjar spurningar að þá ekki hika við að spyrja.
Takk fyrir þetta! Mjög ítarlegt og gott, ég hef einmitt mikið verið að spá í svona. Hvernig heldurðu að þetta hjól færi að bera 100kg mann upp brekkurnar?
PS. Það eru til íslensk orð fyrir „folded“, til dæmis „Það er hægt að brjóta hjólið saman - núna er hjólið samanbrotið“ Afsakið íslenskunasismann.
kiddi skrifaði:Takk fyrir þetta! Mjög ítarlegt og gott, ég hef einmitt mikið verið að spá í svona. Hvernig heldurðu að þetta hjól færi að bera 100kg mann upp brekkurnar?
Bróðir kærustunnar er 95 kg og hann flýgur upp brekku heima, sú brekka er líklegast um 10°. Hér er þó málið sem ég vildi útskýra betur. Undir 70%-ish hleðslu að þá verða brekkur áberandi erfiðari, meira að segja fyrir mig. Ég myndi persónulega skoða Pro hjólið þegar það kemur þar sem það hentar íslenskum aðstæðum aðeins betur (brekkur, hólar etc.).
Með því sagt, þá hef ég farið núna rúmlega 800 km á hjólinu og kannski 3-4 sinnum óskað þess að ég væri á öflugra hjóli.
Btw. þú getur flassað firmware-ið og sett inn þitt eigið custom firmware þar sem þú setur meiri straum inn á mótorinn. Þeir sem hafa verið að gera það virðast fljúga upp brekkur sama hversu þungir þeir eru og hver staðan á rafhlöðunni er. Ég vildi þó ekki taka það fram í myndbandinu því ég vissi að fólk með takmarkaða þekkingu myndi reyna á flassa firmwareið, skemma hjólið og kenna mér um það.
kiddi skrifaði:
PS. Það eru til íslensk orð fyrir „folded“, til dæmis „Það er hægt að brjóta hjólið saman - núna er hjólið samanbrotið“ Afsakið íslenskunasismann.
Ég þarf svo mikið á manni eins og þér að halda þegar ég er að skrifa handritið.
kiddi skrifaði:Takk fyrir þetta! Mjög ítarlegt og gott, ég hef einmitt mikið verið að spá í svona. Hvernig heldurðu að þetta hjól færi að bera 100kg mann upp brekkurnar?
PS. Það eru til íslensk orð fyrir „folded“, til dæmis „Það er hægt að brjóta hjólið saman - núna er hjólið samanbrotið“ Afsakið íslenskunasismann.
Ef að það var eina orðið sem að íslenskunasisminn þinn fann þá er hann orðinn slappur
gaman að þessum reviews, mig hefur lengi langað í svona hjól, var að fatta að ég er full þungur á þetta.
Sallarólegur skrifaði:
Væri til í mánaðarlegt podcast líka... takk
Annað slagið hef ég verið gestur hjá Tæknivarpinu, en ef ég finn góðan spons þá mun ég líklegast henda í podcast (þú yrði fyrsti gesturinn fyrir að koma með þessi hugmynd).
urban skrifaði:Ef að það var eina orðið sem að íslenskunasisminn þinn fann þá er hann orðinn slappur
Haha þetta var sko langt í frá það eina sem stuðaði mig, mig langaði bara ekki að vera þessa gæji. Litlu sigrarnir nást með því að vera hæfilega leiðinlegur en ekki gjörsamlega óþolandi.
Sallarólegur skrifaði:
Væri til í mánaðarlegt podcast líka... takk
Annað slagið hef ég verið gestur hjá Tæknivarpinu, en ef ég finn góðan spons þá mun ég líklegast henda í podcast (þú yrði fyrsti gesturinn fyrir að koma með þessi hugmynd).
Hef tekið eftir því og hef gaman af. Þeir tala hinsvegar bara um Apple, snjallsíma og sjónvörp. Rosalega þreytt á köflum. Væri til í eitthvað töluvert tæknilegra.
Glæsilegt video að venju frá þér. Ég er sjálfur eigandi af svona hjóli og hef ekið því í allt sumar. Ég er sjálfur 105kg en ég ákvað að prufa að flasha hjólið og bæta aðeins í orkuna (fyrir brekkurnar). Þræl virkar fyrir þunga karla og konur. Frábært hjól sem ég mæli svo sannarlega með.
Munið að tricksið er að hafa ávallt helling af psi í dekkjunum (ég er með 60psi að framan og 65psi að aftan). Og einnig muna að fara yfir allar skrúfur og bolta (herða með tímanum)
kiddi skrifaði:
Haha þetta var sko langt í frá það eina sem stuðaði mig, mig langaði bara ekki að vera þessa gæji. Litlu sigrarnir nást með því að vera hæfilega leiðinlegur en ekki gjörsamlega óþolandi.
Bara svo það sé á hreinu, ég er almennt ekki svona málhefur en þegar ég segi sömu línuna 20 sinnum að þá fara hlutir að hljóma "skringilega". Ég scriptinu skrifaði ég t.d. "ég var ekki með miklar eftirvæntingar" en sagði síðan "háar eftirvæntingar" því "miklar eftirvæntingar" hljómaði mjög rangt, þrátt fyrir að vera rétt.
Sallarólegur skrifaði:
Græjum spons!
Til í það!
peturthorra skrifaði:Glæsilegt video að venju frá þér. Ég er sjálfur eigandi af svona hjóli og hef ekið því í allt sumar. Ég er sjálfur 105kg en ég ákvað að prufa að flasha hjólið og bæta aðeins í orkuna (fyrir brekkurnar). Þræl virkar fyrir þunga karla og konur. Frábært hjól sem ég mæli svo sannarlega með.
Munið að tricksið er að hafa ávallt helling af psi í dekkjunum (ég er með 60psi að framan og 65psi að aftan). Og einnig muna að fara yfir allar skrúfur og bolta (herða með tímanum)
Áhugavert! Gerðir þú miklar breytingar?
Quality tips með dekkin og skrúfurnar, steingleymdi að skrifa það hjá niður þegar ég var að skrifa þáttin.
Flott review. Ég er búinn að eiga svona hjól síðan í mars/apríl og nota það töluvert. Dekkjaskipti eru helvíti á jörðu, sammála því. Sprengdi afturdekk og ákvað að kaupa solid dekk. Gat með engu móti náð gamla dekkinu af felgunni (!), endaði á að klippa/skera það af, þar sem það var í raun ónýtt (gat á því eftir aðskotahlut). Náði svo að koma nýja dekkinu á með því að sjóða það í 10 mínútur til að mýkja það upp og svo bara smyrja felguna með uppþvottalegi og leggjast á þetta af öllu afli. Notaði svo tvo borðhnífa til að þvinga dekkið uppá felguna. Mæli samt ekki með solid dekki, hjólið verður svo rosalega hast, maður finnur fyrir hverri einustu ójöfnu í malbikinu. Kvíði þeim degi þegar framhjólið mun springa hjá mér .....
hagur skrifaði:Flott review. Ég er búinn að eiga svona hjól síðan í mars/apríl og nota það töluvert. Dekkjaskipti eru helvíti á jörðu, sammála því. Sprengdi afturdekk og ákvað að kaupa solid dekk. Gat með engu móti náð gamla dekkinu af felgunni (!), endaði á að klippa/skera það af, þar sem það var í raun ónýtt (gat á því eftir aðskotahlut). Náði svo að koma nýja dekkinu á með því að sjóða það í 10 mínútur til að mýkja það upp og svo bara smyrja felguna með uppþvottalegi og leggjast á þetta af öllu afli. Notaði svo tvo borðhnífa til að þvinga dekkið uppá felguna. Mæli samt ekki með solid dekki, hjólið verður svo rosalega hast, maður finnur fyrir hverri einustu ójöfnu í malbikinu. Kvíði þeim degi þegar framhjólið mun springa hjá mér .....
Búinn að lesa helling til um þessi hjól og datt inn á þetta. Víst himnasending segja þeir sem nota þetta
hagur skrifaði: Mæli samt ekki með solid dekki, hjólið verður svo rosalega hast, maður finnur fyrir hverri einustu ójöfnu í malbikinu. Kvíði þeim degi þegar framhjólið mun springa hjá mér .....
Hef einmitt heyrt það að setja solid dekkin á sé algjört vesen og að það bitni einmitt á akstrinum (ekki jafn smooth). Ertu með damper stykki á stýrinu?
Labtec skrifaði:Skemtilegt vidjó, sjálfur er ég meira fyrir hjól/rafhjól en engu siður gaman að horfa á þetta
Ég er rosalega spenntur að prufa almennilegt off-road rafmagnsfjallahjól og mun klárlega reyna að review-a þau í framtíðinni.
Viggi skrifaði:
Búinn að lesa helling til um þessi hjól og datt inn á þetta. Víst himnasending segja þeir sem nota þetta
Mig grunar að þú sért snillingurinn sem vísaðir á þetta á YouTube myndbandinu, ef þetta virkar að þá er þetta must-have. Prufa þetta næst þegar það springur hjá mér!
hagur skrifaði: Mæli samt ekki með solid dekki, hjólið verður svo rosalega hast, maður finnur fyrir hverri einustu ójöfnu í malbikinu. Kvíði þeim degi þegar framhjólið mun springa hjá mér .....
Hef einmitt heyrt það að setja solid dekkin á sé algjört vesen og að það bitni einmitt á akstrinum (ekki jafn smooth). Ertu með damper stykki á stýrinu?
Nei, ekkert slíkt. Er með solid dekkið að aftan þannig að damper á stýrinu myndi varla hjálpa?
Skemmtileg ummfjöllun, væri klárlega til í að eiga svona hjól ef ég byggi í þéttbýli.
Skrítið að hjólið komi ekki frá framleiðanda með svona "damper" í stýri.
Mæli ekki með solid dekkjum, þeir eru að lenda í því að hristingurinn verði til þess að innri búnaður fari að losna (batterí osfrv). En menn eru í því að breyta dekkjum í Tubeless (þá verða þau meira til friðs). Hjá konunni minni sprakk að aftan og ég fór bara með dekkið á hjólbarðaverkstæði og þeir græjuðu þetta á 10 mín. Annars mæli ég klárlega með felgujárni x2, þá er þetta ekki mikið mál.
Quality tips með dekkin og skrúfurnar, steingleymdi að skrifa það hjá niður þegar ég var að skrifa þáttin.
Ég hef svosem ekki gert mikið með hjólið, breytti um firmware, jók kraftinn (fer í 32-33km/h) og létt með brekkur. En annars er bara pro tips að fara yfir þrýstinginn í dekkjunum vikulega og einnig herða á skrúfum/boltum vikulega (ef þess þarf).
peturthorra skrifaði:
Ég hef svosem ekki gert mikið með hjólið, breytti um firmware, jók kraftinn (fer í 32-33km/h) og létt með brekkur. En annars er bara pro tips að fara yfir þrýstinginn í dekkjunum vikulega og einnig herða á skrúfum/boltum vikulega (ef þess þarf).
Hvaða firmware notaðirðu og hvaða áhrif hefur þetta á range?
peturthorra skrifaði:
Ég hef svosem ekki gert mikið með hjólið, breytti um firmware, jók kraftinn (fer í 32-33km/h) og létt með brekkur. En annars er bara pro tips að fara yfir þrýstinginn í dekkjunum vikulega og einnig herða á skrúfum/boltum vikulega (ef þess þarf).
Hvaða firmware notaðirðu og hvaða áhrif hefur þetta á range?
Ég keyrði firmware-ið niður í 1.3.8 og nota svo rollerplausch, nema breytti kraftinum (er með hann í 40000) og svo setti ég max speed í 35km/h, en hjólin fara ekki hraðar en 33km/h.
Orginal krafturinn er um 55000 (lægri tala, meiri kraftur), en 40000 er rock solid, hitnar ekki neitt aukalega og ég kemst c.a 80% af því sem ég fór vanalega (þá meðað við botn keyrslu, en ef þú keyrir rólega, þá er munurinn lítill)
Hvernig er með bleytu? Býst við að þetta þolir ekki notkun í rigningu og slíkt? Til eitthvað sem er hægt að kaupa sem hjálpar með það?
Var einmitt að spá í Pro útgáfunni af þessu (aðalega útaf auka range), en Elko mun ekki flytja þau inn, sendi fyrirspurn á þá. Einhver sem veit með Mii.is í sambandi við það? En eingöngu ef það er hægt að fá eitthvað aukalega sem gerir þetta vatnshelt.
Ég hugsa að ég endi með að kaupa þetta prufutæki sem ég fékk, bara svo ég geti prufað að flassa firmware-ið.
Eina vandamálið er að ég var búinn að flassa í nýjasta firmware-ið sem er 1.5.2 og þá er ekki lengur hægt að downgrade-a firmware-ið nema heilinn sé tekinn úr tækinu, tengdur við tölvu með ST-Link (þarf að lóða við heilann) og bluetooth module-inn er downgrade-aður. Mun hugsanlega kaupa nýjan Pro heila á Amazon.
Runar skrifaði:Hvernig er með bleytu? Býst við að þetta þolir ekki notkun í rigningu og slíkt? Til eitthvað sem er hægt að kaupa sem hjálpar með það?
Var einmitt að spá í Pro útgáfunni af þessu (aðalega útaf auka range), en Elko mun ekki flytja þau inn, sendi fyrirspurn á þá. Einhver sem veit með Mii.is í sambandi við það? En eingöngu ef það er hægt að fá eitthvað aukalega sem gerir þetta vatnshelt.
Ég hef farið á því í vinnuna alla vikuna, aldrei verið ringing en frekar blautt úti. Ég setti cover yfir mælaborðið þar sem móðurborðið er, en það er hægt að kaupa "betri" plötu undir hlaupahjólið sem ver rafhlöðurnar.
Mii.is eru að bíða eftir Pro sendingu, líklegast allt uppselt í þeirri sendingu en þá ætti ekki að vera langt í þá næstu.