Síða 1 af 1

Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Fös 23. Ágú 2019 22:44
af B0b4F3tt
Sælir Vaktarar

Er að spá í minni fyrir Ryzen 3900X og mér sýnist svona í fljótu bragði eins og að það sé mælt með 3600mhz og C16 í timings. Mig langar að taka 32gb í minni og er þá að spá í taka þá 4x8gb af þessu minni hér:

https://www.amazon.com/G-Skill-TridentZ ... B01MR4Y3JE

Eina sem ég er að spá í er hvort að ég myndi verða fyrir einhverju performance penalty ef ég er að taka 4x8gb kubba í staðinn fyrir 2x16gb kubba?

Ég ætla að vera með þetta móðurborð hér:
https://www.gigabyte.com/Motherboard/X5 ... -rev-10#kf
og samkvæmt Qualified Vendor List frá Gigabyte: http://download.gigabyte.eu/FileList/Me ... atisse.pdf

þá virðist vera stuðningur fyrir 4 kubba í mörgum tilfellum. Ég fann ekki nákvæmlega þetta tiltekna minni í þessum lista (F4-3600C16D-16GTZR) en fann eitt (F4-3600C16D-16GVK) sem passaði næstum því fyrir utan síðustu 3 stafinu í product númerinu. En það er sami hraði og timings á því og það styður 4 kubba.

Gæti einhver fróðari Vaktari en ég hjálpað mér með þetta?

Kv. Elvar

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Lau 24. Ágú 2019 00:26
af pepsico
Löng saga stutt: Getur alveg keyrt 4x8GB á 3600 MHz C16 með nógu góðum kubbum en þú gætir keyrt 2x8GB eða 2x16GB hraðar.

Þetta borð er með daisy chain uppsetningu fyrir minni en ekki t-topology svo tveir kubbar geta keyrt mun hraðar en fjórir. Sérð á minnis stuðningslistanum að það er fullt af 4000 MHz C18 og C19 í eins kubba og tveggja kubba uppsetningum, en þó það séu minni úr kittum sem eru með fjórum kubbum t.d. 4x8 GB kit þá eru þau bara supported í tveggja kubba uppsetningu á þeim mikla hraða. Ef þú vilt mesta hraðann þ.e. 4000 MHz C18 þá er það alls ekki að fara að gerast með fjórum kubbum skv. framleiðanda. 4x8GB 3600 MHz C16 er samt alveg raunhæft skv. þessum lista.

3600 MHz C16 er yfirklukkun og það er aldrei neitt gulltryggt. Þetta fer allt eftir samspilinu milli akkúrat kubbanna sem þú fékkst og akkúrat móðurborðsins sem þú fékkst og akkúrat örgjörvans sem þú fékkst--ekki bara tegund af þessu öllu heldur hversu heppilega það tókst í framleiðslunni. Það er lang besti sénsinn að ná þeirri yfirklukkun með kitti sem er testað fyrir þann hraða eða hraðari í fjögurra kubba uppsetningu af framleiðanda, en líka góður séns að þú náir því með kitti sem er ennþá betra skv. minnisframleiðanda t.d. 4x8GB 3600 MHz C15 eða 3733 C16 o.s.frv. þó það sé ekki endilega á stuðningslistanum, og mjög fínn séns að þú náir því með kitti sem er sambærilegt þ.e. binnað fyrir sama hraða á sama timings á sömu voltum þó það sé ekki endilega á stuðningslistanum. En þú gætir líka þurft að yfirklukka allt handvirkt til að fá það til að vera virka og vera stöðugt.

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Lau 24. Ágú 2019 00:58
af zurien
Fyrir Zen2 er 3600mhz minni sweet spot á móti infinity fabric sem væri þá í 1800 - sum borð ná að fara í 3733 en allt yfir því eikur latency á minni þar sem infinity fabric fer úr 1:1 á móti minni yfir í 1:2.
3200mhz er gefið upp sem hraði sem allir eiga að ná, flestir eru að ná 3600mhz þó.

Ég hef ekki reynslu af Zen 2, en Zen & Zen+ keyra betur á tveim kubbum en fjórum á þeim vélum sem ég hef.

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Sun 25. Ágú 2019 19:37
af B0b4F3tt
Ok, þar sem ég er ekki að fara yfirklukka örgjörvann né minnið þá ætla ég að taka þetta minni. Kannski ekki það ódýrasta en mér sýnist vera lítið úrval af DDR4 3600mhz með C16 í timings.

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Sun 25. Ágú 2019 20:02
af GuðjónR
Hvort er betra að vera með:
DDR4-3200 14-14-14-34
Eða:
DDR4-4000 19-19-19-39 ?

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Sun 25. Ágú 2019 20:30
af B0b4F3tt
GuðjónR skrifaði:Hvort er betra að vera með:
DDR4-3200 14-14-14-34
Eða:
DDR4-4000 19-19-19-39 ?
Þetta er orðið alltof flókið að velja rétt minni fyrir þennan örgjörva :D

Mér líður eins og að ef ég kaupi ekki nákvæmlega rétt minni fyrir vélina þá verði þetta bara ömurlegt setup :roll:

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Sun 25. Ágú 2019 22:28
af Fletch
B0b4F3tt skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Hvort er betra að vera með:
DDR4-3200 14-14-14-34
Eða:
DDR4-4000 19-19-19-39 ?
Þetta er orðið alltof flókið að velja rétt minni fyrir þennan örgjörva :D

Mér líður eins og að ef ég kaupi ekki nákvæmlega rétt minni fyrir vélina þá verði þetta bara ömurlegt setup :roll:

alls ekki flókið, þetta er orðið soldið mikið min/max, taka bara í budget build cheap DDR3200, annars 3600 með tight timings

GuðjónR, myndi halda að 3200 væri hraðvirkara, á 4000 er IF komið í 2:1 með performance penalty

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Sun 25. Ágú 2019 22:56
af Hnykill
DDR4-3200 14-14-14-34 myndi ég velja allavega.

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Mán 26. Ágú 2019 00:43
af Penguin6
https://kisildalur.is/?p=2&id=3293 Ég fékk mér svona með ryzen

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Mán 26. Ágú 2019 07:54
af B0b4F3tt
Kannski að maður taki bara þetta minni hér DDR4 3200mhz með C14 í timings. Svo kannski prófa að yfirklukka það. Er líka töluvert ódýrara og bara tveir kubbar :)

https://www.amazon.com/gp/product/B071VRMFDQ/

Re: Minni fyrir Ryzen 3900X

Sent: Mán 26. Ágú 2019 20:15
af braudrist
Vil líka benda á DRAM calculator fyrir Ryzen https://www.guru3d.com/files-details/do ... lator.html

Mjög þægilegt þegar maður er að yfirklukka minnið.