Síða 1 af 2
Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 00:50
af emil40
Sælir félagar.
Ég er búinn að ákveða að uppfæra hjá mér sem verðlaun á 4 ára edrúafmælinu mínu 4 október og jólagjöf saman
Ég ákvað að prófa að fara yfir í amd núna en hef alltaf verið intel maður. Móðurborðið sem ég ákvað að fara í er ASRock X570 Steel Legend
https://kisildalur.is/?p=2&id=4051 og svo tek ég örgjörvann AMD Ryzen 9 3950X sennilega í byrjun desember. Það tekur tíma að safna fyrir þessu en verður sko algjörlega þess virði held ég
Er eitthvað fleira sem væri sniðugt að safna fyrir eftir þetta ? Ég er með 750w aflgjafa, rtx 2060 kort, m.2 disk og slatta af geymsludiskum. Endilega komið með hugmyndir fyrir mig
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 03:49
af draconis
Allagvega frá mínum skilning þá er 3950x alveg overkill ef þú ert ekki að streama, spila 2 leiki í einu osfv
mæli með að þú sparir smá pening og færð þér bara 3800x sem er alveg öruglega að fara að performa það sama og 3950x nema þú sért undir heavy multitaski, Enn til hamingju með edrú afmælið. Frábært hjá þér!
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 08:48
af C3PO
emil40 skrifaði:Sælir félagar.
Ég er búinn að ákveða að uppfæra hjá mér sem verðlaun á 4 ára edrúafmælinu mínu 4 október og jólagjöf saman
Ég ákvað að prófa að fara yfir í amd núna en hef alltaf verið intel maður. Móðurborðið sem ég ákvað að fara í er ASRock X570 Steel Legend
https://kisildalur.is/?p=2&id=4051 og svo tek ég örgjörvann AMD Ryzen 9 3950X sennilega í byrjun desember. Það tekur tíma að safna fyrir þessu en verður sko algjörlega þess virði held ég
Er eitthvað fleira sem væri sniðugt að safna fyrir eftir þetta ? Ég er með 750w aflgjafa, rtx 2060 kort, m.2 disk og slatta af geymsludiskum. Endilega komið með hugmyndir fyrir mig
Glæsilegt
Innilega til hamingju með 4 árin
Þetta verður massa vél.
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 10:34
af emil40
Takk takk
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 10:58
af Sallarólegur
Er þetta svona "afþvíbara" uppfærsla?
Afhverju uppfærirðu ekki bara skjákortið?
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 11:29
af Mossi__
Draconia. Fer alveg eftir því í hvað hann ætlar að nota vélina
Ef hann er í margmiðlun og svona, þá er 3950x draumur.
Tillykke emil40! Flottur!
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 19. Ágú 2019 22:46
af emil40
Sallarólegur skrifaði:Er þetta svona "afþvíbara" uppfærsla?
Afhverju uppfærirðu ekki bara skjákortið?
Það er stutt síðan ég fékk þetta kort
kominn tími á móðurborð og örgjörva
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 20. Ágú 2019 00:00
af emil40
Ég var að hugsa um að fara kannski bara í 3900x og taka vatnskælingu og svo 3200 minni. Hvaða vatnskælingar passa á þetta væri flott að fá einhver góð ráð með það.
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 20. Ágú 2019 00:39
af draconis
emil40 skrifaði:Ég var að hugsa um að fara kannski bara í 3900x og taka vatnskælingu og svo 3200 minni. Hvaða vatnskælingar passa á þetta væri flott að fá einhver góð ráð með það.
Flottur 3900x á alveg að höndla rosalegt multi task og álag með leikjaspilun, Ef ég má gefa smá innskot á hvernig þú gætir sparað þér smá pening á kaupinu á 3900x mæli ég með að setja notification á það á amazon, þú ert alveg að fara að spara Vel, meira segja eftir skatt, eina sem er sama virði eftir innfluttnings skatt er 3700x , enn 3900x er á okur verði hérlendis afþví það er erfitt að fá hann svo margir sem vilja hann, Enn samt lítið mál ef þú setur bara notification á honum sjálfur og verður snöggur að gera order þegar það kemur á amazon sem gerist alveg daglega.
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 20. Ágú 2019 10:57
af Hnykill
Mundu eftir góðri örgjörvakælingu fyrir þetta.
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 20. Ágú 2019 11:12
af Sydney
Neinei, 3900X er alveg nóg. Kauptu hann bara notaðan af mér þegar 3950X kemur út
Re: Nýja riggið
Sent: Lau 24. Ágú 2019 16:11
af emil40
Ég er kominn á biðlista eftir 3900x hjá computer.is hann verður á 90þ þar. Ég ætlaði upphaflega í 3950x en ákvað að væri það besta fyrir peninginn. Fæ mér síðan vatnskælingu og 3200 mhz minni seinna. Byrja á að nota 2400 mhz minnið 32 gb.
Re: Nýja riggið
Sent: Lau 24. Ágú 2019 16:51
af B0b4F3tt
emil40 skrifaði:Ég er kominn á biðlista eftir 3900x hjá computer.is hann verður á 90þ þar. Ég ætlaði upphaflega í 3950x en ákvað að væri það besta fyrir peninginn. Fæ mér síðan vatnskælingu og 3200 mhz minni seinna. Byrja á að nota 2400 mhz minnið 32 gb.
Veistu hvenær 3900X kemur til þeirra? Hvernig vatnskælingu ætlar þú að fá þér? Er nefnilega í sömu sporum og þú, að ákveða hvernig kælingu og minni mig langar í
Re: Nýja riggið
Sent: Lau 24. Ágú 2019 17:05
af emil40
https://tolvutaekni.is/collections/kael ... tnskaeling
Þeir eru ekki með dagsetningu ennþá en hringja í mig þegar þeir eru komnir með dagsetningu
Ég er kominn á biðlista eftir 3900x hjá computer.is hann verður á 90þ þar. Ég ætlaði upphaflega í 3950x en ákvað að væri það besta fyrir peninginn. Fæ mér síðan vatnskælingu og 3200 mhz minni seinna. Byrja á að nota 2400 mhz minnið 32 gb.[/quote]
Veistu hvenær 3900X kemur til þeirra? Hvernig vatnskælingu ætlar þú að fá þér? Er nefnilega í sömu sporum og þú, að ákveða hvernig kælingu og minni mig langar í
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 26. Ágú 2019 21:48
af emil40
Móðurborðið komið í hús og ég pantaði í dag 3900x hjá kísildal þar sem þeir hjá computer.is vissu ekki hvenær þeir fengju hann né hvort að verðið sem þeir eru með á honum núna myndi örugglega standast. Núna er bara að bíða spenntur
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 27. Ágú 2019 12:35
af Tiger
emil40 skrifaði:Móðurborðið komið í hús og ég pantaði í dag 3900x hjá kísildal þar sem þeir hjá computer.is vissu ekki hvenær þeir fengju hann né hvort að verðið sem þeir eru með á honum núna myndi örugglega standast. Núna er bara að bíða spenntur
Kísildalur á 1stk á lager (núna kl 10 í morgun alla vegna) þar sem ég var að sækja minn og spurði hve magar þeir ættu eftir þannig að þú getur bara rúllað og sótt hann held ég.
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 27. Ágú 2019 15:37
af emil40
Ég verð ekki kominn með nægan pening fyrr en ég fæ útborgað grrr
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 27. Ágú 2019 18:49
af Mossi__
emil40 skrifaði:... né hvort að verðið sem þeir eru með á honum núna myndi örugglega standast.
Neytendalög kveða á um að það má ekki hækka verð á vöru eftir kaup.
Ef þú kaupir vöruna í dag og borgar hana. Þá er það verðið sem varan skal seljast á, og söluaðili á að taka á sig tapið.
Source- lenti í 3ja mánaða slag við Tölvutek árið 2012 sem endaði í Neytendasamtökunum
Lögin voru mér hliðholl.
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 27. Ágú 2019 20:07
af draconis
Þú verður sáttur með 3900x, þú ert ekki að fara að fá 1 meira fps einusinni í neinum leik, eða meira segja ef þú ert að spila og streama og horfa á einhvað í sömu tölvunni þá verður það nákvæmlega sama og 3950x, allavegana svo var mér sagt af einum snilling, 3950x er bara að fara að gera betra fyrir einhver vinnu forrit
Re: Nýja riggið
Sent: Mán 02. Sep 2019 16:21
af emil40
Þá er ég búinn að ganga frá greiðslunni á 3900x og að sjálfsögðu verslaði ég við KÍSILDAL þar sem ég keypti móðurborðið líka. Hann er uppseldur í augnablikinu en ég reiknaði líka með því þar sem ég gat ekki klárað málið fyrir mánaðarmótin. Hlakka bara mikið til þess að byrja að nota hann þegar hann kemur á klakann aftur. Það er móttó hjá mér að staðgreiða allt nenni engu veseni. Ég geri það jafnvel þótt að ég þurfi að bíða aðeins lengur eftir hlutunum
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 24. Sep 2019 18:17
af emil40
Jæja ég er loksins kominn með 3900x örrann í hendurnar. Núna á bara eftir að setja þetta saman, leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þetta verður allt saman
Re: Nýja riggið
Sent: Þri 24. Sep 2019 22:52
af emil40
Re: Nýja riggið
Sent: Mið 25. Sep 2019 00:53
af emil40
Hann kom fínt út á cinebench 20
Var í 3 sæti á öllum kjörnunum en í 1 sæti á einum kjarna. Ég er bara sáttur
Re: Nýja riggið
Sent: Mið 25. Sep 2019 07:53
af Mossi__
Snilld!
Snillingur!
Njóttu
Re: Nýja riggið
Sent: Mið 25. Sep 2019 16:12
af emil40
takk vinur