appel skrifaði:Er að velta fyrir mér kostnaði við að endurnýja baðherbergi. Mér hefur verið sagt að það kosti 1-2 millur lágmark.
Hver er reynsla manna af þessu?
Kostnaður við að endurnýja baðherbergi x er ekki sami og að endurnýja baðherbergi x.
Því meira sem þú breytir til =
Ég vann sem pípari í 7 ár, þokkalegur í öllu sem flokkast undir "manual-labor", gerði allt saman sjálfur í fyrstu íbúðinni sem ég keypti, það var:
1. Reif út baðkar, gólfefni og flísar, innréttingar og tæki, lítill ofn fjarlægður.
2. Setti sturtu í stað baðkar (100x100) og þvottavéla innréttingu við hliðiná sturtunni með vegg á milli (þvottahús var annarstaðar í íbúðinni sem ég tappaði allar lagnir í og gerði að skrifstofu). Að setja sturtu í stað baðkars þýddi, færa neysluvatnslagnir fyrir blöndunartæki ásamt brot í gólf fyrir niðurfalli og tengingar (þetta var walk-in sturta, í flútti við gólfið).
3. Ný Innrétting sett upp ásamt nýrri handlaug, ný blöndunartæki, nýr vatnslás og annað tilfallandi efni.
4. Klósett var fært um 10-15cm til að gera pláss fyrir 1x1m sturtunni, ásamt því að hafa það vegghengt á utanáliggjandi flísuðum klósettkassa.
5. Settur upp 60x120 handklæðaofn (króm).
6. Flísað og fúgað hátt og lágt.
Ég er örugglega að gleyma einhverju, en efni keypti ég hér og þar, ekkert endilega dýrasta eða nákvæmlega það sem mig langaði MEST í, heldur það sem hentaði og ég taldi vera svona "neutral" uppá endursölu á íbúðinni þegar kæmi að því þar sem þetta var ekki framtíðareign.
Efnið kostaði mig um 400 þúsund þegar allt var komið, ég gerði þetta í sumarfríinu mínu og tók mig um 2 vikur, frá því ég byrjaði að rífa út og þangað til að ég fór í fyrstu sturtuna, tannburstaði mig í vasknum og sturtaði niður í klósettinu
Til að sjá heildarmyndina á öllu umfanginu mæli ég með að byrja að skrifa niður hvað þú ætlar að gera, hverju þú ætlar að skipta út, færa, breyta, osfv og búa síðan til innkaupalista útfráþví, til að fá betri heildarmynd hvað þú þarft nákvæmlega, fara síðan í að surfa verslanir og sjá hvað er í boði og hvað þú myndir vilja, skrifa niður verð, og vera með innkaupalistann meðferðis.
Það er alltaf hægt að fá díla í öllum verslunum, en gott er ef þú þekkir iðnaðarmenn
Gangi þér vel, ekki hika við að senda mér skiló ef ég get svarað einhverju fyrir þig