Síða 1 af 1
Forrit fyrir File Recovery
Sent: Fim 08. Ágú 2019 13:02
af GTi
Góðan daginn vaktarar,
Hvaða forrit (helst frítt) er best til þess að framkvæma File Recovery af minniskubbum?
Eitthvað sem er ekki stútfullt af vírusum og einhverjum ads.
Takk fyrir.
Re: Forrit fyrir File Recovery
Sent: Fim 08. Ágú 2019 14:55
af zetor
Er þetta minniskort úr myndavél?
Re: Forrit fyrir File Recovery
Sent: Fim 08. Ágú 2019 15:45
af GTi
Nei, þetta er minniskort úr farsíma. Samsung Galaxy S8.
En tilgangurinn einungis til að reyna ná í ljósmyndir sem var óvart eytt.
(Ég ráðlagði mágkonu minni sem á símann að slökkva á símanum og taka kortið úr svo hún myndi ekki yfirskrifa 'týndu' myndirnar).
Ég ætla svo að tengja við tölvu og sjá hvort eitthvað af þessum myndum séu sjáanlegar.
Re: Forrit fyrir File Recovery
Sent: Fim 08. Ágú 2019 17:41
af olihar
https://www.cgsecurity.org/wiki/PhotoRec
Getur tekið complete afrit af kortinu yfir á tölvuna og unnið með þá skrá (Image) svo þú sért ekki að fikta á kortinu.
Re: Forrit fyrir File Recovery
Sent: Fim 08. Ágú 2019 23:13
af Sporður
Styð photorec.
Hef notað þetta á nokkur minniskort, meira að segja á harða diska.
Það er alveg ótrúlegt hvað það nær að endurheimta af gögnum.