Síða 1 af 1
Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mán 29. Júl 2019 21:01
af mikkimás
Sælir.
Þetta er nethraðinn hjá mér yfirleitt með venjulega nettengingu:
https://www.speedtest.net/result/8457393880
Hvað get ég gert ráð fyrir að hraðinn verði raunhæft séð með ljósleiðara Mílu?
(Ég tek ekki mikið mark á markaðssetningu yfirleitt.)
Er það mismunandi eftir staðsetningu?
Ég er að fara á næstu vikum að flytja inn í glænýja íbúð þar sem mér skilst að ljósleiðarinn sé beint inn í íbúðina, ekkert ljósnet sem sagt.
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mán 29. Júl 2019 21:22
af Predator
Ég er með ca 800-900 upp og niður á gagnaveitu ljósi.
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mán 29. Júl 2019 21:29
af mikkimás
Predator skrifaði:Ég er með ca 800-900 upp og niður á gagnaveitu ljósi.
66faldur hraði?
Ég er svo gamaldags, er smeykur um að fá víðáttubrjálæði.
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mán 29. Júl 2019 22:31
af DJOli
100/100 er mjög ásættanlegur hraði á ljósleiðaratengingu fyrir þá sem eru ekki kröfuharðir. Þú ættir hinsvegar að geta fengið upp í 1000/1000 (1gbps í báðar áttir) ef þig langar, þegar þú ert fluttur, þ.a.s.
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mán 29. Júl 2019 23:03
af kjartanbj
Mín reynsla af mílu ljósi er verri en af Gagnaveitu ljósi, sjaldnast uppgefin hraði sem næst og töluvert meira latency
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Þri 30. Júl 2019 00:12
af kornelius
Þetta er greinilega algjör drasl tenging miðað við niðurhal/upphals myndina sem þú sendir, ég er alltaf að ná yfir 900Mbps bæði í niður og upphali hjá Orkuveitunni/Nova
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Þri 30. Júl 2019 08:01
af brain
kornelius skrifaði:Þetta er greinilega algjör drasl tenging miðað við niðurhal/upphals myndina sem þú sendir, ég er alltaf að ná yfir 900Mbps bæði í niður og upphali hjá Orkuveitunni/Nova
Ath að hann er ekki búinn að fá tenginguna.
Re: Hraði ljósleiðara Mílu m.v. venjulegt net
Sent: Mið 31. Júl 2019 10:35
af Dropi
Oftast ertu takmarkaður af endabúnaði. 100/100 er ekkert mál en fyrir 1000/1000 þarftu endabúnað og router sem nær að halda þessum hraða uppi.
Ef þú ferð í hröðustu tenginguna máttu eiga von á að sjá hraða kannski í kringum 400 ef endabúnaðurinn er ekki góður, og sérstaklega ef þú ert að nota lélegt WiFi sérðu alveg niður í 70.
Það eru margar breytur, ertu tengdur með kapli beint í tölvuna? Ertu með góðann router eða færðu góðan frá þeim? Ef svo er, 1000/1000 afhverju ekki.
Ertu á WiFi? Ertu með öflugan WiFi-5 eða 6 sendi? Ertu að mæla á símanum eða fartölvu með góðum móttakara? 100/100 ætti að vera alveg nóg ef þú ert ekki viss.