Síða 1 af 1
Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Mið 24. Júl 2019 23:21
af appel
SAMSUNG SJÓNVARP 75 BEINT UHD 2300PQI
Módel:
UE75NU8005TXXC (2300 PQI)
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... hd-2300pqi
(reyndar segja þeir 2500 PQI í lýsingunni!! engin furða að maður er ringlaður!!)
vs
Samsung Sjónvarp 4K sería 8
Módel:
UE75NU8009TXZG (2500 PQI)
https://vefverslun.siminn.is/vara/samsu ... -tv-nu8000
Ég átta mig engan veginn á muninum á þessum sjónvörpum. NU8005 vs NU8009. Þessi módel númer hjá Samsung eru glórulaus fyrir mér.
En einhver munur hlýtur að vera fyrst það er 200 PQI munur á þeim.
Eða er þetta bara nákvæmlega sama tækið?
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Mið 24. Júl 2019 23:34
af mercury
tjah sama hver munurinn er þá stórefa ég að hann sé svo mikill að það myndi réttlæta 75þús kr verðmun. PQI er ef ég man rétt picture quality index.
Mögulega örlítið betri mynd en ætti ekki að muna miklu. Bæði eru með HDR10+ sé ég. engar svaka upplýsingar um tækin hjá símanu.
Þegar ég fór að skoða þetta betur þá er í tækknilegum upplýsingum hjá ormsson PQI 2500 sem er það sama og hjá símanum.
Svo ég tæki án efa það tæki.
En það eina sem ég veit um þessi nöfn þá er amk 6000 -> 7000 -> 8000 -> 9000 í raun bara "gæðaflokkur" hve vönduð tækin eru. sama á við um q6 q7 q8 q9.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Mið 24. Júl 2019 23:36
af Skaz
Eini annar munurinn sem að ég sé á specs er að NU8005 er sagt hafa HDR 1000 á meðan NU8009 er sagt hafa HDR Elite
Hvort er betra get ég ómögulega sagt til um.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Fim 25. Júl 2019 20:04
af audiophile
Má líka benda á að NU tæki eru 2018 tæki frá því í fyrra. Tæki með RU í nafninu eru nýju 2019 tækin.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Fim 25. Júl 2019 21:37
af appel
audiophile skrifaði:Má líka benda á að NU tæki eru 2018 tæki frá því í fyrra. Tæki með RU í nafninu eru nýju 2019 tækin.
skv. rtings.com eru RU tækin síðri en NU tækin.
https://www.rtings.com/tv/tools/compare ... eshold=0.1
The Samsung NU8000 is a bit better than the Samsung RU8000. The NU8000 also has a local dimming feature that can improve dark room performance. The NU8000 has better SDR peak brightness and is more suitable if you have a bright room. The NU8000 can also get brighter in HDR and has a better color volume, which is great for HDR content. The RU8000, on the other hand, has a lower input lag, good for gaming, and a faster response time, great for watching sports.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Fös 26. Júl 2019 19:39
af appel
Stökk á þetta hjá Ormsson, enda búið að stórlækka, greinilega að hreinsa lager, auk þess með auka-helgarafslætti. Komið í 269.900 kr. Hlægilegt verð fyrir svona tæki.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Fös 26. Júl 2019 19:46
af mercury
appel skrifaði:Stökk á þetta hjá Ormsson, enda búið að stórlækka, greinilega að hreinsa lager, auk þess með auka-helgarafslætti. Komið í 269.900 kr. Hlægilegt verð fyrir svona tæki.
Fyrir 75" 8000 Línu frá Samsung þá held ég að þetta séu geggjuð kaup! Verður varla svikinn.
Til lukku með þetta.
Re: Samanburður á þessum 75" sjónvörpum?
Sent: Fös 26. Júl 2019 21:53
af appel
mercury skrifaði:appel skrifaði:Stökk á þetta hjá Ormsson, enda búið að stórlækka, greinilega að hreinsa lager, auk þess með auka-helgarafslætti. Komið í 269.900 kr. Hlægilegt verð fyrir svona tæki.
Fyrir 75" 8000 Línu frá Samsung þá held ég að þetta séu geggjuð kaup! Verður varla svikinn.
Til lukku með þetta.
Já, þetta er fínt tæki. Ég fattaði að það var eitt nákvæmlega eins svona tæki í fundarherbergi í vinnunni hjá mér, þannig að ég tók mér hálftíma fund einn og var að prófa tækið. Það er þrusufínt fyrir þennan pening og myndgæðin fín.
En auðvitað ef maður ber það saman side-by-side við t.d. QLED Q9 sem kostar 750 þús þá sér maður mun, en held að ignorance is a blizz og vera ekki að pæla of mikið í þessum "ekta svarta" lit eða reyna sækjast eftir 1000 nits og hinu og þessu, þá fer maður að tæma bankareikninginn.