Síða 1 af 1

Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fim 18. Júl 2019 22:56
af HalistaX
Sælir meistarar!

Mynd

https://kisildalur.is/?p=2&id=661

Hvað kallast svona snúra? Er eitthvað orð sem maður getur google'að til þess að auðvelda manni að finna hvar er hægt að kaupa svona snúru?

Er þetta til í t.d. Elko eða Tölvulistanum? Ég nenni ekki að skrolla í gegnum 300 blaðsíður af köplum til þess að reyna að finna þennan eina...

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fim 18. Júl 2019 23:01
af Moldvarpan
power cord for computers? :fly :lol: :lol: :lol: :lol:

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fim 18. Júl 2019 23:03
af hagur
C13 heitir þetta. Female C13 plug.

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fim 18. Júl 2019 23:18
af HalistaX
hagur skrifaði:C13 heitir þetta. Female C13 plug.
Hagur hnyppir í verðlaunin að þessu sinni. Það er að gefa að google'a "C13 snúra"

https://www.google.com/search?ei=3fwwXe ... CAo&uact=5

https://elko.is/valueline-rafmagnssnura ... eb10030b20

https://www.tl.is/product/tolvu-straumk ... ukoc13-18m

https://ja.is/vorur/vara/4924/

Hér hjá Computer.is stendur reyndar "Karl", en ætli það sé ekki bara saklaus villa...

https://www.computer.is/is/product/kapa ... m-90%C2%B0
Moldvarpan skrifaði:power cord for computers? :fly :lol: :lol: :lol: :lol:
Gott gisk hahaha :lol: :lol: , nema hvað að þetta myndi ekki skila mörgum Íslenskum leitarniðurstöðum hahaha :lol:

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 07:45
af hagur
HalistaX skrifaði:
hagur skrifaði:C13 heitir þetta. Female C13 plug.
Hér hjá Computer.is stendur reyndar "Karl", en ætli það sé ekki bara saklaus villa...
https://www.computer.is/is/product/kapa ... m-90%C2%B0
Schuko karl eiga þeir líklega við, þ.e hinn endinn á snúrunni sem fer í "vegginn". Það er vissulega karl ;)

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 08:43
af Sallarólegur
Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 09:28
af HalistaX
Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D
Og má það bara? Ég meina, er það yfir höfuð hægt? Myndi það virka sem skildi?

Þú verður að detta betur inní þetta og framkvæma svo einn daginn, væri gaman að sjá!

Hefði ekkert á móti því sjálfur að fækka snúrunum um eina á gólfinu hjá mér... Svo á ég líka Rokit5 monitor'a sem hefðu gott af því að deila köplum, þoli ekki þessa hrúgu sem þeir skilja eftir sig...

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 09:44
af Sallarólegur
HalistaX skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D
Og má það bara? Ég meina, er það yfir höfuð hægt? Myndi það virka sem skildi?

Þú verður að detta betur inní þetta og framkvæma svo einn daginn, væri gaman að sjá!
Já, þetta er bara eins og að nota fjöltengi.

Ég er alfarið búinn að skipta yfir í laptop svo ég mun ekki græja þetta í bráð :baby

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 10:35
af HalistaX
Sallarólegur skrifaði:
HalistaX skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D
Og má það bara? Ég meina, er það yfir höfuð hægt? Myndi það virka sem skildi?

Þú verður að detta betur inní þetta og framkvæma svo einn daginn, væri gaman að sjá!
Já, þetta er bara eins og að nota fjöltengi.

Ég er alfarið búinn að skipta yfir í laptop svo ég mun ekki græja þetta í bráð :baby
Laptop? Og þú ert inná Desktop PC Perraspjallinu fræga? For shame! FOR SHAME!!!

Rétt vona að þú sért ekki að spila neina leiki í þessu Lap-top-i þínu... :pjuke

Það er bara grátlegt að vita af ef svo er, nema auðvitað að það sé Desktop GPU í henni eins og 1060 eða 1070... Þá færðu mína blessun! EN BARA ÞÁ!!!

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 13:16
af jonsig
IEC standard haus .þetta er IEC320 haus seinna nefndur 60320

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 14:00
af netkaffi
Ég hef alltaf kallað þetta power kapal, eða PC power kapal.

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 15:10
af Kristján Gerhard
Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D
Einu sinni var nú alltaf úttak á aflgjafanum fyrir skjáinn. Það var ekki svo galið.

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 15:43
af jonsig
Kristján Gerhard skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Fyrst við erum á þessu topic, smá dund sem ég hef alltaf ætlað að gera en aldrei framkvæmt.

Til að "fækka" snúrum er best að tengja rafmagnssnúruna við aflgjafann í Y-splitti og tengja svo skjáinn beint úr því með C13 framlengingu.

:D
Einu sinni var nú alltaf úttak á aflgjafanum fyrir skjáinn. Það var ekki svo galið.
Gegnumgangur kallast þetta, spes af hverju það hætti. En er þetta ekki allt slaufað saman með usb-c á næstunni?

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 15:58
af HalistaX
netkaffi skrifaði:Ég hef alltaf kallað þetta power kapal, eða PC power kapal.
Maður þarf svona kapal fyrir margt annað en bara PC tölvuna... Það væri eins og að kalla bíl "Búða-ökutækið", því maður á það til að fara útí búð á honum...

Re: Hvað heitir svona snúra nákvæmlega?

Sent: Fös 19. Júl 2019 16:55
af netkaffi
HalistaX skrifaði:
netkaffi skrifaði:Ég hef alltaf kallað þetta power kapal, eða PC power kapal.
Maður þarf svona kapal fyrir margt annað en bara PC tölvuna... Það væri eins og að kalla bíl "Búða-ökutækið", því maður á það til að fara útí búð á honum...
Það er fullt af dóti sem heitir svona eitthvað án þess að það sé fullkomið samkvæmt einhverri ímyndun. PC power kapall segir þér þetta bara að þetta sé power kapall fyrir PC. Ég er alveg sammála því að það væri hægt að finna upp eitthvað sniðugt og meira universal nafn. En svo eins og búið að koma fram heitir þetta líka C13. Svona er þetta bara kúturinn.