Síða 1 af 1

Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 10:32
af Hreggi89
Mér áskotnaðist þessi fína túba í vikuni, iiyama Vision Master Pro 510 22".

Mynd
Mynd

Ég paraði hana með GTX 470 því það er besta skjákortið sem ég hef við hendina sem getur sent út VGA merki og keyrir það CS:GO eins og draumur. Er að vinna með 2048x1536@80hz, 1600x1200@103hz, 1280x1024@122hz og 1024x768@162hz.

Mynd

GTX 470 er hinsvegar ekki að ná að keyra Apex Legends á þessum hraða þannig ég fór að leita lausna, prufaði að gera það sem Linus er að gera hér:



Nema hvað að iGPU í 4770k gegnum GA-Z87X-UD5H nær ekki að outputta nema 1280x1024@75hz gegnum VGA þrátt fyrir rock solid performance frá RX 480, þannig ég er ekki að nýta skjáinn þó ég sé með aflið í það.

Mynd
Mynd
Mynd

Ég er búinn að setja inn ÓE póst hérna á vaktinni að óska eftir GTX 980 Ti sem er besta kortið með VGA möguleika, en mig langar að forvitnast um hvort einhver hér hafi reynslu af iGPU með VGA út. Skv upplýsingum um móðurborð og örgjörva á ég að geta sent 1920x1080@60hz analog en ég er ekki að komast nálægt því af einhverri ástæðu, ég reyndi að gera Custom Resolution í Intel Graphics Settings en fæ alltaf "Exceeding bandwith" villu þegar ég reyni að gera upplausn með alvöru refresh rate. Mig grunaði að þetta tengdist því að það er ekki VGA tengi í borðinu heldur DVI-I annað en með t.d. GA-Z87X-UD3H, en það meikar ekki mikin sens nema Gigabyte séu að nota misgóða DAC eða RAMDAC, eða bara yfir höfuð lélega,
því GTX 470 og meira að segja Gt 9600 keyra skjáinn auðveldlega gegnum DVI-I.

https://www.gigabyte.com/Motherboard/GA ... v-1x/sp#sp

https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html

Allar uppástungur og hugmyndir velkomnar :japsmile

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 13:03
af Fumbler
Gaman af þessu, sérstaklega þegar þessi og "Úrelt tækni í notkun í dag" þráðurinn eru hlið við hlið

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 13:18
af Dropi
Hreggi89 skrifaði:Mynd
Hvað færðu mörg FPS með skálina ofaná frekar en innaní kassanum :-k

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 14:07
af Sallarólegur
Hvað er í skálinni?

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 14:52
af Storm
Ef þú kemst ekki í 980ti, hvað með nýrra kort og active displayport í VGA adapter?

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 16:18
af Hreggi89
Storm skrifaði:Ef þú kemst ekki í 980ti, hvað með nýrra kort og active displayport í VGA adapter?
Þeir eru víst ekki að gera sig fyrir svona high-end skjái, þeir eru yfirleitt rate-aðir fyrir 1080p60hz sem eru 2.07MP (MegaPixlar), það er svipað og 1600x1200 (1.92MP) nema að ég vil helst keyra það á 100hz. Langar þó alveg að prufa það en skv reviews eru þessir adapterar ekki að gera sig í svona lagað.

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fim 11. Júl 2019 16:53
af Hizzman
Sallarólegur skrifaði:Hvað er í skálinni?
Coco puffs ?

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fös 12. Júl 2019 12:08
af Hreggi89
Hizzman skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hvað er í skálinni?
Coco puffs ?
Hafrajógúrt (Yosa, fæst í Bónus) með hnetublöndu, epli og rúsínum. Nýja uppáhalds millimálið :D

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fös 12. Júl 2019 12:38
af Sallarólegur
Hreggi89 skrifaði:
Hizzman skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hvað er í skálinni?
Coco puffs ?
Hafrajógúrt (Yosa, fæst í Bónus) með hnetublöndu, epli og rúsínum. Nýja uppáhalds millimálið :D
Vegan Mynd

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fös 12. Júl 2019 12:51
af Moldvarpan
Tilhvers að nota þennan skjá? Am i missing the point?

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fös 12. Júl 2019 15:12
af Hreggi89
Moldvarpan skrifaði:Tilhvers að nota þennan skjá? Am i missing the point?
Fyrir utan nostalgiu faktorinn þá er þetta rosalega skemmtileg tækni. Svartur er svartur (eins og plasma og oled), 0ms latency og myndin er bara eitthvað svo rosalega næs. Var að nota AOC VA 144hz 1ms panel sem ég seldi, fyrir utan ghosting í honum þá er bara eitthvað við myndina í túbum sem virkar fyrir mig. Ég spilaði UT2004 aðeins competitively sem var mjög hraður leikur og mér finnst eins og augu mín hafi ekki enn vanist LCD panelum þegar kemur að því að skanna umhverfið. Ég asnaðist svo til að kaupa mér vel útlítandi en ekkert sérlega góðan 19" lcd fyrir uþb 15 árum í stað þess að uppfæra í aðra túbu og ég skildi ekkert afhverju það varð allt í einu voða óþægilegt að spila FPS leiki, þegar ég lít tilbaka var það klárlega skjárinn. Þannig ég er bara að ryfja upp gamla daga og tjékka hvort það sé eitthvað varið í að spila á þessu í dag :)


Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Fös 12. Júl 2019 15:43
af SolidFeather
Kannski kemur þessi þráður að gagni

https://hardforum.com/threads/24-widesc ... 8/page-413

Orðinn ansi langlífur og menn að ræða svipuð vandamál.

Re: Að nota túbu í dag, reynslusaga og pælingar

Sent: Lau 13. Júl 2019 23:06
af Hreggi89
SolidFeather skrifaði:Kannski kemur þessi þráður að gagni

https://hardforum.com/threads/24-widesc ... 8/page-413

Orðinn ansi langlífur og menn að ræða svipuð vandamál.
Já það eru heldur betur nytsamlegar upplýsingar þarna, þakka þér!

Og þessi Sony GDM FW900 :hjarta

Þið megið endilega láta mig vita ef þið rekist á eina slíka á víðavangi :guy