Síða 1 af 1

Timings vandamál

Sent: Lau 09. Apr 2005 01:39
af MuGGz
Ég var að fjárfesta mér í svona minni, og er það skráð 2 - 3 - 2 - 6

enn það er að keyra hjá mér í 2,5 - 3 - 3 - 8 ... :?

Sent: Lau 09. Apr 2005 02:04
af Cascade
Vá hvað þú ert að lenda í mörgum kjánalegum vandræðum..

En allavega, timings sem eru skráð í SPD kubbinn eru oft slakari heldur en rated, gert til að tölvan booti örugglega.

Ferð bara í BIOS og stillir timings manual.


Næst, RTFM

Sent: Lau 09. Apr 2005 11:32
af Stutturdreki
Getur líka verið að þetta sé stillt Manually á 2.5-3-3-8.. eiginlega alltof slappt fyrir SPD. Getur séð SPD timings í SPD flipanum..

Annars var ég að fjárfesta í OCZ Platinium EL og þá þurfti ég að hækka voltin á minninu úr 2.6 í 2.8 til að ná uppgefnum timings. Þú getur prófað það, minnið þitt á að þola 2.8v án þess að detta úr ábyrgð.