Síða 1 af 1

Tengja tölvu við sjónvarp

Sent: Lau 09. Apr 2005 00:35
af zaiLex
Ég er að reyna að tengja lappa við sjónvarp með tv-out og það er bara ekki að virka, þegar ég kveiki á tölvunni þá sést windows loading screenið á sjónvarpsskjánum en þegar maður kemst inní windowsið sjálft þá hverfur allt af sjónvarpsskjánum. Það er ekkert hægt að stilla í skjákortstillingunum sambandi við tv-out, en það er einn og "fn-takki" sem togglar lcd/tv en hann hjálpar ekki.

Og í hvað á ég að tengja til að fá svo hljóð frá tölvunni í sjónvarpið? ég er með þessi 3 með 3 litum (gulur,hvítur,rauður)

EDIT: Já btw ég er með alla nýjustu drivera og þetta hefur alltaf virkað áður hjá mér þegar ég geri þetta sem er reyndar ekki oft.

Sent: Lau 09. Apr 2005 00:55
af gutti
Þú þarft að fá scart kubb sem fæst í raftæki búðum, til að setja í sjónvarpið eða snúra með. Scart tengi öðru megin, en S-VHS og 3.5mm jack fyrir hljóð hinum megin frá 2 metra til upp úr

Sent: Lau 09. Apr 2005 01:00
af zaiLex
Geturu gefið mér link á einhvern að selja akkúrat svona á íslandi ? :oops:

Sent: Lau 09. Apr 2005 02:22
af Major Bummer

Sent: Lau 09. Apr 2005 17:41
af MezzUp
Hvernig snúru ertu með á milli tölvunnar og sjónvarpsins?
Ef að þú ert með RCA á sjónvarpinu þá liggur einfaldast við að þú fáir þér 'mini-jack í RCA' snúru.

En þú segir „Það er ekkert hægt að stilla í skjákortstillingunum sambandi við tv-out“, ertu alveg handviss um það? Hvernig skjákort er þetta? Hvaða Windows ertu með?
Ertu búinn að prófa að stilla upplausnina á 800x600?

Ef að ég væri þú myndi ég aðeins leita á Google, finnur líklega margt þar.

Sent: Lau 09. Apr 2005 20:31
af zaiLex
Jamm 800x600 upplausn virkar ekki, þetta er SiS 650 skjákort, ég er með windows xp pro, google er ekki að hjálpa mér, ég er ekki með rca tengi á sjónvarpinu. Hvernig tengi er mini-jack ?

Ég kaupi mér líklegast tv-out í rca og svo rca í scart og tengi það svoleiðis, mér var sagt að það væri best.

Sent: Lau 09. Apr 2005 22:05
af MezzUp
mini-jack = 3.5mm jack
En í hvað ertu með tengt á sjónvarpinu núna?
Og hvað er „tv-out í rca“?

Sent: Sun 10. Apr 2005 12:53
af zaiLex
Ég er bara með tv-out tengt í sjónvarpið,

tv-out myndi vera tengi tengt frá tv-out tenginu í tölvunni sem breytist í rca á hinum endanum, er það ekki til eða ? :oops:

Sent: Sun 10. Apr 2005 14:50
af MezzUp
zaiLex skrifaði:Ég er bara með tv-out tengt í sjónvarpið,

tv-out myndi vera tengi tengt frá tv-out tenginu í tölvunni sem breytist í rca á hinum endanum, er það ekki til eða ? :oops:
Hmm, ekki til neitt sem heitir „TV-Out“ tengi held ég, þótt að t.d. sum Nvidia kort séu með sérstöku tengi fyrir TV-In/Out millistykki sem skiptist síðan í 2xRCA og 2xS-Video tengi.

En hérna, ertu 100% viss um að það sé ekkert í stillingum um þetta?
Þú segir að þetta hafi virkað hjá þér áður, ýttirðu þá bara á Fn takkan og hinn sem að toggluðu LCD/TV?
Hvenær/afhverju hætti þetta að virka?

Sent: Sun 10. Apr 2005 15:19
af galileo
ég notaði bara s-vhs það virkaði lang best var að reyna að gera þetta líka um daginn það er þráður um þetta hér á vaktinni sem ég bjó til.

Sent: Sun 10. Apr 2005 16:00
af zaiLex
Þetta virkaði alltaf áður, þá var ekkert vesen með þetta, ég var bara að uppgötva þennan lcd/tv toggle takka útaf það er vesen núna. Með tv-out snúru meina ég s-vhs snúru. Ég hef enga hugmynd afhverju þetta hætti að virka. Já það er ekkert í stillingunum sambandi við þetta, tengist hardware acceleration eða write combining eitthvað þessu?

Sent: Sun 10. Apr 2005 16:29
af MezzUp
Nei, þú átt ekkert að þurfa að breyta þeim til þess að fá þetta til þess að virka. En ef að þú varst að breyta þeim stillingum áður en þetta hætti að virka ættirðu að prófa að breyta þeim til baka.

En hérna, hvernig kveiktirðu þá á TV-Out áður? Þurftirðu bara að tengja eða?

Sent: Sun 10. Apr 2005 17:04
af zaiLex
Ég var ekki neitt að fikta í þeim stillingum nei, áður þyrfti ég bara að tengja já.