Síða 1 af 1
Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Mán 03. Jún 2019 16:29
af Icarus
Eins og margir er ég í sífelldri baráttu við draslið í bílskúrnum. Langar að koma dekkjunum af gólfinu en ég er með talsverða lofthæð svo ég ætla að hengja þau upp.
Veit einhver hvar ég fæ eitthvað svona eða sambærilegt? Þarf að geta geymt 8 dekk (ekki á felgum).
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Mán 03. Jún 2019 17:17
af pepsico
https://www.ajvorulistinn.is/voruhusi/d ... 1575278.wf
Hef líka séð flotta dekkjahillu í BYKO áður checkaðu á þeim líka fyrir verðsamanburð.
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 06:28
af brain
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 10:12
af mikkimás
Myndin er óskýr, en sé þetta hillan sem mér sýnist vera, þá er hún djöfulsins martröð að setja saman.
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 12:40
af Icarus
Í öllum þessum tilfellum stendur þetta á gólfinu, ég vill koma þessu uppí loft. Nýta breiddina og hafa þetta bara einfalda röð.
Þarf að taka rúnt í þessar helstu verslanir bara, ætli maður endi ekki með að útbúa eitthvað sjálfur.
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 12:44
af vesi
Ég fékk mér bara 2stóra vinkla og festi á vegg með múrboltum.
Set svo 2 dekk á hvorn.
Kemur snyrtilega út og kostar ekki handlegg
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 13:08
af Hizzman
Það er auðvelt að smíða eitthvað þessu líkt með Dexion prófílum.
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 14:33
af pepsico
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Þri 04. Jún 2019 14:35
af kubbur
Ef þau eru ekki á felgum þá hugsa ég að það sé ódýrast að kaupa 2 króka og hengja upp í loft og binda spotta í annan og draga í gegnum dekkin og í hinn og hífa upp og binda fast
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Mið 05. Jún 2019 10:16
af methylman
Ef þú hafur nægt pláss á vegg og dekkin ekki há þá er þessi lausn snjöll og ættir að geta fengið eða smíðað eitthvað líkt þessu
https://www.amazon.com/Wheel-Hangers-Se ... way&sr=8-8
Re: Skipulag dekkjageymslu í bílskúr
Sent: Mið 05. Jún 2019 10:26
af Icarus
Takk fyrir þessar hugmyndir, þessar lausnir á Amazon eru ekkert neitt voða dýrar og ætli maður endi ekki með að panta bara þannig.
Virðist sem það sé lítur útúr því að hafa að reyna að smíða þetta sjálfur.