Síða 1 af 1

CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Sent: Mið 29. Maí 2019 16:49
af steini_magg
Nú er maður að spá í lyklaborð og er pínu möst að hafa íslenska stafi. Það vill þannig til að Cooler Master er með íslenska stafi (fæst í TL á 500kr) en ég hef ekki mikinn áhuga á þeim lyklaborðum (það myndi þá vera MK750). Ég er þannig að velta fyrir mér hvort einhver þekkir til um hvernig þeir passa á önnur lyklaborð, helstu merkin sem ég er að spá í er Corsair, Ryzen og Steelseries (eru að koma með eitthvað klikkað lyklaborð það sem þú stjórnar hvernær er virkar). Ég nefnilega hef ekki fundið einhvern framleiðanda sem er með íslensku.

Fyrir fram þakkir

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Sent: Fim 30. Maí 2019 00:24
af einarn
Þegar ég pantaði Unicomp erlendis frá, þá bað ég sérstaklega um Íslenskt layout og þeir græjuðu það fyrir mig fyrir rúman þúsund kall. Spurning að spyrja hvort hægt sé að græja það? ef þu ætlar að panta að utan þ.e.a.s

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Sent: Fim 30. Maí 2019 12:59
af mind
Ef hitt lyklaborðið er líka cherry mx þá ættu takkarnir að virka á milli EN þú þyrftir líka athuga að físikt stærð takkanna sé nógu lík, t.d. hæð og rúnun.

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Sent: Fim 30. Maí 2019 19:05
af Nariur
Tölvutek er með Ducky lyklaborð með íslenskum stöfum. Ég mæli hiklaust með þeim.

Re: CM takkar á öðrum lyklaborðum?

Sent: Lau 01. Jún 2019 17:11
af steini_magg
mind skrifaði:Ef hitt lyklaborðið er líka cherry mx þá ættu takkarnir að virka á milli EN þú þyrftir líka athuga að físikt stærð takkanna sé nógu lík, t.d. hæð og rúnun.
Ég sé ekki neitt um "keycaps" hjá lyklaborðsframleiðundunum.
Nariur skrifaði:Tölvutek er með Ducky lyklaborð með íslenskum stöfum. Ég mæli hiklaust með þeim.
Ég vill lyklaborð með macro og sérstaka "media key" sem Ducky hefur ekki.