Síða 1 af 1

Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 10:53
af sunna22
Halló er að spá í hvort maður ætti að byrja á að lesa bækurnar.Horfa svo á þættina eða horfa fyrst á þættina og lesa svo bækurnar. Það væri mjög gott að fá álit.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 10:56
af appel
Það væri enginn að pæla í Game of Thrones ef sjónvarpsþættirnir hefðu ekki verið gerðir.
Svoldið spurning hvort þér finnst gaman að lesa bækur eða ekki. Sumir nenna ekki að lesa neitt.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 11:05
af sunna22
Já en svo segja margir að bækurnar séu ekkert líkar þáttunum.Þannig að kannski les maður bækurna jafnt og horfa á þættina.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 11:56
af littli-Jake
Ég er dolfallinn aðdáandi GoT og ég er með svarið.
Horfðu fyrst og lestu svo. Ég byrjaði ekki að lesa fyrr en sería þrjú var í sýningu og ég ákvað að lesa ekki fram úr þáttunum. Bókin mundi spila þáttunum en þættirnir geta ekki spilt bókunum.

Bækurnar eru alltaf betri

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 11:57
af littli-Jake
:money
appel skrifaði:Það væri enginn að pæla í Game of Thrones ef sjónvarpsþættirnir hefðu ekki verið gerðir.
Svoldið spurning hvort þér finnst gaman að lesa bækur eða ekki. Sumir nenna ekki að lesa neitt.
Bara svipað og enginn mundi pæla í Lord of the rings ef ekki væri fyrir myndirnar.....

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 12:08
af akarnid
Fyrstu 4 seasonin fylgdu bókunum nánast orðrétt. Síðan var farið að skálda í og sleppa sumu og auðvitað var lokaseasonið bara til í hausnum á B&W

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 14:51
af GuðjónR
Þeir hefðu mátt sleppa seríu 8.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 17:17
af dISPo
Ég hef lesið allar bækurnar og horft á þættina. Finnst bækurnar skemmtilegri, betri sögu- og persónusköpun. Mér hefur þó alltaf fundist best að horfa fyrst og lesa svo þar sem bækur eru yfirleitt mun nákvæmari.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 19:52
af Sporður
littli-Jake skrifaði::money
appel skrifaði:Það væri enginn að pæla í Game of Thrones ef sjónvarpsþættirnir hefðu ekki verið gerðir.
Svoldið spurning hvort þér finnst gaman að lesa bækur eða ekki. Sumir nenna ekki að lesa neitt.
Bara svipað og enginn mundi pæla í Lord of the rings ef ekki væri fyrir myndirnar.....
Rólegur. Hringadróttinssaga var um það bil 40-50 ára þegar myndirnar voru gerðar. Hafði örugglega verið þýdd á öll tungumál auk þess sem einhverjir höfðu gert teiknimyndir og líklegast fleiri en tvær.

A song of Ice and Fire hinsvegar var eitthvað sem fæstir þekktu nema fantasíunördar.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 22:27
af razrosk
Audible, hlustaðu á bækurnar fyrst.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Fös 24. Maí 2019 22:55
af appel
Amk hafa þættirnir enda.. ekki bækurnar og höfundurinn háaldraður.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Lau 25. Maí 2019 22:21
af hallizh
Ég myndi hiklaust mæla með að lesa fyrst, horfa svo.

Sumir kaflar í þessum bókum eru hreinlega ógleymanlegir, og ég er mjög feginn því að hafa nákvæmlega ekkert búist við því.

Svo eru hlutir sem komu í þáttunum sem mér þykir mjög leiðinlegt að hafa ekki getað lesið frekar en að horfa. GRRM er svakalegur penni og persónusköpunin er engu líka finnst mér.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Lau 25. Maí 2019 23:46
af kagglinn
mæli mjög mikið með því að hlusta á hljóðbækurnar, annars eru seríur 1-3 mjög góðar.

Re: Game of Thrones lesa eða horfa

Sent: Sun 26. Maí 2019 01:02
af zaiLex
lesa klárlega fyrst, raunverulega sagan er mikið betri en sagan í þáttunum, svo má horfa, s1-4 eru bækurnar, 5-6 er hálfgert adaptation, 7-8 er fanfic með líklega réttri endastöð að mestu leyti