Síða 1 af 1
CPU með hita(sveiflur)
Sent: Fim 07. Apr 2005 22:57
af zedro
Sælt veri fólkið, ég er með Abit AV8 móðurborð og nota Abit EQ til að monitera
hitann á AMD64 3500+ örgjörva.
Nýverið skipti ég um heatsinc og viftur. Setti Thermalrigh XP-120 á örrann
ásamt 120mm SilenX 1300 RPM viftu. og við það lækkaði örrahitinn frá idle
35-40°C niður í 20-30°C sem mér fynst bara þrusu gott. En áðan var ég að
specca hitann og hann var kominn upp í 40°C idle. Skelli mér samt í
CounterStrike og viti menn eftir c.a.15 fæ ég blue screen. (BÖGG) En lala
véli rebootar og ég fér í Abit EQ til að ath hitann og hver þermillinn núna er
hitinn ekki að fara yfir 20°C

heldur sér á 16-18°C
Hvað er í gangi hjá mér

er etta normalt?
Sent: Fim 07. Apr 2005 23:03
af gnarr
athugaðu hvort örgjörfakælingin hafi nokkuð losnað eitthvað. það er eina sem mér dettur í hug. örgjörfa hitinn ætti ekki að geta hækkað svona úr þurru nema að eitthvað breytis með kælinguna.
Sent: Fim 07. Apr 2005 23:06
af zedro
Neibb allt pikk fast (þakka Guði fyrir gluggahlið og ljós í kassa, Amen)
Sent: Fim 07. Apr 2005 23:12
af gnarr
ein ágætis hugmynd frá cary.. er kassinn nokkuð opinn?
veistu hvað hitinn fer uppí í load? náðu í eitthvað þungt forrit (prime95/superpi etc.) og fylgstu með hitanum í speedfan á meðan þú keyrir forritið.
hvaða spennu ertu með á örgjörfanum?
Sent: Fös 08. Apr 2005 00:11
af zedro
Kassinn er lokaður sem gröfin. Takk fyrir hugsunina Cary
Ég kann ekki alveg að ath votage á CPUinum.
En ég dl prime95 og keyrði stress test dæmið og fékk eftirfarandi (sjá mynd)
Sent: Fös 08. Apr 2005 00:19
af gnarr
ég skýt á of lág timings/of lág spenna á minnum.
ég veit að þú ert að keyra minnið á 2.6v, en ertu ekki líka búinn að lækka timing á því (default er 2.5-3-3-7)?
hækkaðu annaðhvort voltin eða timingin
þú ert með þetta minni er það ekki:
http://www.ocztechnology.com/products/m ... al_channel
Minnið er ábyggilega í ábyrgð uppí 2.8v (athugaðu það ef þú getur). annars ættiru að vera nokkuð safe alveg uppí 2.8. það er ekki mikil aukning frá default spennu.
Sent: Fös 08. Apr 2005 00:22
af zedro
Eitt í viðbót áður en þú ferð á vit draumanna.
Hvar sé ég timing dæmið
/*UPDATE*/
Breitti stillingum í stress test dæminu CPUinn kominn á fullt skrið.
Hitinn er að dangla í c.a. 35-36°C
Farinn að halda að ramið sé í hassi

Sent: Fös 08. Apr 2005 08:23
af gnarr
hvaða cas ertu með á minninu? þú átt að gera keyrt það í 2.5-3-3-7 á 2.6v. ef það gengur ekki hjá þér, þá held ég að þú ættir að athuga með að skipta þeim.