Síða 1 af 1

Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Þri 23. Apr 2019 13:45
af appel
Er þetta algjör vitleysa að kaupa?
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... ed-q6-2019

Þetta er svona budget týpan líklega. Svona 350-360 þ. er svona algjört hámark sem maður myndi vilja eyða í sjónvarp, og maður vill 75", þannig að 65" oled er ekki í myndinni.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Þri 23. Apr 2019 16:37
af tonycool9
Ég held að þú munir ekki finna mikið betri kaup en þetta fyrir 75",mjög fín tæki,ágætis verð líka

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Þri 23. Apr 2019 16:40
af Hjaltiatla
Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Þri 23. Apr 2019 22:16
af GuðjónR
Myndgæðin eru alveg ágæt í QLED, 75" er æði, er sjálfur með 65" OLED og finnst það eiginlega of lítið ...
Persónulega myndi ég aldrei fá mér Samsung heimilistæki, en það er bara ég.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 00:04
af rickyhien
GuðjónR skrifaði:Myndgæðin eru alveg ágæt í QLED, 75" er æði, er sjálfur með 65" OLED og finnst það eiginlega of lítið ...
Persónulega myndi ég aldrei fá mér Samsung heimilistæki, en það er bara ég.
OLED er samt mjög mikið betri myndgæði en QLED Q6 :P
Hjaltiatla skrifaði:Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.
Android TV er ofmetið, bara í boði í Sony og Philips (þekkt "brand") ...best að kaupa AppleTV og tengja við hvaða sjónvarp sem er og fá mikið betri viðmót, úrval af forritum

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 00:17
af Hjaltiatla
rickyhien skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.
Android TV er ofmetið, bara í boði í Sony og Philips (þekkt "brand") ...best að kaupa AppleTV og tengja við hvaða sjónvarp sem er og fá mikið betri viðmót, úrval af forritum
Pff.... Ef ég borga fyrir "Smart Tv" þá ætlast til að ég geti notað þann fídus en þurfi ekki að kaupa mér auka græju í það.
Sjálfur er ég með heimskt sjónvarp og nota Nvidia shield og gæti ekki verið sáttari.
Það eru alltaf fleiri og fleiri að sjá ljósið og hætta þessari vitleysu að halda úti sínu eigin App store-i. Ef ég gæti valið mætti alveg droppa þessum "Smart fídus"

Sjálfur hefði ég eflaust keypt mér Sony tæki (Android TV)

https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_s ... e_software

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 08:48
af GuðjónR
rickyhien skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Myndgæðin eru alveg ágæt í QLED, 75" er æði, er sjálfur með 65" OLED og finnst það eiginlega of lítið ...
Persónulega myndi ég aldrei fá mér Samsung heimilistæki, en það er bara ég.
OLED er samt mjög mikið betri myndgæði en QLED Q6 :P
Hjaltiatla skrifaði:Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.
Android TV er ofmetið, bara í boði í Sony og Philips (þekkt "brand") ...best að kaupa AppleTV og tengja við hvaða sjónvarp sem er og fá mikið betri viðmót, úrval af forritum
OLED er alltaf betra en QLED, orðið QLED er bara markaðsbrella hjá Samsung, ekkert annað.
Og já, ég nota snjallfídusinn í sjónvarpinu lítið. Finnst mun þægilegra að nota AppleTV.
Mín vegna mætti sjónvarpið vera "heimskt". :)

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 12:48
af Sallarólegur
Hjaltiatla skrifaði:Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.
Góður punktur.

Það er nýlegt Sony tæki með original Android TV á mínu heimili og viðmótið er frekar næs, fær uppfærslur reglulega og með öllu þessu helsta.

Hef séð glimpse af nýlegum Samsung tækjum og viðmótið í þeim, síðast þegar ég gáði, var frekar mikið chaos. Kannski er búið að bæta það síðan þá.
rickyhien skrifaði: Android TV er ofmetið, bara í boði í Sony og Philips (þekkt "brand") ...best að kaupa AppleTV og tengja við hvaða sjónvarp sem er og fá mikið betri viðmót, úrval af forritum
Mikið er ég ósammála. Apple TV fjarstýringin er það versta sem ég hef notað. Legg fjarstýringuna frá mér og hún pásar það sem ég er að spila. Tek hana upp og hún byrjar að spóla afturábak.

Hún lítur vel út, en guð minn góður. Þetta touchpad viðmót er hræðilegt, miklu betra að vera með örvar.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 12:51
af svanur08
QLED? Þetta er bara LCD.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 22:12
af kjartanbj
Er apple tv fjarstýringin þín ekki bara eitthvað vitlaust stillt eða biluð? of mikið sensitivity eða eitthvað? mín virkar bara mjög fínt og ekkert vandamál, nota hana MIKIÐ
Sallarólegur skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Persónulega myndi ég ekki versla Samsung tæki (Eða nein "SmartTV") sem eru með sitt eigið app store VS að fá mér Android TV tæki.
Góður punktur.

Það er nýlegt Sony tæki með original Android TV á mínu heimili og viðmótið er frekar næs, fær uppfærslur reglulega og með öllu þessu helsta.

Hef séð glimpse af nýlegum Samsung tækjum og viðmótið í þeim, síðast þegar ég gáði, var frekar mikið chaos. Kannski er búið að bæta það síðan þá.
rickyhien skrifaði: Android TV er ofmetið, bara í boði í Sony og Philips (þekkt "brand") ...best að kaupa AppleTV og tengja við hvaða sjónvarp sem er og fá mikið betri viðmót, úrval af forritum
Mikið er ég ósammála. Apple TV fjarstýringin er það versta sem ég hef notað. Legg fjarstýringuna frá mér og hún pásar það sem ég er að spila. Tek hana upp og hún byrjar að spóla afturábak.

Hún lítur vel út, en guð minn góður. Þetta touchpad viðmót er hræðilegt, miklu betra að vera með örvar.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Mið 24. Apr 2019 22:56
af hagur
svanur08 skrifaði:QLED? Þetta er bara LCD.
Ekki rugla þessu saman við OLED. Þetta tæki er vissulega QLED sem er marketing jargon frá Samsung. LED baklýstur LCD skjár. Alls ekki OLED.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Fim 25. Apr 2019 00:31
af appel
hagur skrifaði:
svanur08 skrifaði:QLED? Þetta er bara LCD.
Ekki rugla þessu saman við OLED. Þetta tæki er vissulega QLED sem er marketing jargon frá Samsung. LED baklýstur LCD skjár. Alls ekki OLED.
Tja, það er stór munur á QLED og venjulegu samsung LED. QLED er mun líkara OLED heldur en LED er líkara QLED.
Mjög bjartur skjár, kannski ekki eins svart og OLED en nokkuð nálægt því.

Þetta er helst spurning um verðið á þessu, og mér finnst OLED fyrir svívirðilega dýrt.

Re: Ykkar álit á 75" qled?

Sent: Fim 25. Apr 2019 01:04
af SolidFeather
Þetta QLED er nottla snilld hjá Samsung. Þeir nenna ekki að búa til OLED tæki þannig að hvað gera þeir? Taka SUHD LCD tækin sín og rebranda yfir í QLED til að plata almúgan og það virðist bara svínvirka.

https://en.wikipedia.org/wiki/Quantum_dot_display
At the CES 2017, Samsung rebranded their 'SUHD' TVs as 'QLED'
Annars veit ég ekkert um þetta TV, það er svo erfitt að meta svona tæki nema að þau séu í stofunni hjá manni.