Getur einhver mér fróðari upplýst mig um afhverju RÚV hætti að senda út í 1080p yfir IPTV?
Og eru einhver áform um að hefja 4k útsendingar í gegnum eitthvert Android App?
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Mán 08. Apr 2019 22:29
af russi
Er þetta ekki eitthvað nýskeð með 1080p sendingar? Ég veit að þeir eru alltaf að þróa og breyta hjá sér, t.d voru 2 1080p straumar í boði á RÚV2 um dagin, annar sem var 3.9Mbit og annar rétt yfir 5Mbit.
Núna er tveit 720p straumar í gangi annar 2.6Mbit og hinn er einmit 3.9Mbit.
Tel líklegt að það sé eitthvað vera tilraunast með þetta, má alveg gefa meiri bandbreid í 1080p en það sem var fyrir.
Varðandi Andriod og ef þú ert að tala um innanlands þá held ég svarið sé bara þvert nei, allavega þetta árið og líklega þau næstu líka
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 06:24
af zetor
Þeir hafa líka verið eitthvað að fikta í vefútsendingum. Tók eftir góðu bitrate þegar landsleikur íslands og frakklands var í mars.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 08:44
af kornelius
Mér finnst það bara svo skrýtið að meðan að Netflix er að dreifa 4k til tug ef ekki hundruð milljóna að þá skuli RÚV ekki getað séð nokkur þúsund heimilum fyrir því?
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 09:46
af kiddi
Ég myndi ekki halda í mér andanum við að bíða eftir 4K frá RÚV, það er nánast ekkert íslenskt efni klárað í 4K upplausn þó það sé tekið upp í þeirri stærð því eftirvinnslukostnaður á 4K getur verið 4x hærri en á HD og markaðurinn einfaldlega ber ekki þannig kostnað, ekki einusinni Netflix er með allt í 4K, þeas. það er ennþá verið að framleiða og skila efni í HD til þeirra. En að því sögðu þá myndi ég gjarnan þiggja almennilegt bitrate á RÚV appinu og öllum streymum. Maður er löngu búinn að losa sig við IPTV blóðsuguna og það kemur aldrei til greina að fá sér svoleiðis aftur, ég vil nota AppleTV, SmartTV og sambærilegar lausnir sem eru ekki bundnar og háðar áskrift. Tók einmitt eftir því að gæðin á RÚV hafa ekki verið eins góð og þau hafa verið áður og það er bömmer. Það er nefnilega ekkert að almennilega þjöppuðu 1080P efni, það getur lúkkað betur en ofþjappað 4K efni.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 13:32
af kornelius
Já, mér er mein illa við alla auka myndlykla og dót og fékk mér bara Androd TV og nota forit sem heitir UXINN sem svínvirkar og VOD líka, nú veit ég ekki hvort þetta forrit styður 4k þar sem streyminu er stjórnað server meginn hjá RÚV?
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 13:53
af wicket
Netflix eru heldur engan veginn að standa sig. Flest efni er bara í HD, mjög lítið í 4K. mikið af Netflix orginal efni sem hefur verið að koma út bara nýlega er ekki einu sinni í 4K.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 14:08
af mumialfur
Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 14:17
af kornelius
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Þarft að gefa upp mac-addressuna til að þetta virki
Kostar eitthvað um fimm dollara.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 14:55
af zetor
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 15:01
af kornelius
zetor skrifaði:
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Það eru fleiri stöðvar í lausninni sem ég var að benda á
Alþingisrásin
RÚV
RÚV2
N4
SportTV
SportTV2
Stöð 2 (http://visirlive.365cdn.is/hls-live/sto ... 28000.m3u8) reyndar er þessi hættur að virka (Einhver með nýjan m3u link hjá Stöð2) annars eru fréttatímarnir þeirra svo lélegir að ég er að hugsa um að þurka hann bara út.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 15:51
af zetor
kornelius skrifaði:
zetor skrifaði:
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Það eru fleiri stöðvar í lausninni sem ég var að benda á
Alþingisrásin
RÚV
RÚV2
N4
SportTV
SportTV2
Stöð 2 (http://visirlive.365cdn.is/hls-live/sto ... 28000.m3u8) reyndar er þessi hættur að virka (Einhver með nýjan m3u link hjá Stöð2) annars eru fréttatímarnir þeirra svo lélegir að ég er að hugsa um að þurka hann bara út.
Góð lausn! virkar þetta erlendis líka?
Hérna er nýr linkur fyrir stöð2 sem virkar þegar hún er opin:
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Það eru fleiri stöðvar í lausninni sem ég var að benda á
Alþingisrásin
RÚV
RÚV2
N4
SportTV
SportTV2
Stöð 2 (http://visirlive.365cdn.is/hls-live/sto ... 28000.m3u8) reyndar er þessi hættur að virka (Einhver með nýjan m3u link hjá Stöð2) annars eru fréttatímarnir þeirra svo lélegir að ég er að hugsa um að þurka hann bara út.
Góð lausn! virkar þetta erlendis líka?
Hérna er nýr linkur fyrir stöð2 sem virkar þegar hún er opin:
Takk fyrir linkinn eini munurinn sem ég sé er https í stað http?
Held að sumt aðf þessu virki erlendis, en að sjálfsögðu ekki höfunavarið efni sem íslensku stöðvarnar eru að kaupa.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 16:30
af zetor
kornelius skrifaði:
zetor skrifaði:
kornelius skrifaði:
zetor skrifaði:
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Það eru fleiri stöðvar í lausninni sem ég var að benda á
Alþingisrásin
RÚV
RÚV2
N4
SportTV
SportTV2
Stöð 2 (http://visirlive.365cdn.is/hls-live/sto ... 28000.m3u8) reyndar er þessi hættur að virka (Einhver með nýjan m3u link hjá Stöð2) annars eru fréttatímarnir þeirra svo lélegir að ég er að hugsa um að þurka hann bara út.
Góð lausn! virkar þetta erlendis líka?
Hérna er nýr linkur fyrir stöð2 sem virkar þegar hún er opin:
Takk fyrir linkinn eini munurinn sem ég sé er https í stað http?
Held að sumt aðf þessu virki erlendis, en að sjálfsögðu ekki höfunavarið efni sem íslensku stöðvarnar eru að kaupa.
það er munur á tölunni þarna aftast líka
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 16:36
af kornelius
zetor skrifaði:
kornelius skrifaði:
zetor skrifaði:
kornelius skrifaði:
zetor skrifaði:
mumialfur skrifaði:Er einhver með lausn fyrir LG webos .. til að streyma Rúv þeas
Ég fann einfaldlega bara straum linkinn að rúv og pastaði í webos browser. Gerði svo shortcut sem kemur upp ásamt hinum möguleikunum ef ég
ýti á home-takkan á fjarstýringunni.
Það eru fleiri stöðvar í lausninni sem ég var að benda á
Alþingisrásin
RÚV
RÚV2
N4
SportTV
SportTV2
Stöð 2 (http://visirlive.365cdn.is/hls-live/sto ... 28000.m3u8) reyndar er þessi hættur að virka (Einhver með nýjan m3u link hjá Stöð2) annars eru fréttatímarnir þeirra svo lélegir að ég er að hugsa um að þurka hann bara út.
Góð lausn! virkar þetta erlendis líka?
Hérna er nýr linkur fyrir stöð2 sem virkar þegar hún er opin:
Takk fyrir linkinn eini munurinn sem ég sé er https í stað http?
Held að sumt aðf þessu virki erlendis, en að sjálfsögðu ekki höfunavarið efni sem íslensku stöðvarnar eru að kaupa.
það er munur á tölunni þarna aftast líka
Já, var aðeins og fljótur á mér - en er semsagt búinn að setja þetta inn í http://50.3.74.77/iptv/kodi.m3u - það er líka ágæt að paste þessu inn í VLC - gott að geta breytt þessu svona miðlægt þá lagast það fyrir alla
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 18:07
af Sallarólegur
Skítt með 4K, ég vil 120Hz útsendingar!!! Jafnvel 240Hz
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Þri 09. Apr 2019 23:31
af kornelius
Sallarólegur skrifaði:Skítt með 4K, ég vil 120Hz útsendingar!!! Jafnvel 240Hz
Það væri náttúrulega æði að geta fengið "prufuútsendingar" í 720p60 frá rúv. Þetta kæmi sér einstaklega vel fyrir alla íþróttaviðburði, gerði ég ráð fyrir, og hærri endurnýjunartíðni = minni augnþreyta.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Mið 10. Apr 2019 11:08
af Sallarólegur
kornelius skrifaði:
kornelius skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Skítt með 4K, ég vil 120Hz útsendingar!!! Jafnvel 240Hz
Þarna stendur basically að engar útsendingar séu í 120Hz... en allt væri miklu betra ef það væri þannig og miklu minna judder. Sem ég var að biðja um.
Ef íþróttir væru sendar út í 120Hz þá væri miklu minna hökt í myndinni, og boltinn í fótboltaleikjum myndi ekki hökta áfram eins og hann gerir.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Mið 10. Apr 2019 12:05
af SolidFeather
Nei nei nei, strákar. Það sem við viljum er tv sem styður fullt af refresh rates frá 24 uppí whatever og að allt efni sé sent út í þeim römmum á sekúndu sem það er tekið upp.
Þá gæti maður valið refresh rate sem gengur upp í rammana og losnað við judder. Ég væri t.d. til í að geta stillt tv á 96hz þegar ég spila 24fps efni, en ég gæti í þessvegna stillt tv á 24hz (sem væri hræðilegt) ef ég vildi eða 240hz.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Mið 10. Apr 2019 16:01
af kornelius
Sallarólegur skrifaði:
kornelius skrifaði:
kornelius skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Skítt með 4K, ég vil 120Hz útsendingar!!! Jafnvel 240Hz
Þarna stendur basically að engar útsendingar séu í 120Hz... en allt væri miklu betra ef það væri þannig og miklu minna judder. Sem ég var að biðja um.
Ef íþróttir væru sendar út í 120Hz þá væri miklu minna hökt í myndinni, og boltinn í fótboltaleikjum myndi ekki hökta áfram eins og hann gerir.
Þú ert að tala um hluti út frá allt öðru sjónarhorni sem minnir mann helst á game-requierments, sem síðan hefur ekkert með RÚV og 4k að gera.
Lastu örugglega báðar greinarnar?
ruv-4k.png (184.89 KiB) Skoðað 3365 sinnum
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Fim 18. Apr 2019 14:04
af JReykdal
4K er ekki á dagskránni á næstu árum eins og er hjá RÚV. Hvort það breytist er ómögulegt að segja, við skoðum þetta alltaf af og til og höfum alveg skoðað hvað þarf til að geta sent frá okkur 4K er það einfaldlega of dýrt eins og er.
Þótt consumer græjur séu ódýrar fyrir 4K eru broadcast græjur óhugnanlega dýrar. Það er aðallega vegna þess að í broadcast heiminum er unnið með uncompressed video (eða mjög lítið compressed) og reiknast bandvíddin gróflega svona:
SD = 270Mbit/s
HD (1080i) = 1.5Gb/s
HD (1080p)= 3Gb/s
4k (2160p) = 12Gb/s
Algengast í dag er að vinna með HD efni á baseband leveli með coax köplum og venjulega er 4K því keyrt í gegnum 4 slíka kapla og svo stichað saman í hardware. Sem dæmi ef það á að taka við yfir gervihnött þarf 4 dýra móttakara (tæp miljón stykkið) með h.265 licence og sértöku 4k licence að auki. Svo þarf allt fjórfalt í innri kerfum eftir það með tilheyrandi licence kostnaði.
IP kerfi eru núna að koma inn af fullu afli en til að keyra 4K yfir þau þarf amk. 10Gb/s ethernet (og þá ertu að þjappa merkinu með TICO þjöppun til að troða 12Gb inn í 10Gb ethernet) en best væri að vera með 25Gb. Þetta er drulludýrt og ef núverandi HD kerfi virkar vel er ekki mjög freistandi að skipta yfir í IP bara til þess að skipta.
Ef þú ert að smíða nýtt kerfi (eins og stöð 2 gerði nýlega við flutninga) þá er sniðugt að fara í IP. En takið eftir því að þrátt fyrir að fara í nýtt kerfi þá fór Stöð 2 EKKI í 4K að sinni, þótt þeir eigi tiltölulega "auðvelt" með að fara í það síðar.
Það færir okkur að öðrum hluta af 4K menginu. Aðgengi að efni. Það er frekar lítið til af 4K efni og það sem er til er rukkað meira fyrir.
HFR efni er enn sjaldgæfara og þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á ýmsa kosti þess, sérstaklega í íþróttaefni er það einfaldlega ekki framleitt. Ekki einu sinni í 50fps.
Allt efni sem er afgreitt yfir gervihnött er 1080i í 25 römmum. Aldrei progressive.
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Fös 19. Apr 2019 03:40
af appel
kornelius skrifaði:Mér finnst það bara svo skrýtið að meðan að Netflix er að dreifa 4k til tug ef ekki hundruð milljóna að þá skuli RÚV ekki getað séð nokkur þúsund heimilum fyrir því?
Dreifingin er það ódýrasta. Það er enginn munur á að dreifa 4K merki eða HD merki fyrir Netflix, það er bara bandvíddarmunur, skrárnar stærri.
Það er framleiðslan á efninu sem er málið.
Netflix er með þúsundir forritara í vinnu og eyðir 100 milljörðum bandaríkjadollara í efniskaup og framleiðslu á ári.
RÚV er ekki Netflix, er bara með sína örfáu forritara og tæknistjóra sem geta allt, og minna budget árlega en Netflix hefur í eina þáttaröð, og í raun minna budget en Netflix eyðir í í sumar kvikmyndir.
Bara útaf því að Netflix getur það, þá þýðir það ekki að allir aðrir eigi að geta það.
Þetta er svoldið "fallacy" sem margir þjást af. Ég gæti sagt, afþví að Microsoft getur búið til Windows 10, hví getur ekki 2ja manna hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi ekki það?
Re: RÚV og 4k útsendingar
Sent: Fös 19. Apr 2019 12:27
af kiddi
Þar sem ég starfa við eftirvinnslu á sjónvarpsefni og kvikmyndum á hæsta gæðastigi á Íslandi þá get ég sagt ykkur að það er einfaldlega ekki nægt fjármagn á Íslandi í sjónvarpsframleiðslu til að réttlæta kostnað á 4K frágangi. Það er flest tekið upp í 4K og jafnvel upp í 8K upplausn, en að klára eftirvinnslu (litaleiðréttingu, tæknibrellur, grafík) í 4K upplausn þýðir oft, að tíminn sem tekur að klára í 4K er 4x meiri en í HD og það er bara ekki budget fyrir því, við erum nógu fjársvelt fyrir. Sjáið bara skaupið sem er verið að bjóða út fyrir 34 milljónir - þetta er algjör djók upphæð með tilliti til fjölda einstaklinga sem koma að því og það hefur nær enginn íslenskur sjónvarpsframleiðandi orðið ríkur beinlínis af sinni vinnu. Þannig að ég undirstrika að það má ekki halda í sér andanum við að bíða eftir íslenskum 4K útsendingum, við erum bara ekki nógu mörg til að borga reikninginn fyrir því.