Síða 1 af 1

Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 15:30
af gnarr
Sælir.

Sagan er semsagt sú að ég á góðan vin sem ég spila CS:GO með reglulega. Hinsvegar hefur hann aldrei efni á að kaupa sér tölvubúnað og spilar þar af leiðandi á gamalli lélegri fartölvu.
Mig langar rosalga að ná að púsla saman CS hæfri tölvu fyrir greyið svo að hann geti sloppið úr þessarri fartölvu prísund.

Ég er núna með eftirfarandi hluti sem ég hefði hugsað mér að nota í þetta:
  • Intel i5 2500k
  • Asrock Z68 Extreme3 Gen3
  • G-Skill DDR3-1600 8GB
  • GeForce GTX 295
  • Intel 32GB SSD
  • Frekar háværan 500w aflgjafa
Þetta myndi virka til þess að gera ágætis vél handa honum, hinsvegar er hún svolítið í hægari og háværari kantinum.

Ef einhver hérna á vélbúnað sem að situr uppi í hillu og safnar ryki og gæti gert þessa vél örlítið skemmtilegri fyrir hann, þá væri það mjög vel þegið :megasmile Ég væri sérstaklega spenntur fyrir því að finna Mini-ITX eða Micro-ATX borð og kassa fyrir þetta, þar sem að hann er með 3 ungabörn á heimilinu og þarf að ganga frá eftir sig eftir hverja spilun.

Öll hjálp væri vel þegin! :happy

-Gunnar

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 16:52
af Haflidi85
Gamli


Ég á eitt amd 280x sem ég hef ekkert að gera við sem þú getur fengið, það er allavega talsvert betra en þetta gtx 295 sem ég veit ekki hvar þú fannst :D

Svo bara overclocka þennan 2500k og hann er í topp málum fyrir cs

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 17:04
af gnarr
Sjúkt! :D
Mynd

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 20:07
af andriki
ertu að nota 2x4gb ram eða 1x8gb ram ?

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 20:55
af gnarr
2x 4GB. Er með tvær lausar raufar.

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 21:00
af worghal
gnarr skrifaði:2x 4GB. Er með tvær lausar raufar.
á mögulega til smá auka minni handa þér.

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Sun 07. Apr 2019 21:03
af gnarr
Snillingur :8) :fly :hjarta

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 09:58
af OverSigg
Ef að honum vantar skjá þá gæti ég átt eitthvað handa honum. Sendu mér bara PM og ég skoða betur í kvöld

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 12:36
af littli-Jake
Þvílíkur andi á þessu spjallborði

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 12:41
af Gorgeir
Ég á NVIDIA GeForce GTX 460 sem hann má eiga ef hann vill.
s:8219492

Mynd

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 13:08
af gnarr
Ég bara trúi því ekki hvað þið eruð tilbúnir að hjálpa :hjarta

Greinilegt að vaktarar eru mjög góðhjartaðir upp til hópa :D
Gorgeir skrifaði:Ég á NVIDIA GeForce GTX 460 sem hann má eiga ef hann vill.
s:8219492

Mynd
Takk æðislega! Mér sýnist á benchmörkum að 280x kortið sé örlítið hraðara í CS heldur en GTX460, þannig að ég tékka hvort að sú leið gangi ekki :)
OverSigg skrifaði:Ef að honum vantar skjá þá gæti ég átt eitthvað handa honum. Sendu mér bara PM og ég skoða betur í kvöld
Góður punktur. Hafði ekki einusinni hugsað útí það. Ætla að sjá hvort ég geti fundið út hvernig skjá mál eru hjá honum :happy

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 13:14
af Jón Ragnar
Ef það vantar mús, þá á ég eina ágætis leikjamús sem má fara í góðan málstað :)

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 13:28
af gnarr
Jón Ragnar skrifaði:Ef það vantar mús, þá á ég eina ágætis leikjamús sem má fara í góðan málstað :)
Takk fyrir það! :megasmile Ég veit að hann er með Steelseries Rival mús sem að hann elskar mikið. Það er bókstaflega eini hluturinn sem ég veit til þess að hann hafi eytt í til þess að spila.

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 14:12
af Jón Ragnar
Held að mín sé bara nákvæmlega sama músin hehe

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 19:20
af 2ndSky
Ég get contributað lítið notað Razor deathstalker lyklaborð

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Mán 08. Apr 2019 19:39
af gnarr
Já takk, það væri frábært. Ég sendi þér PM. :happy

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Þri 09. Apr 2019 10:18
af OverSigg
@gnarr Þú verður síðan að skella í mynd af setup-inu þegar þetta er allt klárt :)

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Þri 09. Apr 2019 13:51
af worghal
hvernig er staðan núna? :D hvað er komið?

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Þri 09. Apr 2019 14:34
af gnarr
Staðan er svona í dag:
  • Intel i5 2500k @ 4.4GHz
  • Asrock Z68 Extreme3 Gen3
  • G-Skill DDR3-1600 8GB + 8GB DDR3-1333 frá worghal
  • AMD Radeon R9 280X frá Haflidi85
  • Samsung 840 Pro 128GB
  • 500W PSU
  • 20 ára gamall Dragon kassi sem ég fann inni í geymslu
  • Razer Deathstalker Lyklaborð frá 2ndSky
Er búinn að setja Windows 10, Steam og CSGO á vélina og náði 192 í average fps í Mr. uLLeticaL Benchmark.
Ég ætla að sjá hvort að ég geti grafið upp betri örgjörvakælingu og kreyst kannski 200-300MHz í viðbót útúr þessum örgjörva :)

Þetta er annars að verða drullu solid setup, þökk sé ykkur! :happy

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Þri 09. Apr 2019 14:35
af gnarr
OverSigg skrifaði:@gnarr Þú verður síðan að skella í mynd af setup-inu þegar þetta er allt klárt :)
Ekki spurning! :)

Re: Vantar gefins tölvubúnað fyrir vin :)

Sent: Fös 12. Apr 2019 18:31
af gnarr
Tölvan er tilbúin og er á leiðinni til nýja eigandans klukkan hálf tíu í kvöld :)

Hérna er endanlega samsetning:
  • Intel i5 2500k @ 4.65GHz
  • Cooler Master 120mm turn með 2x 120mm viftum
  • Asrock Z68 Extreme3 Gen3
  • G-Skill DDR3-1600 8GB + 8GB DDR3-1333 frá worghal
  • AMD Radeon R9 280X frá Haflidi85
  • Samsung 840 Pro 128GB
  • 500W PSU
  • Nettur og léttur InWin Kassi
  • Razer Deathstalker Lyklaborð frá 2ndSky
Eftir að hafa tweakað configgið í leiknum heldur hún frekar stöðugu 250fps í 1080p \:D/

Þetta eru ekki fallegasta PSU í heimi, en ég gerði mitt besta að hafa snúrufráganginn þokkalegan.

og myndir:
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd