Síða 1 af 1

Budget ITX leikjavél, team red vs green ? osfrv...

Sent: Sun 07. Apr 2019 09:30
af oskar9
Góðan daginn Vaktarar
Nú er frúinn orðin hooked á tölvuleikjum og langar í sína eigin vél, einu skilyrðin sem hún setti voru að kassinn þarf að vera eins lítill og hægt er og budget má helst ekki fara yfir 120 þús. Hennar uppáhaldsleikir eru: Assassins Creed, bæði Origins og Odyssey, nýju Tomb Raider leikirnir, svo erum við að spila Borderlands 2 núna svo hún vill geta spilað borderlands 3 í september

Ég á 27" 1080p 60HZ skjá sem verður notaður, auk þess á ég lyklaborð, mús og 500gb SSD disk sem þarf ekki að kaupa

Kassi: Sharkoon QB one, mjög nettur ITX kassi sem gengur með ATX powersupply og full size skjákortum: https://kisildalur.is/?p=2&id=3543 :9.500kr

Móðurborð: ASRock B450 Gaming-ITX, flottir fídusar á þessu borði, wifi og bluetooth og fleira, gæti hún notað bose bluetooth heyrnatól með þessu borði og losnað þá við snúru úr heyrnatólunum í vélina? https://kisildalur.is/?p=2&id=3872
:21.500

CPU: Ryzen5 2600, er eitthvað meira bang for the buck núna? veit að intel i3-8300 hefur verið notaður í budget vélar líka. https://kisildalur.is/?p=2&id=3603
:25.500

GPU: Radeon RX 570 4GB, ætti ég að teygja budgetið og fara í RX 580 ? Er þörf á því korti fyrir 1080p upplausn, auðvitað væri gaman að geta spilað sem næst 60FPS en það er alls ekki þörf, hún er ekki jafn næm fyrir því og ég þegar FPS-ið droppar.
32.500

PSU: Sigmatek X-Calibre 600W, er 600W overkill fyrir þessa vél? annars er þessi á svo góðu verði, efast um að fá eitthvað ódýrara. https://kisildalur.is/?p=2&id=2454
9.500

RAM: G-SKill 8gb 2400mhz DDR4, er algör þörf á meira en 8gb fyrir basic leikjavélar ? Ég er enþá með 8gb ddr3 hjá mér og samkvæmt MSI afterburner er ég aldrei nálægt því að nota það allt í leikjum. https://kisildalur.is/?p=2&id=3744
12.000

Samtals 110.500-kr
ég hef smá svigrúm í budget, ætti ég að skipta yfir í Intel, stækka GPU uppí RX580 eða eitthvað annað?
Hverju myndu þið breyta við þetta build.

Takk kærlega :D

Re: Budget ITX leikjavél, team red vs green ? osfrv...

Sent: Sun 07. Apr 2019 09:35
af Aimar
Notað 570 eða 970 fæst a 10-15 kall

Re: Budget ITX leikjavél, team red vs green ? osfrv...

Sent: Sun 07. Apr 2019 10:29
af oskar9
Aimar skrifaði:Notað 570 eða 970 fæst a 10-15 kall
já það fæst sparnaður þar, skoða þetta takk