Síða 1 af 1
Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 11:04
af daremo
Jæja, það hlaut að koma að því. Það er óþolandi að búa á þessu landi.
Ég er búinn að vera að gæla við hugmyndina að hætta kannski að reykja.
Fyrir uþb tveimur árum síðan náði ég að hætta í smá tíma og pantaði mér alltaf vökva að utan, af því það er okrað svakalega á þessu eins og öllu öðru á þessu skeri.
Núna var ég að panta mér 30ml af vökva og nýja brennara fyrir gömlu rafsígarettuna, best að reyna einu sinni enn að losna við sígaretturnar. Þegar pakkinn var kominn sendi ég reikninginn á póstinn eins og ég hef gert mörgum sinnum áður. Bjóst svo við að sækja pakkann seinna í vikunni og var farið að hlakka smá til. Kannski tekst þetta núna.
Í morgun fæ ég svo þennan póst frá Íslandspósti:
Góðan daginn
Tollverðir hafa skoðað innsend gögn og duga þau ekki til tollafgreiðslu.
EC- ID númerin þurfa að koma fram á kvittun til þess að hægt sé að nota hana við tollafgreiðslu.
Endilega sendu okkur upplýsingar í gegnum
http://www.postur.is/sendagogn
...
Vinsamlegast athugið að þetta er
noreply@postur.is og ekki er hægt að svara þessum pósti.
Hvað á maður að gera við svona upplýsingar? Þessir tollverðir vita alveg að seljendur úti í heimi eru ekkert að fara að setja númer CE merkingar á reikninga út af einhverjum sér-íslenskum reglum.
Það er augljóst að þetta er gert svona bara til að hindra það að einstaklingar geta verslað vökvann á netinu.
Þegar ég fer að googla þetta finn ég að ný lög um rafsígarettur og öðru tengdum þeim tóku gildi 1. mars á þessu ári, undir því yfirskyni að þau eigi að tryggja gæði og öryggi, en auðvitað snýst þetta bara um pening. Ríkissjóður vill sinn skammt af þessu. Örugglega farinn að finna fyrir í buddunni þar sem tóbakssala hefur farið minnkandi undanfarið.
En jæja, ég má víst ekki hætta að reykja alveg strax. Fer og kaupi mér annan pakka af sígarettum. Ríkið fær vænan skammt af þeirri sölu og hlýtur að vera ánægt með það.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 11:13
af FuriousJoe
Eru þetta ekki sömu lög og voru sett víðsvegar um evrópu ?
Persónulega held ég að þetta eigi eftir að jafna úr sér, fólk finnur alltaf nýjar aðferðir eða leiðir til að bæta svona kerfi (s.s fyrirtækin sjálf)
Mér finnst alveg fínt að það séi smá eftirlit með þessu, og ég er veipari sjálfur og bara vona að þetta hafi ekki slæm áhrif á fyrirtækin sem selja þetta hér á landi.
Og t.d með verð á vökvum hérna heima, ef þú skoðar verslannir í öðrum löndum þá er vökvinn ekkert mikið ódýrari þar, þessi fyrirtæki þurfa auðvitað gróða til að ganga og þurfa að borga laun og leigur. Þessar verslanir á netinu eru væntanlega ekki allar að standa undir þannig kostnaði.
Ég treisti vökvanum sem ég fæ t.d frá gryfjunni, ég er ekki spenntur fyrir einvherjum vökva frá útlöndum sem hefur verið meðhöndlaður af manni/konu sem enginn hefur séð, vökvi sem er þá mögulega ekki með neina vottun eða merkingar.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 11:56
af pepsico
Alltaf gaman þegar fólk hættir að reykja, en ég skil ekki alveg hvernig er hægt að bera fyrir sig það sjónarmið að verðið á vökvum sé að stoppa mann þegar maður er að skipta úr rándýrum íslenskum sígarettum. Svo finnst mér finnst hvorki skrítið né ósanngjarnt að það þurfi að vera gjörsamlega allt uppi á borði varðandi vottanir og merkingar ef flytja á inn lyf, hvað þá rosalega ávanabindandi lyf eins og nikótín.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:15
af rapport
http://ecid.co.uk/e-liquid/
Það virðist sem að gríðarlegur fjöldi framleiðenda sé að nota þetta ECID
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:17
af daremo
pepsico skrifaði:Alltaf gaman þegar fólk hættir að reykja, en ég skil ekki alveg hvernig er hægt að bera fyrir sig það sjónarmið að verðið á vökvum sé að stoppa mann þegar maður er að skipta úr rándýrum íslenskum sígarettum. Svo finnst mér finnst hvorki skrítið né ósanngjarnt að það þurfi að vera gjörsamlega allt uppi á borði varðandi vottanir og merkingar ef flytja á inn lyf, hvað þá rosalega ávanabindandi lyf eins og nikótín.
Verðið er ekkert að stoppa mig, en afhverju ætti maður að versla eitthvað hérna á íslandi þegar maður getur setið heima hjá sér og pantað sömu vöru fyrir helmingi lægra verð?
Ég er alveg sammála með vottanir og merkingar. Vökvinn sem ég pantaði er vottaður og sala á honum heimiluð með öllu innan evrópusambandsins.
Málið er að það lítur út fyrir að íslensk yfirvöld eru að gera það ómögulegt fyrir fólk að panta sér þetta á netinu með því að krefjast þess að spes reikningar séu útbúnir sérstaklega fyrir íslendinga.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:22
af SolidFeather
Voðalega er þetta ýkt fyrirsögn miðað við innihaldið...
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:24
af daremo
FuriousJoe skrifaði:Eru þetta ekki sömu lög og voru sett víðsvegar um evrópu ?
Persónulega held ég að þetta eigi eftir að jafna úr sér, fólk finnur alltaf nýjar aðferðir eða leiðir til að bæta svona kerfi (s.s fyrirtækin sjálf)
Mér finnst alveg fínt að það séi smá eftirlit með þessu, og ég er veipari sjálfur og bara vona að þetta hafi ekki slæm áhrif á fyrirtækin sem selja þetta hér á landi.
Og t.d með verð á vökvum hérna heima, ef þú skoðar verslannir í öðrum löndum þá er vökvinn ekkert mikið ódýrari þar, þessi fyrirtæki þurfa auðvitað gróða til að ganga og þurfa að borga laun og leigur. Þessar verslanir á netinu eru væntanlega ekki allar að standa undir þannig kostnaði.
Ég treisti vökvanum sem ég fæ t.d frá gryfjunni, ég er ekki spenntur fyrir einvherjum vökva frá útlöndum sem hefur verið meðhöndlaður af manni/konu sem enginn hefur séð, vökvi sem er þá mögulega ekki með neina vottun eða merkingar.
Ég las "EC ID" óvart sem CE id, sem er allt annað.
En ef maður googlar það kemur þessi síða frá Neytendastofu upp.
https://www.neytendastofa.is/english/sa ... p-2-ec-id/
Það virðist vera einhver sameiginlegur gagnagrunnur sem heldur utan um framleiðendur vökva, en af því að ísland er ekki "komið með aðgang" að honum, semsagt, hefur trassað á því að útbúa eitthvað tölvukerfi í tæka tíð, þá þurfa framleiðendurnir að senda umsókn beint til íslands, sem er ekki að fara að gerast.
Ég efast um að fólk sem verslar á milli ESB landa finni eitthvað fyrir breytingum.
Þetta að panta utan snýst ekki bara um verð, þó það sé nú mun ódýrara að versla á netinu nákvæmlega sama vökva og Gryfjan selur. Þetta snýst líka um þægindi.
Ég hef farið í Gryfjuna og langar ekkert rosalega að fara þangað aftur. Finnst ekki spennandi að bíða í 10 mínútur eftir afgreiðslu, umkringdur einhverjum skeggsnyrtum hipstera klónum sem hafa ekkert betra að gera en að hanga í hópum í vape sjoppu og spúa framan í þig mörgum lítrum af jarðaberjareyk.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:26
af daremo
SolidFeather skrifaði:Voðalega er þetta ýkt fyrirsögn miðað við innihaldið...
Ég ætlaði að skrifa einka-innflutning, en þetta fær bara að standa. Clickbait-ið virkaði allavega á þig
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:32
af daremo
Vökvinn sem ég pantaði er þarna inni, en samt má ekki flytja hann til íslands skv þessu:
https://www.neytendastofa.is/english/sa ... tion-form/
ECID er til, en framleiðandinn þarf að sækja sérstaklega um að flytja hann til íslands með því að fylla út þetta form og senda á
rafrettur@neytendastofa.is. Ég skil þetta allavega þannig, en kannski er ég að misskilja.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:39
af Theraiden
Ég var að panta mér rafrettu, tank og nokkra brennara. Lendi ég í sama ruglinu eða :/
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:42
af SolidFeather
daremo skrifaði:SolidFeather skrifaði:Voðalega er þetta ýkt fyrirsögn miðað við innihaldið...
Ég ætlaði að skrifa einka-innflutning, en þetta fær bara að standa. Clickbait-ið virkaði allavega á þig
Fyrirsögnin væri samt bull þótt að þú myndir bæta "einka-innflutning" við hana.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Mið 03. Apr 2019 12:49
af ChopTheDoggie
Theraiden skrifaði:Ég var að panta mér rafrettu, tank og nokkra brennara. Lendi ég í sama ruglinu eða :/
Líklegast
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 14:18
af kizi86
ChopTheDoggie skrifaði:Theraiden skrifaði:Ég var að panta mér rafrettu, tank og nokkra brennara. Lendi ég í sama ruglinu eða :/
Líklegast
ef hefur pantað frá fyrirtæki innan EES/EU þá líklegast ekki.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 15:46
af Theraiden
kizi86 skrifaði:ChopTheDoggie skrifaði:Theraiden skrifaði:Ég var að panta mér rafrettu, tank og nokkra brennara. Lendi ég í sama ruglinu eða :/
Líklegast
ef hefur pantað frá fyrirtæki innan EES/EU þá líklegast ekki.
Pantaði frá USA og Product id var ekki á nótunni sem ég senti á póstinn
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 16:03
af DaRKSTaR
skiptir engu máli hvaðan þetta kemur.
það þarf að sér skrá allt á íslandi, vökvi kostar 75þús og þarf að vera í einhverju ferli í 6 mán.
rafretta 450þús og sama ferli og vökvinn.
ef einhver hefur skráð þetta hér á landi geta allir flutt inn.. ég pantaði vökva frá bretlandi en það bíttar svosem engu, var stoppaður þó svo hann sé skráður í evrópu.
pantaði mér á sama tíma rafrettu frá kína.. giska á að hún fari ekki lengra þó hún sé TPD compliant, ég hélt að þessi lög ættu að gilda um búðir en ekki einstakar sendingar aðila.. þarna er bara tekið á öllu, ég velti fyrir mér hvort ef ég myndi panta mér 1-2 karton af sígarettum hvort að tollurinn myndi yfirhöfuð stoppa það.. fengi það örugglega afhent heim með kveikjara.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 18:55
af Theraiden
DaRKSTaR skrifaði:skiptir engu máli hvaðan þetta kemur.
það þarf að sér skrá allt á íslandi, vökvi kostar 75þús og þarf að vera í einhverju ferli í 6 mán.
rafretta 450þús og sama ferli og vökvinn.
ef einhver hefur skráð þetta hér á landi geta allir flutt inn.. ég pantaði vökva frá bretlandi en það bíttar svosem engu, var stoppaður þó svo hann sé skráður í evrópu.
pantaði mér á sama tíma rafrettu frá kína.. giska á að hún fari ekki lengra þó hún sé TPD compliant, ég hélt að þessi lög ættu að gilda um búðir en ekki einstakar sendingar aðila.. þarna er bara tekið á öllu, ég velti fyrir mér hvort ef ég myndi panta mér 1-2 karton af sígarettum hvort að tollurinn myndi yfirhöfuð stoppa það.. fengi það örugglega afhent heim með kveikjara.
Semsagt þessi rafretta sem ég pantaði mér frá USA, með EC ID á nótunni frá seljanda, en er hvergi seld í vapebúðum (ekki skráð) hér á landi, mun aldrei vera hleypt inní landið í mínar hendur?
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 19:10
af DaRKSTaR
Theraiden skrifaði:DaRKSTaR skrifaði:skiptir engu máli hvaðan þetta kemur.
það þarf að sér skrá allt á íslandi, vökvi kostar 75þús og þarf að vera í einhverju ferli í 6 mán.
rafretta 450þús og sama ferli og vökvinn.
ef einhver hefur skráð þetta hér á landi geta allir flutt inn.. ég pantaði vökva frá bretlandi en það bíttar svosem engu, var stoppaður þó svo hann sé skráður í evrópu.
pantaði mér á sama tíma rafrettu frá kína.. giska á að hún fari ekki lengra þó hún sé TPD compliant, ég hélt að þessi lög ættu að gilda um búðir en ekki einstakar sendingar aðila.. þarna er bara tekið á öllu, ég velti fyrir mér hvort ef ég myndi panta mér 1-2 karton af sígarettum hvort að tollurinn myndi yfirhöfuð stoppa það.. fengi það örugglega afhent heim með kveikjara.
Semsagt þessi rafretta sem ég pantaði mér frá USA, með EC ID á nótunni frá seljanda, en er hvergi seld í vapebúðum (ekki skráð) hér á landi, mun aldrei vera hleypt inní landið í mínar hendur?
mikið rétt.. þarf að skrá EC ID í landinu sem á að flytja hlutinn til.
https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... útgáfa.pdf
hérna er listi yfir þær örfáu rafrettur sem er búið að skrá
já og listi yfir þá vökva sem hafa verið skráðir:
https://www.neytendastofa.is/library/Fi ... 202019.pdf
þú mátt flytja þessar örfáu vörur inn eins og þú vilt þar sem það er búið að skrá þær hér en allt fyrir utan þetta þarf að skrá hér, þannig að tollurinn
hendir öllu sem kemur til landssins, ég er sjálfur að nota joytech aio og pantaði mér aðra að utan plús coil, sé núna að ég á ekki séns í að koma
þessu í gegnum tollinn því ég yrði að rífa 450 þusund upp úr eigin vasa og fara í gegnum þetta heavy flókna skráningarferli til að skrá rafrettuna
til að ég og allir aðrir gætu flutt hana hingað til lands í framtíðinni.
það eru evrópulög en bíddu þú þarft að skrá jafnvel hlut sem er til einkanota eins og þú værir að fara að selja hann á fullu hér á landi.. þetta eru hreint út sagt fáránleg lög, þessir örfáu vökvar sem eru þarna á listanum og eru leyfðir þú mátt flytja inn 1.2 lítra af honum á mánuði með nigotíni.. en úff.. þetta er gersamlega undir guð og lukku hvað þessar búðir ákveða að skrásetja þannig að þú ert undir þeim kominn með brennara í framtíðinni.. kaupir rafrettu á 20 þúsund og svo púff 2 mán síðar engir brennarar til því að búðin ákvað að skrá þetta ekki þannig að þú getur bara hent rafrettunni og þetta er einmitt málið í dag.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 20:30
af Theraiden
Djöfulsins bölvaða Orwell kjaftæðis ríki sem við búum í
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 21:40
af Viggi
Eitt í stöðunni fyrir ykkur er að fara að blanda ykkar egin vökva sjálfir. Ættu ekki að vera neinar takmarkanir að flytja inn PG/VG og bragðefni. Svo er alltaf hægt að fara í RDA tanka og setja egin kol í
https://www.aliexpress.com/wholesale?ca ... a+atomizer
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 21:47
af Theraiden
Viggi skrifaði:Eitt í stöðunni fyrir ykkur er að fara að blanda ykkar egin vökva sjálfir. Ættu ekki að vera neinar takmarkanir að flytja inn PG/VG og bragðefni. Svo er alltaf hægt að fara í RDA tanka og setja egin kol í
https://www.aliexpress.com/wholesale?ca ... a+atomizer
Á 3 RDA og 6 eða 7 RTA, man ekki hvort. Er bara of latur til að blanda vökva sjálfur, búnað finna svo marga góða tilbúna sem ég held mig við.
Bara að geta ekki fengið nýja shiny shiny DNA250C moddið sem ég var að panta
it sux!
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 22:54
af braudrist
Viggi skrifaði:Eitt í stöðunni fyrir ykkur er að fara að blanda ykkar egin vökva sjálfir. Ættu ekki að vera neinar takmarkanir að flytja inn PG/VG og bragðefni. Svo er alltaf hægt að fara í RDA tanka og setja egin kol í
https://www.aliexpress.com/wholesale?ca ... a+atomizer
Þarf vökvinn ekki að "standa" í margar vikur svo allt draslið blandist rétt þegar maður er að búa til sinn eigin vökva? Annars er Skýjaborgir að selja sinn eigin vökva, 120ml á 4500 kr. Ég tel það vera vel sloppið miðað við þetta fáránlega verðlag á þessu skeri. Svo má ekki gleyma að Ísland er eina landið í Evrópu sem bannar Airsoft þó að það komi þessum þræði ekki neitt við. Ef Paintball er leyfilegt af hverju er Airsoft ekki leyfilegt? Allt er bölvað og bannað hér og harðar reglur skulu vera sett á allt.
Re: Búið að banna innflutning á vökva fyrir rafsígarettur
Sent: Fim 04. Apr 2019 22:56
af Viggi
Getur prófað að panta það af gearbest/ali og séð hvort að það leki ekki í gegn. En annars hed ég að það sé eina vitið núna er að fara í kokkaríið þar sem verðið virðist vera að fara upp úr öllu valdi. skemtilegt hobby þegar maður var að veipa