Lélegt wifi signal - mögulegar úrbætur
Sent: Sun 31. Mar 2019 13:59
Daginn.
Ég er að lenda í svolitlu veseni með wifi signalið hérna á nýja staðnum sem ég flutti á. Ég er að leigja neðri hæð í einbýlishúsi og er að fá lánað wifi-ið frá fólkinu hérna sem á húsið, með þeirra leyfi að sjálfsögðu. Ég nefndi það við þau að wifi væri mjög lélegt hjá mér í borðtölvunni (er reyndar töluvert skárra í Apple TV og Nintendo Switchinum sem eru staðsett í sama herbergi og tölvan) og þau eru alveg til í að gera í þessu máli. Húsið er sirka 285 fermetrar og er á tveimur hæðum.
Setupið hjá þeim er standard leigu-router frá símanum, tp-link router. Nú er ég að velta fyrir mér hvað væri besti kosturinn í stöðunni án þess að fara í einhverjar meiri háttar framkvæmdir. Það sem mér hefur verið að detta í hug er netið í gegnum rafmagn, "alvöru" router eða Orbi (eða sambærilegt) setup. Svo þyrfti ég væntanlega að fá mér betra wifi kort í turninn, er bara með usb stick eins og er.
Er einhver vaktari sem gæti bent mér á bestu lausnina sem stendur mér til boða?
Fyrirfram þakkir
Ég er að lenda í svolitlu veseni með wifi signalið hérna á nýja staðnum sem ég flutti á. Ég er að leigja neðri hæð í einbýlishúsi og er að fá lánað wifi-ið frá fólkinu hérna sem á húsið, með þeirra leyfi að sjálfsögðu. Ég nefndi það við þau að wifi væri mjög lélegt hjá mér í borðtölvunni (er reyndar töluvert skárra í Apple TV og Nintendo Switchinum sem eru staðsett í sama herbergi og tölvan) og þau eru alveg til í að gera í þessu máli. Húsið er sirka 285 fermetrar og er á tveimur hæðum.
Setupið hjá þeim er standard leigu-router frá símanum, tp-link router. Nú er ég að velta fyrir mér hvað væri besti kosturinn í stöðunni án þess að fara í einhverjar meiri háttar framkvæmdir. Það sem mér hefur verið að detta í hug er netið í gegnum rafmagn, "alvöru" router eða Orbi (eða sambærilegt) setup. Svo þyrfti ég væntanlega að fá mér betra wifi kort í turninn, er bara með usb stick eins og er.
Er einhver vaktari sem gæti bent mér á bestu lausnina sem stendur mér til boða?
Fyrirfram þakkir