Síða 1 af 1

sumt sést ekki einu sinni

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:12
af galileo
MSI MS-6367
Mambo
BIOS
MSI MS-6367 specs
alternate
(Veit ekki einusinni hvort að þetta sé nákvæmlega borðið en það stóð MS-6367 : ver1.0 á móbóinu sjálfu.)

okey þegar ég fékk þetta móðurborð var ég ekkert byrjaður að pæla í tölvum var bara að spila leiki og einhvað svoleiðis. En svo þegar ég var farinn að spá smá meira í tölvum fattaði ég að í BIOSnum var ekki neinstaðar hægt að hækka eða lækka fsb, vcore ekki neitt, Þetta var sko Medion rusl sem ég fékk í fermingargjöf (hefði aldrei farið og keypt mér hana sjálfur í BT) og var bara að spá hvort að það væri hægt að setja nýjan BIOS inn eða hvort að það sé bara hreinlega ekki mögulegt að o.c. á móbóinu mínu.

Er með socket 462 og er með Amd 2200XP örgjörva. (Þetta er nú ekkert sérstök tölva. :) ).

Svo var ég að spá ef ég færi að yfirklukka hvort að það væri hægt að sjá hitann á hlutunum í tölvunni þar sem að móbóið er svona gamalt og lélegt.

og eiga ekki allir XP örgjörvar að hafa multiin unlocked???

Myndi verða mjöög ánægður með einhver svör takk :D

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:59
af zaiLex
Stundum þarf maður að ýta á einhverja sérstaka takka til að geta komist í advanced stillingar í BIOS, það hlýtur að standa í bæklingnum annars googlaðu það bara.

Ef þú villt uppfærra BIOS þá fylgdi örugglega með drivera/utility diskur með tölvunni sem ætti að vera með eitthvað BIOS update utility

Hérna eru BIOS download og manuals, þú ættir að hafa geta googlað þetta léttilega sjálfur :)
http://www.msi.com.tw/program/support/d ... 290&kind=1

Til að sjá hitann geturu notað Speedfan eða Motherboard Manager t.d.

Sent: Mán 04. Apr 2005 19:03
af Stutturdreki
Í BIOS hjá mér verður að gera ctrl-f1 til að fá advanced BIOS settings, td. til að breyta FSB og fleirra sem þarf til að yfirklukka.

Búinn að fara inn á heimasíðu MSI og ná í manualinn fyir móðurborðið?

Varðandi hitamælingar, getur prófað forrit eins og Motherboard Monitor, Everest (Everest er kannski ekki beint með realtime hitamælingu en sýnir hitan ef það þekkir móðurborðið og ef það eru hitaskynjarar á því) og Speedfan. Svo eru náttúrulega hægt að kaupa hitamæla og margar viftustýrningar hafa hitamæla líka.

Sent: Mán 04. Apr 2005 20:11
af galileo
zailex var búinn að finna einhvað svona með BIOS download á google bara á annari síðu vildi bara fá að vita hvort að það myndi virka. :)

Er með motherboard monitor og kann ekkert á hann eða bara held að það sé ekkert skynjari á móbóinu (finnst ykkur það líklegt eða ólíklegt??) :?

annars takk æðislega og skal reyna þetta sem þið lögðuð til.

Sent: Þri 05. Apr 2005 09:02
af Stutturdreki
Damn hvað ég er lengi að skrifa, zaiLex var ekki búinn að pósta sínu þegar ég byrjaði á mínum pósti :(

Sent: Þri 05. Apr 2005 17:09
af galileo
reyndi þetta í gær skildi sko ekkert í þessu. dladi nýja BIOSNum en þar átti ég að fygja einhverjum manual og gerði það en það virkaði samt ekki .