Síða 1 af 1

Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:02
af kjarnorkudori
Er í smá vandræðum með hljóð hjá mér. Er að nota Sony WH-1000xm3 fyrir gaming en áherslan þar á bæ er aðallega á NC. Á einnig Bose QC35 og Sennheiser HD-25 en þau eru ekkert skárri í cs go amk. Ég keypti ódýran mic í Elko fyrir stuttu og mér finnst ég þurfa á betri mic að halda.

Mig vantar s.s. heyrnartól sem ég mun eingöngu nota fyrir tölvuleiki.

Ef ég færi heyrnartól + mic leiðina var ég að hugsa Sennheiser 58x jubilee eða 6xx + Blue snowball mic. Ætti ég að vera að skoða IEM í staðinn fyrir over-ear?

En það væri líklega ódýrara að kaupa bara gaming headset og láta þar við liggja. Er eitthvað aðeins búinn að skoða Sennheiser PC37xx og GSP500.

Er tilbúinn að eyða ca 40-50k. Ef ég kemst upp með að eyða minna er það bara plús. Ég þarf ekki hljóðkort.

Ég endurtek þetta með tónlistina, mér væri sama ef heyrnartólin gætu ekki spilað annað en hljóð úr tölvuleikjum. Heyrnartólin munu bara vera notuð fyrir gaming.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 19:44
af kjarnorkudori
Lét hvatvísina ráða og keypti mér Sennheiser GSP 550. Stökk dálítið í djúpu laugina með þessu en Elko skilarétturinn er til staðar ef ég fíla þau ekki.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 20:44
af ChopTheDoggie
Ef heyrnartólin verða bara notuð fyrir gaming þá er svarið augljóslega bara að fá sér headset.
Ég mæli rosalega mikið með Arctis 5, 7 er það sama nema þráðlaus en dýrara.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 21:02
af MuGGz
Ég er sjálfur með í dag sennheiser HD595 og einhvern plantronics borð mic, enn ég fæ mér fljótlega headsett og þá verða þessi fyrir valinu

https://www.massdrop.com/buy/massdrop-x ... ng-headset

Sömu mjúku púðarnir og í HD595 og opin sem ég fíla

Einnig fá þau bara svaðalega dóma

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 21:58
af kjarnorkudori
Áhugavert. Er strax kominn með bakþanka þrátt fyrir að vera ekki búinn að opna GSP 550 kassann.

Fannst heillandi að það væri DAC dongle með þeim. Fattaði síðan að ég er með Corsair ST100 stand með innbygðum DAC sem gerir mjög svipaða hluti, GSP 500 eru kannski praktískari.

Annars lýst mér mjög vel á þessi pc37x heyrnartól en þau eru ekkert mikið ódýrari en GSP 550 komin heim. Þarf að hugsa þetta aðeins betur. Er með sex dýr heyrnartól á heimilinu en bara einn haus :)

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 22. Feb 2019 22:12
af Runar
Ég og vinur minn keyptum okkur Audio-Technica Gaming heyrnartól saman, erum báðir mjög sáttir við þau, keyptum okkur reyndar líka hljóðkort til að nota með þeim, fannst okkur þurfa þess til að fá sem mest út úr þeim, ekki 100% hvort það var í raun nauðsynlegt samt.

Þau eru til bæði opin og lokuð, kostuðu ca. 45k minnir mig komin heim með öllu:

Opin (við keyptum þessi):
https://www.amazon.com/Audio-Technica-A ... =ATH-ADG1X

Lokuð:
https://www.amazon.com/Audio-Technica-A ... s=ATH-AG1X

Í fljótu sé ég reyndar að þau lokuðu eru með, það sem virðist vera, leður, meðan þessi opnu eru það ekki.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Lau 23. Feb 2019 14:50
af kjarnorkudori
Prufukeyrði GSP 550 í gærkvöldi. Fannst ég vera að soundspotta betur en vanalega en fann þó ekki fyrir miklum mun. Micinn er mjög góður en kannski örlítið of næmur. Er með haus í stærra lagi en þau passa þegar ég er með þau í stærstu stillingunni.

Var með kveikt á Dolby 7.1 í Sennheiser hugbúnaðinum og á "game mode", CSGO var í Stero með HRTF. Er ekki alveg viss hvort ég ætti að hafa kveikt á 7.1 eða ekki þar sem ég er með CSGO í stereo. Líka spurning hvort ég eigi eitthvað að vera að eiga við hljóðstillingar í windows.

Það sem ég fíla hins vegar ekki er að GSP 550 eru 28 ohm á meðan WH-1000XM3 eru 47 ohm. Ég setti allt hljóð í 100% og hefði viljað hækka það meira.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Fös 01. Mar 2019 15:28
af kjarnorkudori
Ég ætla að skila Sennheiser GSP550. Mjög fínt headset en ég fæ verk undir eyrun ef ég er með þau lengi á mér.

Mátaði Hyperx línuna áðan. Þau eru stærri og líklega þægilegri. Spurning hvort ég kaupi Cloud Alpha eða Revolver.

Re: Heyrnartól og mic eða gaming headset?

Sent: Mán 11. Mar 2019 15:19
af kjarnorkudori
Pantaði Sennheiser Game One þar sem þau eiga að vera betri fyrir stærri haus. Fékk þau ódýrt.

Er annars að pæla í að fara alla leið með þetta og kaupa magnara, high-end opin heyrnartól og modmic. Hugsa að það ásamt WH-1000xm3 og Soundsport Free ætti að duga. Gæti þá losað mig við QC35, HD-25 og GSP 550 og haft Game One til vara.