Síða 1 af 1

Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 09:18
af Diddmaster
Daginn/Kvöldið vaktarar ég er að spá í hvað sé best miða við mína notkun sem er kveikt á tv 24/7 og notað sem tölvu skjár,leikir youtube og allt það

hef aðins kynt mér þetta og það sem ég fékk útur því er að oled henti ekki þessari notkun og Qled sé málið

svo spurninginn er hvaða reynslu þið hafið af oled qled eða öðru með þessa notkun að bakgrunni


Ekki er spurt um stærð,verð eða afhverju aðstæður eru svona :baby


þætti vænt um málefnalegar og kurteisar umræður sem ég veit að býr í okkur öllum

eigiði yndislegt kvöld/dag :megasmile

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 10:10
af GuðjónR
Ein spurning, af hverju hentar Oled ekki í svona notkun?

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 10:12
af Halli25
GuðjónR skrifaði:Ein spurning, af hverju hentar Oled ekki í svona notkun?
Burnin svipað og voru á gömlu plasma er hætta í OLED, held samt minni en var í plasma :)

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 10:16
af GuðjónR
Halli25 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ein spurning, af hverju hentar Oled ekki í svona notkun?
Burnin svipað og voru á gömlu plasma er hætta í OLED, held samt minni en var í plasma :)
Erum við þá að tala um ef það er kyrrmynd í lengri tíma?
Er búinn að vera með Oled eitt og hálft ár, mikil notkun og súperfínt.
Tek LG Oled framyfir Samsung Qled alla daga og allar nætur! :hjarta

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 12:16
af gnarr
Ég veit ekki hvort það er komið í sölu einhverstaðar, en Hisense ULED á að vera "best of both worlds". Með sambærilega myndgæði og contrast á við OLED, en án þess að það sé hætta á burn-in. Eini stóri kosturinn sem ég sé sem OLED hefur fram yfir ULED er orku notkun, en það er ekki stórmál.

https://www.hisense-usa.com/ULED-TV
https://youtu.be/STdZ_kiHYEY

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 12:55
af brain
Mitt oled um 2ja ára, Krakkarnir nota það á daginn við bæði leikjatölvu og TV tækið er alltaf á.

Við á kvöldin.. get ekki séð að sé meira burnin í þeim.

Sér ekki á því

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 14:01
af Diddmaster
GuðjónR skrifaði:Ein spurning, af hverju hentar Oled ekki í svona notkun?
þær review sem ég sá var það burn inn sem væri meiri hætta á við mikla notkun

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 14:05
af Diddmaster
takk fyrir svörinn þetta var einmitt ástæðan fyrir þessum þræði fá svör úr reynsluni í staðinn fyrir fræðinga svör og meða við ykkar svör skiftir þetta ekki eins miklu máli og fræðingarnir halda framm

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 15:17
af stjani11
Hérna er gott video um burn in á oled sjónvörpum eftir árs notkun 20 tíma á dag
https://www.youtube.com/watch?v=nOcLasaRCzY

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Fös 22. Feb 2019 18:21
af Diddmaster
stjani11 skrifaði:Hérna er gott video um burn in á oled sjónvörpum eftir árs notkun 20 tíma á dag
https://www.youtube.com/watch?v=nOcLasaRCzY
já takk fyrir þetta ég er ansi hræddur um að oled henti ekki minni notkun



en ein spurning nú nota ég f.lux minnkar það burn in hættuna??

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Mið 27. Feb 2019 00:37
af gnarr
f.lux ætti að hafa mjög takmörkuð áhrif.

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Mið 27. Feb 2019 09:44
af russi
Það er víst option í mörgum OLED tækjum sem kallast allskona nöfnum, en það í raun flushar/refreshar pixlana þína og kemur í veg fyrir og lagar burn-in.

Er með QLED TV heima og er bara nokkuð sáttur við það

Re: Oled eða Qled m.v notkun

Sent: Mið 27. Feb 2019 09:45
af GuðjónR
Ef OLED veldur burnin ættu þá ekki allir iPhone X/S/Max að skemmast?
Þeir eru með OLED skjám.

LG sjónvarpið mitt er stillt þannig að ef ég er að nota innbyggðu öppin og geri ekkert í 2-3 mín þá fer innbyggður screensaver í gang og ef það er ekkert input þá slekkur TV á sér eftir hálftíma, AppleTV og PS4 eru líka stillt þannig að slökkva á sér og TV eftir hálftíma af inactivity svo ég hef voðalega litlar áhyggjur af burnin.

Já og pixle-refresh hef ég gert 2x síðan ég fékk tækið. Það minnir mann á það. Eitthvað sem tækið gerir þegar það er slökkt á því.