Síða 1 af 1

"nýja" uppfærslan mín

Sent: Mán 04. Apr 2005 12:59
af MuGGz
Þá er maður búin að selja ofurgripinn og ákvað ég að fá mér vél eigi dýrari enn 40k.

Hún er samansett af:

Shuttle XPC SN45G (sn45gv2) Barebone
Örgjörvi: AMD Athlon 3000XP 640k 400 MHz
Vinnsluminni: 2x256mb Kinston HyperX 400mhz pc3200
Skjákort: Ati radeon 9600ultra
Harðiskur1: 40gb WD
harðidiskur2: 120gb WD
Hljóðkort: soundblaster live

Þessi vél kostaði mig ca 40k og verður hún sett saman á morgun þar sem ég fæ shuttle-ið ekki fyrr enn þá :8)

Sent: Mán 04. Apr 2005 13:01
af gnarr
ekki slæm vél fyrir 40k.

sérðu samt ekki eftir ofurvélinni? hvað kostaði ofurvélin þig mikið í heildina? það er að segja þegar þú tekur inní öll skjákortin sem voru í henni mínus peninginn sem þú fékst fyrir hana?

Sent: Mán 04. Apr 2005 13:09
af hahallur
Vantar ekki flokk sem heitir niðurfærslur :lol:

Sent: Mán 04. Apr 2005 13:14
af Mr.Jinx
hahallur skrifaði:Vantar ekki flokk sem heitir niðurfærslur :lol:
Hahaha Jú það vantar. :sleezyjoe

Sent: Mán 04. Apr 2005 13:15
af MuGGz
jújú, nátturlega sér maður svolítið eftir henni, enn ég fékk þessar massa 17" felgur og dekk undir fínu fínu honduna mína þannig ég er alveg sáttur :)

enn við skulum bara algjörlega sleppa að tala um hvað ofurvélin mín kostaði mig hehe :sleezyjoe

Enn mig hlakkar til að setja shuttle vélina saman og prófa :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 13:52
af kristjanm
Hvaða gerð af hondu áttu? Og hvaða árgerð? :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 14:44
af MuGGz
1600vti árg '99 :oops:

Sent: Mán 04. Apr 2005 14:50
af ponzer
MuGGz skrifaði:1600vti árg '99 :oops:
Sko þetta er sudda bíll, sá hann í gær :8) :8) :8) :8)

Sent: Mán 04. Apr 2005 15:51
af vldimir
Pósta myndum af bílnum? :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 16:54
af kristjanm
Ég á '98 Civic LSi 1500, 3 dyra :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 17:04
af SolidFeather
Iss, BMW 750 hér

Sent: Mán 04. Apr 2005 17:05
af Snorrmund
Isss það er nú ekkert ég nota Maclaren F1 sem leiktæki og ég kemst á milli staða á Koenisegg..

Sent: Mán 04. Apr 2005 17:05
af Pandemic
vonandi ertu ekki með spojler kit á alla kanta og neon ljós inni í honum og dökka filmu á rúðunum og geisladiskana í skyggninu og kíló af geli í hárinu og og og og strípur og síðast en ekki síst hlustar á scooter á leið niður laugarveginn.

*hóst*Hnakki*hóst*

Sent: Mán 04. Apr 2005 17:19
af Zkari
Ekki bara hnakkar sem keyra Civic....


....þó þeir séu margir :lol:

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:00
af kristjanm
Amm, bölvaðir fordómar alltaf gegn Civic eigendum

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:02
af Daz
Bölvaðir fordómar gagnvart hnökkum líka...

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:03
af MuGGz
Pandemic skrifaði:vonandi ertu ekki með spojler kit á alla kanta og neon ljós inni í honum og dökka filmu á rúðunum og geisladiskana í skyggninu og kíló af geli í hárinu og og og og strípur og síðast en ekki síst hlustar á scooter á leið niður laugarveginn.

*hóst*Hnakki*hóst*
ééég, neiiiii :^o

ég þori varla að viðurkenna hvað mikið af þessu passar við mig 8-[

enn ég nota ekki gel, heldur vax, vax er fyrir alvöru hnakka :evillaugh

hlusta reyndar ekki á scooter, enn techno er DA shit!

og ég hata reyndar neon ljós :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:04
af MuGGz
vldimir skrifaði:Pósta myndum af bílnum? :)
ég skal koma með myndir af honum þegar hann er orðin ready :wink:

sem verður ekki fyrr enn í maí/júní ... :?

Sent: Mán 04. Apr 2005 18:55
af vldimir
Pandemic skrifaði:vonandi ertu ekki með spojler kit á alla kanta og neon ljós inni í honum og dökka filmu á rúðunum og geisladiskana í skyggninu og kíló af geli í hárinu og og og og strípur og síðast en ekki síst hlustar á scooter á leið niður laugarveginn.

*hóst*Hnakki*hóst*
Haha..

Ef það er ekki rangt hjá mér þá held ég að hann sé með spoiler kit, dökkar filmur, slatta af vaxi og strípur :D

Sent: Mán 04. Apr 2005 22:22
af Pandemic
Civic þetta eru bölvaðar druslur geðveikt fyndið að sjá suma gaura koma upp í vinnu hjá pabba með þvílíkt skraut á vélinni og einhverjar grindur sem gerðar eru fyrir hraðakstur og verulegt álag á bodyið síðan kemst þetta varla yfir 150 :)

Sent: Mán 04. Apr 2005 22:35
af Snorrmund
Lada ALL THE WAY.. Annars er ég á móti hnökkum en ég er ekki á móti civic sem bíl.. Fínasti bíll sko.. ef að hann er óbreyttur.. Ef að talað er um breytingar þá er það Ford Escort Cosworth uppá kraft og lada uppá look!

Sent: Mán 04. Apr 2005 23:28
af MuGGz
Pandemic skrifaði:Civic þetta eru bölvaðar druslur geðveikt fyndið að sjá suma gaura koma upp í vinnu hjá pabba með þvílíkt skraut á vélinni og einhverjar grindur sem gerðar eru fyrir hraðakstur og verulegt álag á bodyið síðan kemst þetta varla yfir 150 :)
alltaf sömu fordómar gagnvart honda civic..

og flestir sem tala um að honda civic sé drasl eru þeir sem hafa aldrei keyrt svona bíl og þekkja þá 0.

Sent: Þri 05. Apr 2005 07:42
af kristjanm
Honda Civic eru ekkert smá góðir bílar og þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala Pandemic.

Sent: Þri 05. Apr 2005 10:57
af Daz
Pandemic skrifaði:Civic þetta eru bölvaðar druslur geðveikt fyndið að sjá suma gaura koma upp í vinnu hjá pabba með þvílíkt skraut á vélinni og einhverjar grindur sem gerðar eru fyrir hraðakstur og verulegt álag á bodyið síðan kemst þetta varla yfir 150 :)
Og þar sem löglegur hraði á þjóðvegum Íslands fer hæst í 90 km/klst þá held ég að það sé í góðu lagi.
Annars eru nú til tölvunördar sem setja svakalegan vélbúnað í rosalega kassa og nota svo tölvurnar í lítið annað en að keyra benchmarks til að sanna hversu svakalega tölvan sé...

Sent: Þri 05. Apr 2005 12:59
af wICE_man
Daz skrifaði:
Pandemic skrifaði:Civic þetta eru bölvaðar druslur geðveikt fyndið að sjá suma gaura koma upp í vinnu hjá pabba með þvílíkt skraut á vélinni og einhverjar grindur sem gerðar eru fyrir hraðakstur og verulegt álag á bodyið síðan kemst þetta varla yfir 150 :)
Og þar sem löglegur hraði á þjóðvegum Íslands fer hæst í 90 km/klst þá held ég að það sé í góðu lagi.
Annars eru nú til tölvunördar sem setja svakalegan vélbúnað í rosalega kassa og nota svo tölvurnar í lítið annað en að keyra benchmarks til að sanna hversu svakalega tölvan sé...
Túsjei!!

Annars eru Honda Civic ekkert slæmir bílar, það eru bara oftar en ekki tómir vitleysingar sem keyra þeim :) Sýnist nokkrir vera hérna á þráðunum :lol: